Evran ekki verið ódýrari síðan 2008 Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. júlí 2016 08:45 Stór hluti utanríkisviðskipta Íslendinga er við ríki sem nota evru sem gjaldmiðil. NordicPhotos/Getty Gengi evru gagnvart krónu hefur verið undir 135 síðustu þrjá daga og hefur ekki verið lægra síðan í september árið 2008, eða í tæp átta ár. Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka, segir skýringuna helst vera þá að evran hafi lækkað vegna óróleika á evrópskum mörkuðum, meðal annars vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um úrsögn Breta úr ESB og tilraunar til valdaráns í Tyrklandi. Þá hafi krónan einfaldlega styrkst undanfarið af völdum gjaldeyrisinnflæðis vegna erlendra ferðamanna. Sem dæmi jókst erlend kortavelta um 40 prósent í júní frá sama mánuði í fyrra. Erna segir áhrif af lækkun á gengi evrunnar meðal annars geta komið fram í utanríkisviðskiptum. Samkvæmt tölum Hagstofunnar var hlutdeild evru í vöruútflutningi 27 prósent á síðasta ári og 36 prósent í innflutningi. „Þannig að maður getur líklega séð meiri innflutning frá evrulöndunum og svo getur þetta dregið úr útflutningi þegar evran veikist svona.“ Erna segir vandasamt að spá fyrir um framtíðina, en hún muni meðal annars ráðast af viðbrögðum Seðlabanka Íslands. Losun hafta gæti haft í för með sér útstreymi gjaldeyris sem myndi vega á móti styrkingu krónunnar. Þá sé spurning hvort Seðlabankinn muni grípa mikið inn í gjaldeyrismarkaðinn til þess að halda gengi krónunnar stöðugu gagnvart evrunni, eins og gert hefur verið hingað til. Erna bendir á að ef krónan heldur áfram að styrkjast haldist verðbólgan áfram í skefjum. Björgólfur Jóhannsson stýrir stærsta ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi, Icelandair Group. Hann segist ekki vera farinn að sjá að gengisþróun hafi áhrif á komu ferðamanna til Íslands. „En það er hins vegar ljóst að svona getur haft áhrif. Það er bara þannig.“ Það sé töluvert dýrara að koma hingað, einkum fyrir Breta. „En síðan er gengi krónunnar orðið áhyggjuefni fyrir útflutningsvegina,“ segir Björgólfur. Það sé umhugsunarefni hvort Seðlabankinn ætli að halda áfram hávaxtastefnu sinni með innflæði peninga sem útflutningsatvinnuvegirnir finni fyrir. „Þetta kemur einhvers staðar niður, hvort sem það er útgerð, ferðamennska eða hvað annað.“ Björgólfur segir ekki útilokað að fyrirtækið þurfi að bregðast við þróun á gjaldeyrismörkuðum með breyttri markaðssetningu. „Það getur alveg komið til þess en það er svolítið snemmt að segja til um það,“ segir hann. Enn sé verið að vinna úr málum tengdum Brexit. Það liggi þó fyrir að Bretland sé stór markaður, bæði fyrir ferðaþjónustu og sjávarútveginn. Brexit Mest lesið Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Gengi evru gagnvart krónu hefur verið undir 135 síðustu þrjá daga og hefur ekki verið lægra síðan í september árið 2008, eða í tæp átta ár. Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka, segir skýringuna helst vera þá að evran hafi lækkað vegna óróleika á evrópskum mörkuðum, meðal annars vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um úrsögn Breta úr ESB og tilraunar til valdaráns í Tyrklandi. Þá hafi krónan einfaldlega styrkst undanfarið af völdum gjaldeyrisinnflæðis vegna erlendra ferðamanna. Sem dæmi jókst erlend kortavelta um 40 prósent í júní frá sama mánuði í fyrra. Erna segir áhrif af lækkun á gengi evrunnar meðal annars geta komið fram í utanríkisviðskiptum. Samkvæmt tölum Hagstofunnar var hlutdeild evru í vöruútflutningi 27 prósent á síðasta ári og 36 prósent í innflutningi. „Þannig að maður getur líklega séð meiri innflutning frá evrulöndunum og svo getur þetta dregið úr útflutningi þegar evran veikist svona.“ Erna segir vandasamt að spá fyrir um framtíðina, en hún muni meðal annars ráðast af viðbrögðum Seðlabanka Íslands. Losun hafta gæti haft í för með sér útstreymi gjaldeyris sem myndi vega á móti styrkingu krónunnar. Þá sé spurning hvort Seðlabankinn muni grípa mikið inn í gjaldeyrismarkaðinn til þess að halda gengi krónunnar stöðugu gagnvart evrunni, eins og gert hefur verið hingað til. Erna bendir á að ef krónan heldur áfram að styrkjast haldist verðbólgan áfram í skefjum. Björgólfur Jóhannsson stýrir stærsta ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi, Icelandair Group. Hann segist ekki vera farinn að sjá að gengisþróun hafi áhrif á komu ferðamanna til Íslands. „En það er hins vegar ljóst að svona getur haft áhrif. Það er bara þannig.“ Það sé töluvert dýrara að koma hingað, einkum fyrir Breta. „En síðan er gengi krónunnar orðið áhyggjuefni fyrir útflutningsvegina,“ segir Björgólfur. Það sé umhugsunarefni hvort Seðlabankinn ætli að halda áfram hávaxtastefnu sinni með innflæði peninga sem útflutningsatvinnuvegirnir finni fyrir. „Þetta kemur einhvers staðar niður, hvort sem það er útgerð, ferðamennska eða hvað annað.“ Björgólfur segir ekki útilokað að fyrirtækið þurfi að bregðast við þróun á gjaldeyrismörkuðum með breyttri markaðssetningu. „Það getur alveg komið til þess en það er svolítið snemmt að segja til um það,“ segir hann. Enn sé verið að vinna úr málum tengdum Brexit. Það liggi þó fyrir að Bretland sé stór markaður, bæði fyrir ferðaþjónustu og sjávarútveginn.
Brexit Mest lesið Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira