Flokksvélarnar ræstar eftir sumarfrí Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 8. ágúst 2016 07:00 „Mér þykir það ekki boðlegt að við förum af stað í þessa vinnu án þess að vita hvenær þingið eigi að klárast,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar ætla að funda áður en Alþingi kemur saman til að ræða hvernig megi knýja fram dagsetningu Alþingiskosninga. „Nú er Sigurður Ingi að tala um það að koma fram með frumvarp um hlutfallslegt afnám verðtryggingar og eitthvað álíka. Ef þú ert að bæta svona stórum málum ofan á það sem fyrir er þá erum við að tala um þing minnst til áramóta og þá þarf að afgreiða fjárlög,“ segir Birgitta. „Þetta er allt saman mjög skrítið og það eru alltaf að koma einhverjar nýjar vendingar.“Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar segir að þingstörfin geti ekki gengið eðlilega fyrir sig nema að dagsetning kosninga liggi fyrir.Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir dónaskap við þingið og þjóðina að ekki sé búið að ákveða dagsetningu þingkosninga. „Ég held að þingstörfin geti ekki gengið eðlilega fyrr en kjördagur er kominn. Það er ekki þannig að það sé bara stjórnarandstaðan sem þolir ekki þessa óvissu í landinu, fólkið vill fá að vita þetta. Það eru fleiri með plön en bara stjórnmálaflokkarnir,“ segir Oddný. Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn byrjaðan að stilla upp listum en að skortur á dagsetningu Alþingiskosninga reynist uppstillingarstarfinu erfitt. „Maður finnur fyrir því að það er ekkert sérlega gaman að biðja fólk um að gefa kost á sér í kosningum sem þau vita ekki hvort verða haldnar eða hvenær verða haldnar,“ segir Óttarr. Allir flokkarnir á Alþingi eru farnir að huga að undirbúningi kosninga í haust þrátt fyrir að óvissa sé um dagsetningu þeirra. Stjórnmál Þrátt fyrir þá óvissu með dagsetningu Alþingiskosninga eru allir stjórnmálaflokkarnir byrjaðir að huga að kosningum. Framsóknarflokkurinn er skemmst á veg kominn enda hafa sumir þingmenn hans haft uppi efasemdir um að æskilegt væri að kjósa í haust. Kjördæmasamband flokksins í Reykjavík er það eina sem hefur boðað til kjördæmaþings þar sem valið er á lista flokksins en það verður haldið í lok mánaðar. Kjördæmasamböndin í öðrum kjördæmum funda einnig síðar í mánuðinum til að ákvarða með hvaða hætti valið verði á lista.Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn nýtast við uppstillingar til að forðast óþarfa bræðravíg.Sjálfstæðismenn hafa boðað til prófkjara í öllum kjördæmum að norðausturkjördæmi undanskildu þar sem kjördæmaþing velur á lista. Niðurstaða prófkjara Sjálfstæðisflokksins liggja fyrir í byrjun september. Búið er að kjósa á lista Pírata í norðausturkjördæmi en Einar Brynjólfsson, framhaldsskólakennari, leiðir lista Pírata þar. Þá eru prófkjör í öllum kjördæmum hjá Pírötum og liggja niðurstöður fyrir í ágústmánuði. Á höfuðborgarsvæðinu er fordæmalaus fjöldi frambjóðenda í prófkjöri Pírata en þeir eru yfir 100 talsins. Samfylkingin heldur flokksval í öllum kjördæmum nema suður- og norðausturkjördæmum. Þar mun uppstillingarnefnd stilla upp á lista. Stillt var upp á lista Vinstri Grænna í norðausturkjördæmi, en Steingrímur J. Sigfússon leiðir listann. Þá er stillt upp í Reykjavík og í suðurkjördæmi. Forval verður haldið í norðvesturkjördæmi og enn á eftir að ákvarða hvernig valið er á framboðslista í suðvesturkjördæmi. „Við höfum verið með uppstillingarnefndir að störfum til að koma í veg fyrir þau bræðravíg sem fylgja prófkjörunum,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar en Björt framtíð og Viðreisn nýta uppstillingarnefndir til að velja á sína lista.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 8. ágúst. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Reykjavík Suður Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
„Mér þykir það ekki boðlegt að við förum af stað í þessa vinnu án þess að vita hvenær þingið eigi að klárast,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar ætla að funda áður en Alþingi kemur saman til að ræða hvernig megi knýja fram dagsetningu Alþingiskosninga. „Nú er Sigurður Ingi að tala um það að koma fram með frumvarp um hlutfallslegt afnám verðtryggingar og eitthvað álíka. Ef þú ert að bæta svona stórum málum ofan á það sem fyrir er þá erum við að tala um þing minnst til áramóta og þá þarf að afgreiða fjárlög,“ segir Birgitta. „Þetta er allt saman mjög skrítið og það eru alltaf að koma einhverjar nýjar vendingar.“Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar segir að þingstörfin geti ekki gengið eðlilega fyrir sig nema að dagsetning kosninga liggi fyrir.Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir dónaskap við þingið og þjóðina að ekki sé búið að ákveða dagsetningu þingkosninga. „Ég held að þingstörfin geti ekki gengið eðlilega fyrr en kjördagur er kominn. Það er ekki þannig að það sé bara stjórnarandstaðan sem þolir ekki þessa óvissu í landinu, fólkið vill fá að vita þetta. Það eru fleiri með plön en bara stjórnmálaflokkarnir,“ segir Oddný. Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn byrjaðan að stilla upp listum en að skortur á dagsetningu Alþingiskosninga reynist uppstillingarstarfinu erfitt. „Maður finnur fyrir því að það er ekkert sérlega gaman að biðja fólk um að gefa kost á sér í kosningum sem þau vita ekki hvort verða haldnar eða hvenær verða haldnar,“ segir Óttarr. Allir flokkarnir á Alþingi eru farnir að huga að undirbúningi kosninga í haust þrátt fyrir að óvissa sé um dagsetningu þeirra. Stjórnmál Þrátt fyrir þá óvissu með dagsetningu Alþingiskosninga eru allir stjórnmálaflokkarnir byrjaðir að huga að kosningum. Framsóknarflokkurinn er skemmst á veg kominn enda hafa sumir þingmenn hans haft uppi efasemdir um að æskilegt væri að kjósa í haust. Kjördæmasamband flokksins í Reykjavík er það eina sem hefur boðað til kjördæmaþings þar sem valið er á lista flokksins en það verður haldið í lok mánaðar. Kjördæmasamböndin í öðrum kjördæmum funda einnig síðar í mánuðinum til að ákvarða með hvaða hætti valið verði á lista.Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn nýtast við uppstillingar til að forðast óþarfa bræðravíg.Sjálfstæðismenn hafa boðað til prófkjara í öllum kjördæmum að norðausturkjördæmi undanskildu þar sem kjördæmaþing velur á lista. Niðurstaða prófkjara Sjálfstæðisflokksins liggja fyrir í byrjun september. Búið er að kjósa á lista Pírata í norðausturkjördæmi en Einar Brynjólfsson, framhaldsskólakennari, leiðir lista Pírata þar. Þá eru prófkjör í öllum kjördæmum hjá Pírötum og liggja niðurstöður fyrir í ágústmánuði. Á höfuðborgarsvæðinu er fordæmalaus fjöldi frambjóðenda í prófkjöri Pírata en þeir eru yfir 100 talsins. Samfylkingin heldur flokksval í öllum kjördæmum nema suður- og norðausturkjördæmum. Þar mun uppstillingarnefnd stilla upp á lista. Stillt var upp á lista Vinstri Grænna í norðausturkjördæmi, en Steingrímur J. Sigfússon leiðir listann. Þá er stillt upp í Reykjavík og í suðurkjördæmi. Forval verður haldið í norðvesturkjördæmi og enn á eftir að ákvarða hvernig valið er á framboðslista í suðvesturkjördæmi. „Við höfum verið með uppstillingarnefndir að störfum til að koma í veg fyrir þau bræðravíg sem fylgja prófkjörunum,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar en Björt framtíð og Viðreisn nýta uppstillingarnefndir til að velja á sína lista.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 8. ágúst.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Reykjavík Suður Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent