Flutningar forsetans: Þúsundir skjala, búslóðin í Mosfellsbæ og frjálslegra tal Ásgeir Erlendsson skrifar 29. júlí 2016 19:00 Forseti Íslands hefur á síðustu dögum sínum í embætti sent þúsundir skjala til Þjóðskalasafnsins sem hann telur eðlilegt að fræðimenn og almenningur hafi aðgang að fyrr en venja er með slík skjöl. Ásgeir Erlendsson hitti forsetann við Bessastaði í dag þegar aðeins rúmir tveir sólarhringar eru eftir af tuttugu ára embættistíð hans. Ólafur Ragnar Grímsson, var settur í embætti forseta Íslands fimmtudaginn fyrsta ágúst 1996. Undanfarin tuttugu ár hafa verið viðburðarík en nú stendur Ólafur Ragnar á tímamótum enda einungis rúmir tveir sólarhringar eftir af embættistíð hans. „Það er gleði í mínum huga að skilja við Bessastaði á tímum þar sem samfélagið er vel statt.“ Hann segir eitt það skemmtilegasta undanfarin tuttugu ár sem forseta að finna fyrir þeirri miklu virðingu sem borin er fyrir Íslendingum og hversu mikið íslenska þjóðin hefur fram að færa. Margt hafi einnig verið erfitt. „Glíman við veikindi Guðrúnar Katrínar og svo andlát hennar. Sá erfiði persónulegi tími. Þó það hafi ekki verið þannig að forsetinn hafi verið að bera sína sorg á torg. “ Hann segist ekki hafa átt von á því árið 1996 að valdasetan yrði jafn löng og raun ber vitni. Hann segist ekki telja að setja eigi hömlur á fjölda kjörtímabila forseta. „Ég tel ekki að við höfum orðið fyrir einhverju tjóni á þeim áratugum lýðveldisins að það sé ástæða til að breyta þessu. Ef menn vilja setja takmörk á setu forseta þá á að gera það líka gagnvart þeim sem sitja á alþingi eða ráðherrum.“ Ólafur Ragnar er þegar fluttur af Bessastöðum en síðustu dagar hafa verið annasamir. Hann hefur komið sér fyrir á heimili sínu í Mosfellsbæ og einnig unnið að því að flytja rúmlega hundrað kassa af skjölum um ráðherra og forsetatíð sína á Þjóðskjalasafnið. „Ég er þeirrar skoðunar að menn í minni stöðu eigi að veita aðgang að sögunni og sínum þætti miklu fyrr en tíðkast hefur hér á Íslandi. Menn geta þá skoðað allskonar útgáfur af ákvörðunum mínum og frásagnir mínar af ýmsu því sem hér hefur gerst.“ Hann hlakkar til þess frelsis sem skapast þegar hann lætur af embætti á miðnætti á sunnudag. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Undirbúningur fyrir embættistöku Guðna Th. í fullum gangi Fjölmargir koma að undirbúningi við embættistöku forseta Íslands. 25. júlí 2016 19:15 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Forseti Íslands hefur á síðustu dögum sínum í embætti sent þúsundir skjala til Þjóðskalasafnsins sem hann telur eðlilegt að fræðimenn og almenningur hafi aðgang að fyrr en venja er með slík skjöl. Ásgeir Erlendsson hitti forsetann við Bessastaði í dag þegar aðeins rúmir tveir sólarhringar eru eftir af tuttugu ára embættistíð hans. Ólafur Ragnar Grímsson, var settur í embætti forseta Íslands fimmtudaginn fyrsta ágúst 1996. Undanfarin tuttugu ár hafa verið viðburðarík en nú stendur Ólafur Ragnar á tímamótum enda einungis rúmir tveir sólarhringar eftir af embættistíð hans. „Það er gleði í mínum huga að skilja við Bessastaði á tímum þar sem samfélagið er vel statt.“ Hann segir eitt það skemmtilegasta undanfarin tuttugu ár sem forseta að finna fyrir þeirri miklu virðingu sem borin er fyrir Íslendingum og hversu mikið íslenska þjóðin hefur fram að færa. Margt hafi einnig verið erfitt. „Glíman við veikindi Guðrúnar Katrínar og svo andlát hennar. Sá erfiði persónulegi tími. Þó það hafi ekki verið þannig að forsetinn hafi verið að bera sína sorg á torg. “ Hann segist ekki hafa átt von á því árið 1996 að valdasetan yrði jafn löng og raun ber vitni. Hann segist ekki telja að setja eigi hömlur á fjölda kjörtímabila forseta. „Ég tel ekki að við höfum orðið fyrir einhverju tjóni á þeim áratugum lýðveldisins að það sé ástæða til að breyta þessu. Ef menn vilja setja takmörk á setu forseta þá á að gera það líka gagnvart þeim sem sitja á alþingi eða ráðherrum.“ Ólafur Ragnar er þegar fluttur af Bessastöðum en síðustu dagar hafa verið annasamir. Hann hefur komið sér fyrir á heimili sínu í Mosfellsbæ og einnig unnið að því að flytja rúmlega hundrað kassa af skjölum um ráðherra og forsetatíð sína á Þjóðskjalasafnið. „Ég er þeirrar skoðunar að menn í minni stöðu eigi að veita aðgang að sögunni og sínum þætti miklu fyrr en tíðkast hefur hér á Íslandi. Menn geta þá skoðað allskonar útgáfur af ákvörðunum mínum og frásagnir mínar af ýmsu því sem hér hefur gerst.“ Hann hlakkar til þess frelsis sem skapast þegar hann lætur af embætti á miðnætti á sunnudag.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Undirbúningur fyrir embættistöku Guðna Th. í fullum gangi Fjölmargir koma að undirbúningi við embættistöku forseta Íslands. 25. júlí 2016 19:15 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Undirbúningur fyrir embættistöku Guðna Th. í fullum gangi Fjölmargir koma að undirbúningi við embættistöku forseta Íslands. 25. júlí 2016 19:15
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent