Lögreglustjóri um bandarísku sundkappana: „Afsökunarbeiðni væri vel þegin“ Birgir Olgeirsson skrifar 18. ágúst 2016 21:07 Ryan Lochte Vísir/EPA Bandarísku sundkapparnir sem héldu því fram að þeir hefðu verið rændir af vopnuðum manni voru ekki fórnarlömb glæps. Þetta hefur fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC eftir lögreglustjóra Rio de Janairo í Brasilíu. Sá heitir Fernandi Veloso en hann greindi frá því á fundi með blaðamönnum rétt í þessu að sundkapparnir hefðu gerst sekir um skemmdarverk á bensínstöð og boðist í kjölfarið til að bæta fyrir það. Þeir borguðu bætur og ætluðu að láta sig hverfa en voru stöðvaðir af vopnuðum öryggisvörðum. Einn af öryggisvörðum dró fram skotvopn þegar einn af sundköppunum hóf að láta ófriðlega. Þrír sundkappanna eru enn í Brasilíu og hafa verið yfirheyrðir af lögreglu. Sá fjórði, gullverðlaunahafinn Ryan Lochte, sneri til Bandaríkjanna á mánudag. Gunnar Bentz og Jack Conger voru sóttir af brasilískum yfirvöldum í flugvél á flugvellinum í Rio de Janeiro, en þeir voru þá á leið til Bandaríkjanna. Þeir voru færðir til yfirheyrslu á lögreglustöð í Rio nú síðdegis. James Feigen var enn í Brasilíu eftir að dómari hafði úrskurðað fjórmenningana í farbann. Heimildarmaður innan lögreglunnar í Rio hafði sagt fréttastofu BBC að sundakapparnir hefðu skáldað sögu um ránið til að reyna að leyna þessari uppákomu á bensínstöðinni. Sundkapparnir, sem hafa ítrekað breytt frásögn sinni, gætu átt yfir höfði sér ákærur fyrir falskan framburð og skemmdarverk. „Við eigum hér við áhrifamikla einstaklinga sem eiga að vita hvernig á að hegða sér,“ sagði Fernando Veloso við blaðamenn. Hann sagði íbúa í Rio hafa sárnað að sjá orðspor borgarinnar dregið í svaðið af sundköppunum. „Afsökunarbeiðni væri vel þegin.“ Lögreglan í Rio segir að síðastliðinn sunnudagsmorgun hefi mennirnir fjórir mætt á bensínstöðina Barra da Tijuca, sem er um sextán kílómetrum frá Ólympíuþorpinu í Rio. Einn þeirra braut hurð á salerni bensínstöðvarinnar að sögn lögreglu og voru þeir beðnir um að bæta fyrir þær skemmdir. Upphófst þá rifrildi og öryggisverðir kallaðir til, ásamt lögreglu. Á meðan lögregla og öryggisverðir voru á leið á vettvang tóku aðrir viðskiptavinir bensínstöðvarinnar að sér hlutverk túlka til að reyna að miðla málum á milli sundakappanna og starfsfólksins. Náðist þá samkomulag um greiðslu vegna skemmdanna. Þegar lögregla kom á vettvang voru sundakapparnir farnir. Myndband úr eftirlitsmyndavél virðist sýna hvernig vopnuðu öryggisverðirnir stöðvuðu för sundakappanna og skipuðu þeim að setjast á götuna. NEW: Surveillance video shows U.S. swimmers at gas station where alleged incident took place https://t.co/i3Jx7ab4DMhttps://t.co/0b05JVhpMy— ABC News (@ABC) August 18, 2016 Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Bandarískir sundmenn stöðvaðir á flugvellinum í Ríó Brasilíska lögreglan stöðvaði bandarísku sundmennina Gunnar Bentz og Jack Conger er þeir ætluðu að stíga upp í flugvél til Bandaríkjanna í nótt. 18. ágúst 2016 10:00 Segja bandarísku sundkappana hafa skáldað frásögnina af ráninu til að fela deilur um skemmdarverk Verða yfirheyrðir í Rio. 18. ágúst 2016 18:04 Lochte og Feigen skipað að halda kyrru fyrir í Ríó Lögreglan finnur engar vísbendingar um að sundkapparnir hafi lent í vopnuðu ráni. 17. ágúst 2016 17:38 Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Sjá meira
Bandarísku sundkapparnir sem héldu því fram að þeir hefðu verið rændir af vopnuðum manni voru ekki fórnarlömb glæps. Þetta hefur fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC eftir lögreglustjóra Rio de Janairo í Brasilíu. Sá heitir Fernandi Veloso en hann greindi frá því á fundi með blaðamönnum rétt í þessu að sundkapparnir hefðu gerst sekir um skemmdarverk á bensínstöð og boðist í kjölfarið til að bæta fyrir það. Þeir borguðu bætur og ætluðu að láta sig hverfa en voru stöðvaðir af vopnuðum öryggisvörðum. Einn af öryggisvörðum dró fram skotvopn þegar einn af sundköppunum hóf að láta ófriðlega. Þrír sundkappanna eru enn í Brasilíu og hafa verið yfirheyrðir af lögreglu. Sá fjórði, gullverðlaunahafinn Ryan Lochte, sneri til Bandaríkjanna á mánudag. Gunnar Bentz og Jack Conger voru sóttir af brasilískum yfirvöldum í flugvél á flugvellinum í Rio de Janeiro, en þeir voru þá á leið til Bandaríkjanna. Þeir voru færðir til yfirheyrslu á lögreglustöð í Rio nú síðdegis. James Feigen var enn í Brasilíu eftir að dómari hafði úrskurðað fjórmenningana í farbann. Heimildarmaður innan lögreglunnar í Rio hafði sagt fréttastofu BBC að sundakapparnir hefðu skáldað sögu um ránið til að reyna að leyna þessari uppákomu á bensínstöðinni. Sundkapparnir, sem hafa ítrekað breytt frásögn sinni, gætu átt yfir höfði sér ákærur fyrir falskan framburð og skemmdarverk. „Við eigum hér við áhrifamikla einstaklinga sem eiga að vita hvernig á að hegða sér,“ sagði Fernando Veloso við blaðamenn. Hann sagði íbúa í Rio hafa sárnað að sjá orðspor borgarinnar dregið í svaðið af sundköppunum. „Afsökunarbeiðni væri vel þegin.“ Lögreglan í Rio segir að síðastliðinn sunnudagsmorgun hefi mennirnir fjórir mætt á bensínstöðina Barra da Tijuca, sem er um sextán kílómetrum frá Ólympíuþorpinu í Rio. Einn þeirra braut hurð á salerni bensínstöðvarinnar að sögn lögreglu og voru þeir beðnir um að bæta fyrir þær skemmdir. Upphófst þá rifrildi og öryggisverðir kallaðir til, ásamt lögreglu. Á meðan lögregla og öryggisverðir voru á leið á vettvang tóku aðrir viðskiptavinir bensínstöðvarinnar að sér hlutverk túlka til að reyna að miðla málum á milli sundakappanna og starfsfólksins. Náðist þá samkomulag um greiðslu vegna skemmdanna. Þegar lögregla kom á vettvang voru sundakapparnir farnir. Myndband úr eftirlitsmyndavél virðist sýna hvernig vopnuðu öryggisverðirnir stöðvuðu för sundakappanna og skipuðu þeim að setjast á götuna. NEW: Surveillance video shows U.S. swimmers at gas station where alleged incident took place https://t.co/i3Jx7ab4DMhttps://t.co/0b05JVhpMy— ABC News (@ABC) August 18, 2016
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Bandarískir sundmenn stöðvaðir á flugvellinum í Ríó Brasilíska lögreglan stöðvaði bandarísku sundmennina Gunnar Bentz og Jack Conger er þeir ætluðu að stíga upp í flugvél til Bandaríkjanna í nótt. 18. ágúst 2016 10:00 Segja bandarísku sundkappana hafa skáldað frásögnina af ráninu til að fela deilur um skemmdarverk Verða yfirheyrðir í Rio. 18. ágúst 2016 18:04 Lochte og Feigen skipað að halda kyrru fyrir í Ríó Lögreglan finnur engar vísbendingar um að sundkapparnir hafi lent í vopnuðu ráni. 17. ágúst 2016 17:38 Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Sjá meira
Bandarískir sundmenn stöðvaðir á flugvellinum í Ríó Brasilíska lögreglan stöðvaði bandarísku sundmennina Gunnar Bentz og Jack Conger er þeir ætluðu að stíga upp í flugvél til Bandaríkjanna í nótt. 18. ágúst 2016 10:00
Segja bandarísku sundkappana hafa skáldað frásögnina af ráninu til að fela deilur um skemmdarverk Verða yfirheyrðir í Rio. 18. ágúst 2016 18:04
Lochte og Feigen skipað að halda kyrru fyrir í Ríó Lögreglan finnur engar vísbendingar um að sundkapparnir hafi lent í vopnuðu ráni. 17. ágúst 2016 17:38