Rafvæðing Reykjanesskagans og framtíðarásýnd Örn Þorvaldsson skrifar 28. júlí 2016 06:00 Þann 27. apríl sl. svaraði Landsnet (LN) grein minni, sem birtist í Fréttablaðinu þ. 21. apríl. Umræðan snýst um val á milli 220kV loftlínu eða jarðstrengs (132 eða 220kV), hver hin raunverulega þörf sé fyrir aukinn raforkuflutning til Reykjanesskagans. Fullyrðingar Landsnets LN fullyrðir að Suðurnesjalína-1 (SN1) 132kV sé fulllestuð, og að þörf sé á varalínu Suðurnesjalínu-2 (SN2) 220kV. Svar undirritaðs Í dag er Suðurnesjalína-1 hálflestuð. Með tilkomu væntanlegrar stóriðju í Helguvík 2018 mun álag á Suðurnesjalínu-1 verða 0-10 MW, það minnsta í 25 ár. Suðurnesjalína-2 sem 220KV lína er því óþörf! Sem dæmi: Höfuðborgarsvæðið tekur 270MW og er rekið á 132kV spennu – Reykjanesið tekur 40MW og eftir komu Torsil og United Silikon mun það, taka 150MW og gæti því einnig verið rekið á 132kV. Stækkun raforkukerfisins á Reykjanesi, með 132kV jarðstrengjum, samkvæmt valkostum 1-2 hér að neðan, eru nauðsynleg strax. Valkostur 3 (einnig 132kV jarðstrengur) væri raunhæfur eftir 20 ár, en komi fyrirtækin Torsil og United Silikon í Helguvík, verður hans ekki þörf fyrr en eftir 40-50 ár. Nýtanleg orka á Reykjanesi Svæðið milli Svartsengis og Reykjanesvirkjunar er eitt gufuorkukerfi – viðhaldsgufu vantar í Svartsengi, og ekki er til næg gufa fyrir þriðju vélina í Reykjanesvirkjun (sjá grein Gunnlaugs H. Jónssonar í Vísi 13. ágúst 2015 „Rammaáætlun út af sporinu“). Valkostir 1-3 Í valkostum 1-3 er gert ráð fyrir að raforkukerfi Reykjaness verði áfram 132kV, og raforkan verði flutt um jarðstrengi. Núverandi línur Landsnets á Reykjanesi (bláar), áætlaðar línur (grænar) og jarðstrengir sem lagðir eru til í valkostum 1-3 (dökkrauðir). Tengivirki á myndinni eru Fitjar (FIT), Hamranes (HAM), Rauðimelur (RAU), Stakkur (STA), Reykjanesvirkjun (REY) og Svartsengisvirkjun (SVA). Valkostur 1: Að tvöfalda jarðstreng 132kV milli Fitja og Stakks, 8,5 km og leggja annan milli Rauðamels og Fitja, 5,5 km. Þetta ætti að gera árið 2017. Kostnaður yrði um 700 milljónir, og flokkast undir eðlilega stækkun kerfisins! Valkostur 2: Að stækka jarðstrengstengingu Suðurnesjalínu-1 við Hamranes svo hún geti flutt það sama og línan (SN1), þ.e.a.s. 200 MW, og lengja jarðstrenginn jafnframt í u.þ.b. 5 km, vestur fyrir byggð í Hafnarfirði. Í dag eru flutt rúmlega 100MW eftir Suðurnesjalínu-1 til HAM. Með aukinni raforkunotkun á Reykjanesi verður öll raforkuframleiðsla á svæðinu nýtt í Reykjanesbæ, og flutningur um Suðurnesjalínu-1 verður aðeins um 10 MW frá HAM til FIT. Jarðstrengsstækkunina er hægt að gera með línuna í rekstri, og ætti að gera á árinu 2019, þegar álagið orðið lítið. Snjalllausnir, aukið eftirlit og reglulegt viðhald dregur úr þörf fyrir nýbyggingar. Kostnaður yrði um 250 milljónir, og flokkast undir nauðsynlegt viðhald! Valkostur 3: Að leggja SN2 sem 132kV jarðstreng með 180 MW flutningsgetu, meðfram núverandi línuvegi SN1, og með Stapafellsvegi til RAU. Lengd hans yrði 28 km. Miðað við fyrirsjáanlega þróun raforkukerfisins á Reykjanesi, verður engin þörf fyrir nýja línu (SN2) næstu 40-50 árin. Þá yrði ljósara, hvort leggja ætti hana til RAU eða FIT. Að leggja SN2 sem jarðstreng hefði marga kosti, þar á meðal betri endingu, því að hún yrði rekin á litlu álagi. Kostnaður við SN2 yrði u.þ.b. 1,25 milljarðar, og flokkast undir óþarfa sóun yrði það gert í dag! Fyrirætluð stækkun LN: Suðurnesjalína-2, 220kV og stækkun alls kerfisins í 220kV. Heildarkostnaður um 3 milljarðar. LN áætlar að reka SN2 á 132kV í fyrstu, sem gæti orðið út líftíma hennar, þ.e. 70 ár! Framkvæmdin er fráleit! Hér hefur verið lýst tveim kostum við rafvæðingu Suðurnesja, þ.e. 132kV jarðstrengjum (valkostir 1-3) eða 220kV háspennulínu (fyrirætlun LN). Kostnaðurinn er gjörólíkur. Fjárhagslegur sparnaður samkvæmt valkostum 1-3 yrði u.þ.b. tveir milljarðar króna, samanborið við fyrirætlun LN! Nýr hæstaréttardómur átelur að ekki hafi verið nægilega skoðaðir allir valkostir, s.s. jarðstrengur, varðandi fullnægjandi rekstur raforkukerfisins á Reykjanesi og ber því að mínu áliti að skoða framlagða valkosti 1-3! Auk fjárhagslegra og skipulagslegra raka gegn Suðurnesjalínu-2, 220kV, fæli hún í sér gífurleg náttúruspjöll á Reykjanesskaganum, eyðileggingu sem er með öllu ónauðsynleg og yrði ekki aftur tekin á þessari öld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjalína 2 Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Þann 27. apríl sl. svaraði Landsnet (LN) grein minni, sem birtist í Fréttablaðinu þ. 21. apríl. Umræðan snýst um val á milli 220kV loftlínu eða jarðstrengs (132 eða 220kV), hver hin raunverulega þörf sé fyrir aukinn raforkuflutning til Reykjanesskagans. Fullyrðingar Landsnets LN fullyrðir að Suðurnesjalína-1 (SN1) 132kV sé fulllestuð, og að þörf sé á varalínu Suðurnesjalínu-2 (SN2) 220kV. Svar undirritaðs Í dag er Suðurnesjalína-1 hálflestuð. Með tilkomu væntanlegrar stóriðju í Helguvík 2018 mun álag á Suðurnesjalínu-1 verða 0-10 MW, það minnsta í 25 ár. Suðurnesjalína-2 sem 220KV lína er því óþörf! Sem dæmi: Höfuðborgarsvæðið tekur 270MW og er rekið á 132kV spennu – Reykjanesið tekur 40MW og eftir komu Torsil og United Silikon mun það, taka 150MW og gæti því einnig verið rekið á 132kV. Stækkun raforkukerfisins á Reykjanesi, með 132kV jarðstrengjum, samkvæmt valkostum 1-2 hér að neðan, eru nauðsynleg strax. Valkostur 3 (einnig 132kV jarðstrengur) væri raunhæfur eftir 20 ár, en komi fyrirtækin Torsil og United Silikon í Helguvík, verður hans ekki þörf fyrr en eftir 40-50 ár. Nýtanleg orka á Reykjanesi Svæðið milli Svartsengis og Reykjanesvirkjunar er eitt gufuorkukerfi – viðhaldsgufu vantar í Svartsengi, og ekki er til næg gufa fyrir þriðju vélina í Reykjanesvirkjun (sjá grein Gunnlaugs H. Jónssonar í Vísi 13. ágúst 2015 „Rammaáætlun út af sporinu“). Valkostir 1-3 Í valkostum 1-3 er gert ráð fyrir að raforkukerfi Reykjaness verði áfram 132kV, og raforkan verði flutt um jarðstrengi. Núverandi línur Landsnets á Reykjanesi (bláar), áætlaðar línur (grænar) og jarðstrengir sem lagðir eru til í valkostum 1-3 (dökkrauðir). Tengivirki á myndinni eru Fitjar (FIT), Hamranes (HAM), Rauðimelur (RAU), Stakkur (STA), Reykjanesvirkjun (REY) og Svartsengisvirkjun (SVA). Valkostur 1: Að tvöfalda jarðstreng 132kV milli Fitja og Stakks, 8,5 km og leggja annan milli Rauðamels og Fitja, 5,5 km. Þetta ætti að gera árið 2017. Kostnaður yrði um 700 milljónir, og flokkast undir eðlilega stækkun kerfisins! Valkostur 2: Að stækka jarðstrengstengingu Suðurnesjalínu-1 við Hamranes svo hún geti flutt það sama og línan (SN1), þ.e.a.s. 200 MW, og lengja jarðstrenginn jafnframt í u.þ.b. 5 km, vestur fyrir byggð í Hafnarfirði. Í dag eru flutt rúmlega 100MW eftir Suðurnesjalínu-1 til HAM. Með aukinni raforkunotkun á Reykjanesi verður öll raforkuframleiðsla á svæðinu nýtt í Reykjanesbæ, og flutningur um Suðurnesjalínu-1 verður aðeins um 10 MW frá HAM til FIT. Jarðstrengsstækkunina er hægt að gera með línuna í rekstri, og ætti að gera á árinu 2019, þegar álagið orðið lítið. Snjalllausnir, aukið eftirlit og reglulegt viðhald dregur úr þörf fyrir nýbyggingar. Kostnaður yrði um 250 milljónir, og flokkast undir nauðsynlegt viðhald! Valkostur 3: Að leggja SN2 sem 132kV jarðstreng með 180 MW flutningsgetu, meðfram núverandi línuvegi SN1, og með Stapafellsvegi til RAU. Lengd hans yrði 28 km. Miðað við fyrirsjáanlega þróun raforkukerfisins á Reykjanesi, verður engin þörf fyrir nýja línu (SN2) næstu 40-50 árin. Þá yrði ljósara, hvort leggja ætti hana til RAU eða FIT. Að leggja SN2 sem jarðstreng hefði marga kosti, þar á meðal betri endingu, því að hún yrði rekin á litlu álagi. Kostnaður við SN2 yrði u.þ.b. 1,25 milljarðar, og flokkast undir óþarfa sóun yrði það gert í dag! Fyrirætluð stækkun LN: Suðurnesjalína-2, 220kV og stækkun alls kerfisins í 220kV. Heildarkostnaður um 3 milljarðar. LN áætlar að reka SN2 á 132kV í fyrstu, sem gæti orðið út líftíma hennar, þ.e. 70 ár! Framkvæmdin er fráleit! Hér hefur verið lýst tveim kostum við rafvæðingu Suðurnesja, þ.e. 132kV jarðstrengjum (valkostir 1-3) eða 220kV háspennulínu (fyrirætlun LN). Kostnaðurinn er gjörólíkur. Fjárhagslegur sparnaður samkvæmt valkostum 1-3 yrði u.þ.b. tveir milljarðar króna, samanborið við fyrirætlun LN! Nýr hæstaréttardómur átelur að ekki hafi verið nægilega skoðaðir allir valkostir, s.s. jarðstrengur, varðandi fullnægjandi rekstur raforkukerfisins á Reykjanesi og ber því að mínu áliti að skoða framlagða valkosti 1-3! Auk fjárhagslegra og skipulagslegra raka gegn Suðurnesjalínu-2, 220kV, fæli hún í sér gífurleg náttúruspjöll á Reykjanesskaganum, eyðileggingu sem er með öllu ónauðsynleg og yrði ekki aftur tekin á þessari öld.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun