Hvernig kemur Jose Aldo til baka? Pétur Marinó Jónsson skrifar 9. júlí 2016 14:30 Vísir/Getty Fyrrum fjaðurvigtarkóngurinn Jose Aldo snýr aftur í kvöld eftir 13 sekúndna tap sitt gegn Conor McGregor. Aldo stendur nú á ákveðnum krossgötum og verður afar áhugavert að sjá hvernig hann kemur til baka eftir sitt fyrsta tap í tíu ár. Aldo var steinrotaður af Conor McGregor í desember í fyrra. Aldo hafði verið UFC meistari í rúm fjögur ár áður en hann tapaði beltinu og er ákveðinn í að ná beltinu aftur. Hann fær tækifæri til þess í kvöld þegar hann mætir Frankie Edgar um bráðabirgðartitilinn (e. interim title) í fjaðurvigtinni. Sigurvegarinn úr viðureign þeirra mun svo mæta Conor McGregor. Aldo var alltaf þekktur fyrir að vera með harða höku og var það talið ómögulegt verk að rota hann. Það er oft talað um að eftir fyrsta rothöggið eiga bardagamenn í meiri erfiðleikum með að taka við höggum en áður og að hakan þeirra veikist. Þetta sáum við með Chuck Liddell á sínum tíma. Chuck Liddell var alltaf tilbúinn að taka við einu höggi til að veita annað og treysti á getu sína til að taka við höggum. Eftir fyrsta tapið eftir rothögg snarminnkaði getan hans til að taka við höggum og voru hans þrjú síðustu töp á ferlinum öll eftir rothögg. Nú er spurning hvort það sama verði upp á teningnum hjá Jose Aldo. Mun hann geta staðið af sér högg Frankie Edgar líkt og hann gat áður? Þeir Aldo og Edgar mættust fyrst árið 2012. Þá var Aldo fjaðurvigtarmeistarinn og Frankie Edgar nýkominn niður í fjaðurvigt eftir að hafa tapað léttvigtarbeltinu. Bardaginn var hnífjafn þar sem Aldo sigraði eftir dómaraákvörðun. Nú, fjórum árum síðar, eru breyttar aðstæður. Aldo er ekki lengur fjaðurvigtarmeistari og telja margir að hann sé ekki jafn góður í dag og hann var þá. Að sama skapi hefur Frankie Edgar sennilega aldrei verið betri og hefur hann sigrað fimm bardaga í röð gegnum sterkum andstæðingum. Síðast sáum við hann rota Chad Mendes í fyrstu lotu en enginn hefur klárað Mendes jafn fljótt og Edgar gerði. Búist er við jöfnum og spennandi bardaga í kvöld. Edgar er örlítið sigurstranglegri hjá veðbönkum og verður gaman að sjá hvernig Aldo kemur til baka. Við höfum heyrt sömu gömlu góðu tugguna hjá Aldo fyrir þennan bardaga. Hann hefur aldrei verið jafn hungraður, aldrei æft jafn vel fyrir bardaga og að þetta tap hafi verið akkúrat það sem hann þurfti til að kveikja eldmóðinn aftur. Við vitum hins vegar ekki hvaða áhrif þetta tap mun hafa á hann fyrr en við sjáum hann í búrinu í kvöld. UFC 200 hefst kl 2 í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Jones og Cormier Aðalbardaginn á stærsta kvöldi í sögu UFC hefur verið blásinn af þar sem Jon Jones virðist hafa fallið á lyfjaprófi. 7. júlí 2016 10:15 Köngulóin kemur til bjargar Daniel Cormier mun geta keppt á UFC 200 eftir allt saman. 8. júlí 2016 13:30 Dana sér ekkert eftir því að hafa hent Conor úr UFC 200 UFC varð fyrir miklu áfalli í nótt er sambandið varð að blása af aðalabardagann á UFC 200. Þetta er í annað sinn sem þarf að skipta um aðalbardagann á þessu kvöldi. 7. júlí 2016 23:45 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Sjá meira
Fyrrum fjaðurvigtarkóngurinn Jose Aldo snýr aftur í kvöld eftir 13 sekúndna tap sitt gegn Conor McGregor. Aldo stendur nú á ákveðnum krossgötum og verður afar áhugavert að sjá hvernig hann kemur til baka eftir sitt fyrsta tap í tíu ár. Aldo var steinrotaður af Conor McGregor í desember í fyrra. Aldo hafði verið UFC meistari í rúm fjögur ár áður en hann tapaði beltinu og er ákveðinn í að ná beltinu aftur. Hann fær tækifæri til þess í kvöld þegar hann mætir Frankie Edgar um bráðabirgðartitilinn (e. interim title) í fjaðurvigtinni. Sigurvegarinn úr viðureign þeirra mun svo mæta Conor McGregor. Aldo var alltaf þekktur fyrir að vera með harða höku og var það talið ómögulegt verk að rota hann. Það er oft talað um að eftir fyrsta rothöggið eiga bardagamenn í meiri erfiðleikum með að taka við höggum en áður og að hakan þeirra veikist. Þetta sáum við með Chuck Liddell á sínum tíma. Chuck Liddell var alltaf tilbúinn að taka við einu höggi til að veita annað og treysti á getu sína til að taka við höggum. Eftir fyrsta tapið eftir rothögg snarminnkaði getan hans til að taka við höggum og voru hans þrjú síðustu töp á ferlinum öll eftir rothögg. Nú er spurning hvort það sama verði upp á teningnum hjá Jose Aldo. Mun hann geta staðið af sér högg Frankie Edgar líkt og hann gat áður? Þeir Aldo og Edgar mættust fyrst árið 2012. Þá var Aldo fjaðurvigtarmeistarinn og Frankie Edgar nýkominn niður í fjaðurvigt eftir að hafa tapað léttvigtarbeltinu. Bardaginn var hnífjafn þar sem Aldo sigraði eftir dómaraákvörðun. Nú, fjórum árum síðar, eru breyttar aðstæður. Aldo er ekki lengur fjaðurvigtarmeistari og telja margir að hann sé ekki jafn góður í dag og hann var þá. Að sama skapi hefur Frankie Edgar sennilega aldrei verið betri og hefur hann sigrað fimm bardaga í röð gegnum sterkum andstæðingum. Síðast sáum við hann rota Chad Mendes í fyrstu lotu en enginn hefur klárað Mendes jafn fljótt og Edgar gerði. Búist er við jöfnum og spennandi bardaga í kvöld. Edgar er örlítið sigurstranglegri hjá veðbönkum og verður gaman að sjá hvernig Aldo kemur til baka. Við höfum heyrt sömu gömlu góðu tugguna hjá Aldo fyrir þennan bardaga. Hann hefur aldrei verið jafn hungraður, aldrei æft jafn vel fyrir bardaga og að þetta tap hafi verið akkúrat það sem hann þurfti til að kveikja eldmóðinn aftur. Við vitum hins vegar ekki hvaða áhrif þetta tap mun hafa á hann fyrr en við sjáum hann í búrinu í kvöld. UFC 200 hefst kl 2 í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Jones og Cormier Aðalbardaginn á stærsta kvöldi í sögu UFC hefur verið blásinn af þar sem Jon Jones virðist hafa fallið á lyfjaprófi. 7. júlí 2016 10:15 Köngulóin kemur til bjargar Daniel Cormier mun geta keppt á UFC 200 eftir allt saman. 8. júlí 2016 13:30 Dana sér ekkert eftir því að hafa hent Conor úr UFC 200 UFC varð fyrir miklu áfalli í nótt er sambandið varð að blása af aðalabardagann á UFC 200. Þetta er í annað sinn sem þarf að skipta um aðalbardagann á þessu kvöldi. 7. júlí 2016 23:45 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Sjá meira
Ekkert verður af bardaga Jones og Cormier Aðalbardaginn á stærsta kvöldi í sögu UFC hefur verið blásinn af þar sem Jon Jones virðist hafa fallið á lyfjaprófi. 7. júlí 2016 10:15
Köngulóin kemur til bjargar Daniel Cormier mun geta keppt á UFC 200 eftir allt saman. 8. júlí 2016 13:30
Dana sér ekkert eftir því að hafa hent Conor úr UFC 200 UFC varð fyrir miklu áfalli í nótt er sambandið varð að blása af aðalabardagann á UFC 200. Þetta er í annað sinn sem þarf að skipta um aðalbardagann á þessu kvöldi. 7. júlí 2016 23:45