Yfir 200 manns verða viðstaddir innsetningarathöfn nýs forseta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. júní 2016 16:04 Frá innsetningu forseta árið 2012. vísir/vilhelm Mánuður er síðan undirbúningur fyrir innsetningu nýs forseta lýðveldisins hófst í forsætisráðuneytinu en Guðni Th. Jóhannesson nýkjörinn forseti verður settur inn í embætti við hátíðlega athöfn á Alþingi þann 1. ágúst næstkomandi. Innsetningarathöfnin er mjög formföst og hefur verið eins í öllum meginatriðum frá árinu 1944 þegar Sveinn Björnsson var kjörinn forseti við stofnun íslenska lýðveldisins. Athöfnin hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni þar sem biskup þjónar fyrir altari en svo er yfirleitt annar prestur sem les predikun. Síðan færist athöfnin yfir í þingsal Alþingishússins þar sem sjálf innsetningin fer fram. „Það þarf að taka út bekkina í þingsalnum þar sem þingmennirnir sitja. Það er nauðsynlegt vegna skipulags athafnarinnar og fjölda boðsgesta við innsetningarathöfnina“ segir Ágúst Geir Ágústsson skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu. Fastir boðsgestir eru alls um 200 talsins og það er því þétt setið einnig í hliðarsölum þinghússins. „Auk fastra boðsgesta, það er embættismanna, alþingismanna og annarra, á forseti á kost á að bjóða tilteknum fjölda gesta sem hann velur sjálfur. Nánustu fjölskyldu forsetans er auðvitað boðið og svo aðrir gestir sem hann tilnefnir,“ segir Ágúst. Forseti getur sett mark sitt á athöfnina ef hann óskar eftir því varðandi tónlistaratriði sem bæði eru við athöfnina í þinginu og í guðsþjónustunni. Forsætisráðuneytið hefur verkstjórn með undirbúningi athafnarinnar en allt er unnið í nánu samstarfi við skrifstofu Alþingis og skrifstofu embættis forseta Íslands og fleiri aðila, að sögn Ágústs. Undirbúningur er einnig hafinn á Bessastöðum þangað sem nýr forseti mun flytja með fjölskyldu sína. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Forsetar og frúr saman í Nice Fara öll á landsleikinn í kvöld. 27. júní 2016 13:24 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Mánuður er síðan undirbúningur fyrir innsetningu nýs forseta lýðveldisins hófst í forsætisráðuneytinu en Guðni Th. Jóhannesson nýkjörinn forseti verður settur inn í embætti við hátíðlega athöfn á Alþingi þann 1. ágúst næstkomandi. Innsetningarathöfnin er mjög formföst og hefur verið eins í öllum meginatriðum frá árinu 1944 þegar Sveinn Björnsson var kjörinn forseti við stofnun íslenska lýðveldisins. Athöfnin hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni þar sem biskup þjónar fyrir altari en svo er yfirleitt annar prestur sem les predikun. Síðan færist athöfnin yfir í þingsal Alþingishússins þar sem sjálf innsetningin fer fram. „Það þarf að taka út bekkina í þingsalnum þar sem þingmennirnir sitja. Það er nauðsynlegt vegna skipulags athafnarinnar og fjölda boðsgesta við innsetningarathöfnina“ segir Ágúst Geir Ágústsson skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu. Fastir boðsgestir eru alls um 200 talsins og það er því þétt setið einnig í hliðarsölum þinghússins. „Auk fastra boðsgesta, það er embættismanna, alþingismanna og annarra, á forseti á kost á að bjóða tilteknum fjölda gesta sem hann velur sjálfur. Nánustu fjölskyldu forsetans er auðvitað boðið og svo aðrir gestir sem hann tilnefnir,“ segir Ágúst. Forseti getur sett mark sitt á athöfnina ef hann óskar eftir því varðandi tónlistaratriði sem bæði eru við athöfnina í þinginu og í guðsþjónustunni. Forsætisráðuneytið hefur verkstjórn með undirbúningi athafnarinnar en allt er unnið í nánu samstarfi við skrifstofu Alþingis og skrifstofu embættis forseta Íslands og fleiri aðila, að sögn Ágústs. Undirbúningur er einnig hafinn á Bessastöðum þangað sem nýr forseti mun flytja með fjölskyldu sína.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Forsetar og frúr saman í Nice Fara öll á landsleikinn í kvöld. 27. júní 2016 13:24 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00
Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44