Hinseginleikinn brýtur niður staðalmyndir á Snapchat Una Sighvatsdóttir skrifar 2. júlí 2016 22:30 Á Snapchat eru sagðar stuttar sögur úr daglegu lífi á myndrænu formi. Fyrir tveimur vikum opnaði þar ný rás þar sem hinsegin fólk á Íslandi skiptist á að segja frá sínum veruleika. Stofnendurnir, þær María Rut Kristinsdóttir og Ingileif Friðriksdóttir, ákváðu að nýta sér þennan miðil eftir að hafa farið milli framhaldsskóla til að ræða við ungmenni um staðalmyndir. „Þegar við tölum við ungt fólk á þessum fyrirlestrum þá höfum við einmitt fengið svo ótrúlega mikið af spurningum, af því fólk virðist oft ekki vita nákvæmlega hvað felst í þessum hugmyndum eis og intersex eða kynsegin og fleiri hugtökum sem fólk veit ekki hvað þýða,“ segir Ingileif. Sjálfar hafa Mara Rut og Ingileif fundið fyrir því hvað staðalmyndir geta þvælst mikið fyrir, því fólk trúir því gjarnan ekki í fyrstu að þær séu par. „Við kannski pössuðum ekki inn í þessa staðalímynd af lesbíum sem hafði lengið fengið að grassera,“ segir Ingileif. „Með þessu viljum við líka sýna að hinsegin fólk er alls konar. Það lítur ekki bara svona út og gerir ekki bara svona hluti.“ Hinseginleikinn er fjölbreyttur því reglulega taka gestir við stjórninni. Um daginn sagði til dæmis transmaðurinn Henrý Steinn frá sínum degi með þriggja ára dóttur sinni og nú um helgina er hægt að fylgjast með undirbúningi hinsegin brúðkaups á Drangsnesi. „Þarna erum við líka að passa upp á það að vera með alla hinsegin flóruna undir,“ segir María Rut. „Ekki bara homma og lesbíur og transfólk heldur líka allt sem heyrir undir hinsegin regnhlífina. Þannig að ég held það sé mjög forvitnilegt fyrir alla að fylgjast með þessu.“ Hatursárásin á skemmtistað samkynhneigðra í Orlandi í júní, sem er mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjana, var það sem ýtti Maríu og Ingileif út í að stofna Hinseginleikann til að stuðla að því að fræða fólk og upplýsa. Því þótt réttindi hinsegin fólks séu langt komin á Íslandi vantar enn heilmikið upp á skilning og meðvitund, að sögn Maríu Rutar. „Sérstaklega þegar kemur að transfólki og intersex fólki, réttindabarátta samkynhneigðra er kannski komin á góðan stað en það eru alveg klárlega hlutir sem snúa að þessum hópum sem eru ekki í lagi á Íslandi í dag.“ Hinseginleikinn er öllum opinn og áhugasamir geta fylgst með á Snapchat. Hinsegin Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Á Snapchat eru sagðar stuttar sögur úr daglegu lífi á myndrænu formi. Fyrir tveimur vikum opnaði þar ný rás þar sem hinsegin fólk á Íslandi skiptist á að segja frá sínum veruleika. Stofnendurnir, þær María Rut Kristinsdóttir og Ingileif Friðriksdóttir, ákváðu að nýta sér þennan miðil eftir að hafa farið milli framhaldsskóla til að ræða við ungmenni um staðalmyndir. „Þegar við tölum við ungt fólk á þessum fyrirlestrum þá höfum við einmitt fengið svo ótrúlega mikið af spurningum, af því fólk virðist oft ekki vita nákvæmlega hvað felst í þessum hugmyndum eis og intersex eða kynsegin og fleiri hugtökum sem fólk veit ekki hvað þýða,“ segir Ingileif. Sjálfar hafa Mara Rut og Ingileif fundið fyrir því hvað staðalmyndir geta þvælst mikið fyrir, því fólk trúir því gjarnan ekki í fyrstu að þær séu par. „Við kannski pössuðum ekki inn í þessa staðalímynd af lesbíum sem hafði lengið fengið að grassera,“ segir Ingileif. „Með þessu viljum við líka sýna að hinsegin fólk er alls konar. Það lítur ekki bara svona út og gerir ekki bara svona hluti.“ Hinseginleikinn er fjölbreyttur því reglulega taka gestir við stjórninni. Um daginn sagði til dæmis transmaðurinn Henrý Steinn frá sínum degi með þriggja ára dóttur sinni og nú um helgina er hægt að fylgjast með undirbúningi hinsegin brúðkaups á Drangsnesi. „Þarna erum við líka að passa upp á það að vera með alla hinsegin flóruna undir,“ segir María Rut. „Ekki bara homma og lesbíur og transfólk heldur líka allt sem heyrir undir hinsegin regnhlífina. Þannig að ég held það sé mjög forvitnilegt fyrir alla að fylgjast með þessu.“ Hatursárásin á skemmtistað samkynhneigðra í Orlandi í júní, sem er mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjana, var það sem ýtti Maríu og Ingileif út í að stofna Hinseginleikann til að stuðla að því að fræða fólk og upplýsa. Því þótt réttindi hinsegin fólks séu langt komin á Íslandi vantar enn heilmikið upp á skilning og meðvitund, að sögn Maríu Rutar. „Sérstaklega þegar kemur að transfólki og intersex fólki, réttindabarátta samkynhneigðra er kannski komin á góðan stað en það eru alveg klárlega hlutir sem snúa að þessum hópum sem eru ekki í lagi á Íslandi í dag.“ Hinseginleikinn er öllum opinn og áhugasamir geta fylgst með á Snapchat.
Hinsegin Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira