Sendiherra Íslands í Frakklandi: „Að sjá núna óttann sem þarna ríkir er ólýsanlegt“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júlí 2016 13:15 Berglind Ásgeirsdóttir er sendiherra Íslands í Frakklandi. vísir Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra Íslands í Frakklandi segir að gleðidagurinn 14. júlí, þjóðhátíðardagur Frakka, hafi breyst í sorgardag í einu vetfangi þegar maður keyrði vörubíl inn í mannfjölda í miðborg Nice í gærkvöldi. Fólk var þar samankomið til þess að halda upp á Bastilludaginn. „Fólk er hálf lamað af sorg. Ég held að líka að það sem fái enn meira á fólk sé að það eru börn á meðal látinna og það er talað um að það séu yfir 50 börn á sjúkrahúsi,“ segir Berglind en rætt var við hana í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar.Sjá einnig: Allt um ódæðið í Nice Árásin í Nice sé þriðja hryðjuverkaárásin í Frakklandi á einu og hálfu ári. Ellefu létust í hryðjuverkaárás á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París í janúar í fyrra og þá létust 130 í hryðjuverkaárásum í París í nóvember síðastliðnum.Víða í Evrópu sem fólk upplifir hryðjuverkaógn Berglind segir enga sérstaka skýringu vera á því að Frakkar verði meira fyrir barðinu á hryðjuverkamönnum en aðrar Evrópuþjóðir. „Þetta er náttúrulega víða í Evrópu sem fólk upplifir hryðjuverkaógn. Nú hefur verið aukið eftirlit mjög víða og í gær til að mynda þá tók ég eftir því að það voru 11.500 lögreglumenn við störf í París einmitt til að tryggja öryggi.“ Aflétta átti sérstökum neyðarlögum vegna hryðjuverkaógnar í Frakklandi síðar í mánuðinum en þau verða nú í gildi í að minnsta kosti þrjá mánuði í viðbót. Berglind segir að þau skerði frelsi fólks en um leið sé verið að tryggja öryggi. Aðspurð hvort hún haldi að árásin hafi áhrif á stjórnmálalífið í Frakklandi, til dæmis hvað varðar uppgang hægri öfgaflokka segir hún að svo geti verið.Hafi þau áhrif að fólk fari varlegar „En ég held að fyrst og fremst hafi þetta þau áhrif að fólk fari varlegar. Það forðast almenningssamgöngur, það vill síður láta börnin sín vera úti að leika. Þetta voru viðbrögðin við hryðjuverkunum í fyrra en svo jafnar fólk sig svo það er alveg ómögulegt að segja hvaða afleiðingar þetta hefur,“ segir Berglind. Hún bendir jafnframt á að þetta gerist í Nice sem sé mikil ferðamannaborg en milljónir ferðamanna koma árlega til borgarinnar. „Það er staðreynd að það komu mun færri ferðamenn til Parísar í kjölfar hryðjuverkanna en ég held að Suður-Frakkland hafi áfram notið mikilla vinsælda en nú er fólk skelfingu lostið þar. Það eru auðvitað margir Íslendingar núna sem voru í Nice fyrir hálfum mánuði í tengslum við knattspyrnuna sem hafa gengið þessa götu og séð hversu stórkostlegur staður þetta er og að sjá núna óttann sem þarna ríkir er ólýsanlegt.“ Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Sjónarvottar í Nice lýsa árásinni: „Við heyrðum hljóðið þegar trukkurinn keyrði á fólkið“ Maciej Czarnecki er við tungumálanám í Nice. Hann sá þegar trukkurinn keyrði inn í mannfjöldann í miðborginni á miklum hraða í gærkvöldi en að minnsta kosti 84 létust í árásinni. 15. júlí 2016 10:43 Íslendingur í Nice: „Þetta er allt mjög óraunverulegt“ Aníta Ýr Pétursdóttir segir fólk reyni að láta lífið ganga sinn vanagang eins og unnt er. 15. júlí 2016 12:16 Utanríkisráðherra segir brýnt að draga ekki ályktanir fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir Neyðarvakt utanríkisþjónustunnar hefur verið að störfum í alla nótt vegna voðaverkanna í Nice. 15. júlí 2016 08:31 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra Íslands í Frakklandi segir að gleðidagurinn 14. júlí, þjóðhátíðardagur Frakka, hafi breyst í sorgardag í einu vetfangi þegar maður keyrði vörubíl inn í mannfjölda í miðborg Nice í gærkvöldi. Fólk var þar samankomið til þess að halda upp á Bastilludaginn. „Fólk er hálf lamað af sorg. Ég held að líka að það sem fái enn meira á fólk sé að það eru börn á meðal látinna og það er talað um að það séu yfir 50 börn á sjúkrahúsi,“ segir Berglind en rætt var við hana í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar.Sjá einnig: Allt um ódæðið í Nice Árásin í Nice sé þriðja hryðjuverkaárásin í Frakklandi á einu og hálfu ári. Ellefu létust í hryðjuverkaárás á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París í janúar í fyrra og þá létust 130 í hryðjuverkaárásum í París í nóvember síðastliðnum.Víða í Evrópu sem fólk upplifir hryðjuverkaógn Berglind segir enga sérstaka skýringu vera á því að Frakkar verði meira fyrir barðinu á hryðjuverkamönnum en aðrar Evrópuþjóðir. „Þetta er náttúrulega víða í Evrópu sem fólk upplifir hryðjuverkaógn. Nú hefur verið aukið eftirlit mjög víða og í gær til að mynda þá tók ég eftir því að það voru 11.500 lögreglumenn við störf í París einmitt til að tryggja öryggi.“ Aflétta átti sérstökum neyðarlögum vegna hryðjuverkaógnar í Frakklandi síðar í mánuðinum en þau verða nú í gildi í að minnsta kosti þrjá mánuði í viðbót. Berglind segir að þau skerði frelsi fólks en um leið sé verið að tryggja öryggi. Aðspurð hvort hún haldi að árásin hafi áhrif á stjórnmálalífið í Frakklandi, til dæmis hvað varðar uppgang hægri öfgaflokka segir hún að svo geti verið.Hafi þau áhrif að fólk fari varlegar „En ég held að fyrst og fremst hafi þetta þau áhrif að fólk fari varlegar. Það forðast almenningssamgöngur, það vill síður láta börnin sín vera úti að leika. Þetta voru viðbrögðin við hryðjuverkunum í fyrra en svo jafnar fólk sig svo það er alveg ómögulegt að segja hvaða afleiðingar þetta hefur,“ segir Berglind. Hún bendir jafnframt á að þetta gerist í Nice sem sé mikil ferðamannaborg en milljónir ferðamanna koma árlega til borgarinnar. „Það er staðreynd að það komu mun færri ferðamenn til Parísar í kjölfar hryðjuverkanna en ég held að Suður-Frakkland hafi áfram notið mikilla vinsælda en nú er fólk skelfingu lostið þar. Það eru auðvitað margir Íslendingar núna sem voru í Nice fyrir hálfum mánuði í tengslum við knattspyrnuna sem hafa gengið þessa götu og séð hversu stórkostlegur staður þetta er og að sjá núna óttann sem þarna ríkir er ólýsanlegt.“
Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Sjónarvottar í Nice lýsa árásinni: „Við heyrðum hljóðið þegar trukkurinn keyrði á fólkið“ Maciej Czarnecki er við tungumálanám í Nice. Hann sá þegar trukkurinn keyrði inn í mannfjöldann í miðborginni á miklum hraða í gærkvöldi en að minnsta kosti 84 létust í árásinni. 15. júlí 2016 10:43 Íslendingur í Nice: „Þetta er allt mjög óraunverulegt“ Aníta Ýr Pétursdóttir segir fólk reyni að láta lífið ganga sinn vanagang eins og unnt er. 15. júlí 2016 12:16 Utanríkisráðherra segir brýnt að draga ekki ályktanir fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir Neyðarvakt utanríkisþjónustunnar hefur verið að störfum í alla nótt vegna voðaverkanna í Nice. 15. júlí 2016 08:31 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Sjónarvottar í Nice lýsa árásinni: „Við heyrðum hljóðið þegar trukkurinn keyrði á fólkið“ Maciej Czarnecki er við tungumálanám í Nice. Hann sá þegar trukkurinn keyrði inn í mannfjöldann í miðborginni á miklum hraða í gærkvöldi en að minnsta kosti 84 létust í árásinni. 15. júlí 2016 10:43
Íslendingur í Nice: „Þetta er allt mjög óraunverulegt“ Aníta Ýr Pétursdóttir segir fólk reyni að láta lífið ganga sinn vanagang eins og unnt er. 15. júlí 2016 12:16
Utanríkisráðherra segir brýnt að draga ekki ályktanir fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir Neyðarvakt utanríkisþjónustunnar hefur verið að störfum í alla nótt vegna voðaverkanna í Nice. 15. júlí 2016 08:31