„Hálendið getur ekki tekið á móti fleiri ferðamönnum“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. júlí 2016 19:30 „Hálendi Íslands getur ekki tekið á meiri fjölda eins og staðan er í dag,“ segir framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands sem kallar eftir meiri uppbyggingu á innviðum í ferðaþjónustu á hálendinu. Sjötíu prósent þeirra gesta sem ganga Laugaveginn á milli Landmannalauga og Þórmerkur nú í sumar eru erlendir ferðamenn en mikil aukning hefur orðið í ferðum þeirra á hálendinu. „Við erum með hátt í tíu þúsund sem eru að ganga Laugaveginn. Það eru að koma um hundrað þúsund ferðamenn inn í Landmannalaugar. Það eru sextíu þúsund ferðamenn í Þórsmörk. Þannig að þetta er gríðarlega mikill fjöldi og mikil umferð,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.En hvernig er markaðssetningu á hálendi Íslands háttað?„Ég held að það sé því miður og mikið þannig að allir séu bara velkomnir til Íslands og hér megi nánast gera hvað sem er og að hér ríki fullkomið frelsi. Við ættum að vera með skýrari skilaboð um að það sé einhver regla á hlutunum hjá okkur,“ segir Páll. Páll telur að ferðaiðnaðurinn og náttúran á hálendinu ráði ekki við meiri fjölda en nú er og telur að stýra þurfi umferðinni á svæðinu. „Það væri best með því að til dæmis að því að við erum að tala um Laugaveginn. Komnir tíu þúsund ferðamenn á Laugaveginn að stýra þeim fjölda sem fer inn á leiðina í hverjum degi. Við þurfum fyrst og fremst að taka ákvörðun um einhverja eina leið og hejast handa,“ segir Páll.Er þörf á framkvæmdum á svæðinu?„Nú er komin þörf á stórtækari framkvæmdum á svæðinu og á stærri svæðum þar sem verða jarðvegsskipti eða göngustígurinn er styrktur með afgerandi hætti. Það þarf klárlega að bæta eftirlitið og fjölga landvörðum og setja meiri peninga í það verkefni allt saman. En fjöldinn er bara orðinn það mikill að við verðum að bregðast hraðar við,“ segir Páll.Hversu mikinn ágang þolir hálendi Íslands? „Miðað við eins og við erum að gera þetta í dag þá erum við komin að þeim hámörkum í þeim fjölda sem við ráðum við í dag. En ef við myndum taka í taumana og stýra þessu meira og betur þá ráðum við betur við meiri fjölda.“ segir Pétur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
„Hálendi Íslands getur ekki tekið á meiri fjölda eins og staðan er í dag,“ segir framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands sem kallar eftir meiri uppbyggingu á innviðum í ferðaþjónustu á hálendinu. Sjötíu prósent þeirra gesta sem ganga Laugaveginn á milli Landmannalauga og Þórmerkur nú í sumar eru erlendir ferðamenn en mikil aukning hefur orðið í ferðum þeirra á hálendinu. „Við erum með hátt í tíu þúsund sem eru að ganga Laugaveginn. Það eru að koma um hundrað þúsund ferðamenn inn í Landmannalaugar. Það eru sextíu þúsund ferðamenn í Þórsmörk. Þannig að þetta er gríðarlega mikill fjöldi og mikil umferð,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.En hvernig er markaðssetningu á hálendi Íslands háttað?„Ég held að það sé því miður og mikið þannig að allir séu bara velkomnir til Íslands og hér megi nánast gera hvað sem er og að hér ríki fullkomið frelsi. Við ættum að vera með skýrari skilaboð um að það sé einhver regla á hlutunum hjá okkur,“ segir Páll. Páll telur að ferðaiðnaðurinn og náttúran á hálendinu ráði ekki við meiri fjölda en nú er og telur að stýra þurfi umferðinni á svæðinu. „Það væri best með því að til dæmis að því að við erum að tala um Laugaveginn. Komnir tíu þúsund ferðamenn á Laugaveginn að stýra þeim fjölda sem fer inn á leiðina í hverjum degi. Við þurfum fyrst og fremst að taka ákvörðun um einhverja eina leið og hejast handa,“ segir Páll.Er þörf á framkvæmdum á svæðinu?„Nú er komin þörf á stórtækari framkvæmdum á svæðinu og á stærri svæðum þar sem verða jarðvegsskipti eða göngustígurinn er styrktur með afgerandi hætti. Það þarf klárlega að bæta eftirlitið og fjölga landvörðum og setja meiri peninga í það verkefni allt saman. En fjöldinn er bara orðinn það mikill að við verðum að bregðast hraðar við,“ segir Páll.Hversu mikinn ágang þolir hálendi Íslands? „Miðað við eins og við erum að gera þetta í dag þá erum við komin að þeim hámörkum í þeim fjölda sem við ráðum við í dag. En ef við myndum taka í taumana og stýra þessu meira og betur þá ráðum við betur við meiri fjölda.“ segir Pétur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira