Talið er líklegast að Theresa May innanríkisráðherra verði valin sem næsti formaður en orkumálaráðherrann Andrea Leadsom, þykir einnig koma til greina en hún hlaut í gær stuðningsyfirlýsingu frá Boris Johnson.
Fastlega hafði verið búist við því að Johnson myndi bjóða sig fram og sigra nokkuð örugglega en hann ákvað hins vegar í síðustu viku að gera það ekki. Þá hefur Nigel Farage, formaður sjálfstæðisflokksins, UKIP, einnig lýst því yfir að hann sé hættur í pólitík. Þannig hafa því þeir tveir sem heitast börðust hvað heitast fyrir Brexit, ákveðið að draga sig í hlé eftir að sigur vannst.
Um er að ræða fyrstu umferð af nokkrum og mun sá sem fær lakasta kosningu hellast úr lestinni. Önnur umferð verður á fimmtudaginn og svo sú þriðja eftir viku. 330 þingmenn flokksins taka þátt í kosningunum.