Elda veislumáltíðir fyrir hina fátæku í Ríó úr ólympíuafgöngum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. ágúst 2016 11:29 Massimo Bottura er til hægri. Vísir/Getty Hópur alþjóðlegra kokka hefur tekið sig saman og sett saman veitingastað í grennd við ólympíuþorpið í Ríó þar sem þeir nota mat sem ætlaður er íþróttaköppunum á Ólympíleikunum en verður afgangs eða myndi ella fara til spillis. Markmið kokkanna er að fæða þá sem minna mega sín og líða skort í einni stærstu borg Brasilíu. Ítalski kokkurinn Massimo Bottura fer fyrir hópnum en hann rekur m.a. veitingastaðinn Osteria Francescana í Modena á Ítalíu sem nýverið var valinn heimsins besti veitingastaður. Hann segir að markmið kokkanna sé að framreiða fimm þúsund veislumáltíðir á dag úr matvælum sem færu annars í ruslið eða er ekki hægt að nýta til þess að fæða hina átján þúsund þáttakendur á Ólympíuleikunum.Fjallað er ítarlega um veitingastaðinn á vef Independent og þar kemur fram að kokkarnir taki meðal annars á móti afmynduðum ávöxtum og kartöflum sem annars eru í góðu lagi en eru ekki talin hæfa bestu íþróttamönnum heims. Segir í greininni að Bottura hafi lent í vandræðum strax fyrsta daginn því að í fyrstu sendingunni af matarafgöngum frá ólympíuþorpinu hafi leynst svo mikið af matvælum að ekki var pláss fyrir allt saman á veitingastaðnum.Veitingastaðurinn er í miðbæ Rio de Janiero og segir Bottura að markmiðið sé ekki bara að fæða þá sem þurfi á því að halda heldur einnig að veita þeim mannlega reisn á nýjan leik „Við viljum að fólk labbi hér inn og segi „Vá, er þetta fyrir okkur“. Við viljum að þeir geti upplifað hvernig matur getur verið og við erum búin að upplifa það hér á hverjum degi,“ sagði Bottura í samtali við blaðamann Independent. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi er matreiðslan glæsileg og útkoman girnileg en Bottura og félagi hans, brasilíski kokkurinn David Hertz, gagnrýna skipulagsnefnd Ólympíuleikana og Alþjóðaólympíunefndina fyrir að hafa ekki viljað taka þátt í verkefninu. „Það hafði enginn áhuga á þessu, það var ekkert,“ segir Hertz en það var ekki fyrr en rætt var sérstaklega við fyrirtækið sem sér um matreiðsluna í ólympíuþorpinu að hjólin fóru að snúast. Vonast þeir félagar til þess að framtakið verði til þess að vekja athygli á óþarfa matareyðslu. Markmiðið er að veitingastaðurinn geti svo staðið á eigin fótum eftir að Ólympíuleikunum lýkur. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Ólympíuþorpið á gröfum þræla Afkomendur þræla ásaka byggingaverktaka um að hafa eyðilagt fornleifar með því að byggja húsnæði fyrir blaðamenn ofan á fjöldagröf afrískra þræla. 6. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Hópur alþjóðlegra kokka hefur tekið sig saman og sett saman veitingastað í grennd við ólympíuþorpið í Ríó þar sem þeir nota mat sem ætlaður er íþróttaköppunum á Ólympíleikunum en verður afgangs eða myndi ella fara til spillis. Markmið kokkanna er að fæða þá sem minna mega sín og líða skort í einni stærstu borg Brasilíu. Ítalski kokkurinn Massimo Bottura fer fyrir hópnum en hann rekur m.a. veitingastaðinn Osteria Francescana í Modena á Ítalíu sem nýverið var valinn heimsins besti veitingastaður. Hann segir að markmið kokkanna sé að framreiða fimm þúsund veislumáltíðir á dag úr matvælum sem færu annars í ruslið eða er ekki hægt að nýta til þess að fæða hina átján þúsund þáttakendur á Ólympíuleikunum.Fjallað er ítarlega um veitingastaðinn á vef Independent og þar kemur fram að kokkarnir taki meðal annars á móti afmynduðum ávöxtum og kartöflum sem annars eru í góðu lagi en eru ekki talin hæfa bestu íþróttamönnum heims. Segir í greininni að Bottura hafi lent í vandræðum strax fyrsta daginn því að í fyrstu sendingunni af matarafgöngum frá ólympíuþorpinu hafi leynst svo mikið af matvælum að ekki var pláss fyrir allt saman á veitingastaðnum.Veitingastaðurinn er í miðbæ Rio de Janiero og segir Bottura að markmiðið sé ekki bara að fæða þá sem þurfi á því að halda heldur einnig að veita þeim mannlega reisn á nýjan leik „Við viljum að fólk labbi hér inn og segi „Vá, er þetta fyrir okkur“. Við viljum að þeir geti upplifað hvernig matur getur verið og við erum búin að upplifa það hér á hverjum degi,“ sagði Bottura í samtali við blaðamann Independent. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi er matreiðslan glæsileg og útkoman girnileg en Bottura og félagi hans, brasilíski kokkurinn David Hertz, gagnrýna skipulagsnefnd Ólympíuleikana og Alþjóðaólympíunefndina fyrir að hafa ekki viljað taka þátt í verkefninu. „Það hafði enginn áhuga á þessu, það var ekkert,“ segir Hertz en það var ekki fyrr en rætt var sérstaklega við fyrirtækið sem sér um matreiðsluna í ólympíuþorpinu að hjólin fóru að snúast. Vonast þeir félagar til þess að framtakið verði til þess að vekja athygli á óþarfa matareyðslu. Markmiðið er að veitingastaðurinn geti svo staðið á eigin fótum eftir að Ólympíuleikunum lýkur.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Ólympíuþorpið á gröfum þræla Afkomendur þræla ásaka byggingaverktaka um að hafa eyðilagt fornleifar með því að byggja húsnæði fyrir blaðamenn ofan á fjöldagröf afrískra þræla. 6. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Ólympíuþorpið á gröfum þræla Afkomendur þræla ásaka byggingaverktaka um að hafa eyðilagt fornleifar með því að byggja húsnæði fyrir blaðamenn ofan á fjöldagröf afrískra þræla. 6. ágúst 2016 07:00