Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Jakob Bjarnar skrifar 7. júlí 2016 14:05 Ari vandar Samkeppniseftirlitinu ekki kveðjurnar og segir úrskurðin byggja á einhvers konar öfugmælavísu. vísir Ari Edwald, forstjóri MS, er afar óhress með nýja niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, sem vill leggja 480 milljóna króna stjórnvaldssekt á Mjólkursamsöluna vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. Vísir náði tali af Ara þar sem hann er nú staddur erlendis í fríi með fjölskyldu sinni. Ari segir þessa tímasetningu alveg ábyggilega enga tilviljun, honum finnst vart forsvaranlegt að senda úrskurðinn frá sér nú, með þessum hætti án fyrirvara, þegar allir eru í fríi. „Þetta er ekkert nýtt. Þetta mál tekur til áranna 2008 til 2013 og hefur tekið nokkur ár. Er þá eðlilegt að dengja út svona úrskurði 7. júlí án nokkurrar viðvörunar, þegar allir eru í sumarfríi? Þetta er ekki boðlegt og alveg örugglega ekki tilviljun. Þeir vilja skapa sér einhvers konar forskot í umræðunni með þessari framgöngu,“ segir Ari.Forsendur dómsins öfugmælavísa Forstjórinn var nýlega búinn að fá þessa niðurstöðu í hendur þegar Vísir ræddi við hann og Ari sagði að yfirlýsingar frá MS væri að vænta fljótlega. „Þetta er endurtekið efni, þetta er sama ákvörðun og var tekin fyrir tveimur árum, sem þá var áfrýjað. þó það sé eitthvað hækkuð sektin,“ segir Ari og setur fyrirvara á þann að hann var að fá ákvörðunina í hendur. Honum þykir stórfurðulegt að sett hafi verið á viðbótarsekt útá þá kenningu Samkeppniseftirlitsins að MS hafi verið leynt gögnum í málinu. „Þetta teljum við algerlega út í loftið. Hefur enga stoð enda er þarna um að ræða þau atriði sem helst styðja við málflutning MS í málinu, þau sjónarmið sem þau töldu að hefðu verið leynt, en það var auðvitað það sem helst átti að vera stuðningur við málflutning MS. Þetta er einhvers konar öfugmælavísa.“Málinu hvergi nærri lokið Ari segir þetta lykilatriði: „Og mér finnst lítilmannlegt af þessari stofnun, í staðinn fyrir að axla ábyrgð á þessum handarbakavinnubrögðum að vilja klína þeim á MS með þeim hætti.“ Ari segir þennan drátt á afgreiðslu málsins hafa verið mjög bagalegan fyrir fyrirtækið, sem auðvitað hefði viljað sjá það út úr heiminum fyrir tveimur árum. „Þetta stenst ekki og mín fyrstu viðbrögð eru þau að það beri að líta á þennan úrskurð sem millikafla í málinu. Þetta er enginn endir máls. Samkeppniseftirlitið ber MS þungum sökum, en þetta eru svokallaðar „stundarsakir“ og munu ekki standast þegar öll kurl eru til grafar komin í málinu.“ Tengdar fréttir MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Ari Edwald, forstjóri MS, er afar óhress með nýja niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, sem vill leggja 480 milljóna króna stjórnvaldssekt á Mjólkursamsöluna vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. Vísir náði tali af Ara þar sem hann er nú staddur erlendis í fríi með fjölskyldu sinni. Ari segir þessa tímasetningu alveg ábyggilega enga tilviljun, honum finnst vart forsvaranlegt að senda úrskurðinn frá sér nú, með þessum hætti án fyrirvara, þegar allir eru í fríi. „Þetta er ekkert nýtt. Þetta mál tekur til áranna 2008 til 2013 og hefur tekið nokkur ár. Er þá eðlilegt að dengja út svona úrskurði 7. júlí án nokkurrar viðvörunar, þegar allir eru í sumarfríi? Þetta er ekki boðlegt og alveg örugglega ekki tilviljun. Þeir vilja skapa sér einhvers konar forskot í umræðunni með þessari framgöngu,“ segir Ari.Forsendur dómsins öfugmælavísa Forstjórinn var nýlega búinn að fá þessa niðurstöðu í hendur þegar Vísir ræddi við hann og Ari sagði að yfirlýsingar frá MS væri að vænta fljótlega. „Þetta er endurtekið efni, þetta er sama ákvörðun og var tekin fyrir tveimur árum, sem þá var áfrýjað. þó það sé eitthvað hækkuð sektin,“ segir Ari og setur fyrirvara á þann að hann var að fá ákvörðunina í hendur. Honum þykir stórfurðulegt að sett hafi verið á viðbótarsekt útá þá kenningu Samkeppniseftirlitsins að MS hafi verið leynt gögnum í málinu. „Þetta teljum við algerlega út í loftið. Hefur enga stoð enda er þarna um að ræða þau atriði sem helst styðja við málflutning MS í málinu, þau sjónarmið sem þau töldu að hefðu verið leynt, en það var auðvitað það sem helst átti að vera stuðningur við málflutning MS. Þetta er einhvers konar öfugmælavísa.“Málinu hvergi nærri lokið Ari segir þetta lykilatriði: „Og mér finnst lítilmannlegt af þessari stofnun, í staðinn fyrir að axla ábyrgð á þessum handarbakavinnubrögðum að vilja klína þeim á MS með þeim hætti.“ Ari segir þennan drátt á afgreiðslu málsins hafa verið mjög bagalegan fyrir fyrirtækið, sem auðvitað hefði viljað sjá það út úr heiminum fyrir tveimur árum. „Þetta stenst ekki og mín fyrstu viðbrögð eru þau að það beri að líta á þennan úrskurð sem millikafla í málinu. Þetta er enginn endir máls. Samkeppniseftirlitið ber MS þungum sökum, en þetta eru svokallaðar „stundarsakir“ og munu ekki standast þegar öll kurl eru til grafar komin í málinu.“
Tengdar fréttir MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40