Heimir Hallgrímsson annar landsliðsþjálfara Íslands hrósaði yngri flokka starfi og starfinu í félögunum heima á Íslandi í hástert þegar hann var spurður út í ástæðu þess hve vel landsliðið hefði náð, og hverju það væri að þakka.
„Ef einhver ætti að fá hrós á íslandi eru það yngri flokka þjálfararnir,“ sagði Heimir á fundi með blaðamönnum á Stade de France í dag.
Hann sagðist telja að um hundrað íslenskir leikmenn væru að spila knattspyrnu á erlendri grundu og það mætti þakka starfinu heima á Íslandi, félögunum og þjálfurum ungu kynslóðarinnar.
Heimir sagðist hins vegar ætla að bíða með uppgjör á árangri Íslands í einhvern tíma því hann væri einbeittur að því að sigra Frakkland.
Yngri flokka þjálfararnir á Íslandi eiga hrósið skilið
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið






Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi
Íslenski boltinn




Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls
Körfubolti