Jeffs: Högg í andlitið að fá á sig mark svona snemma Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 12. ágúst 2016 22:10 Ian Jeffs þjálfar kvennalið ÍBV og leikur með karlaliðinu. vísir/anton Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, sagðist vera stoltur af sínum stelpum eftir tapið fyrir Breiðabliki í úrslitum Borgunarbikarsins. Þetta er í fyrsta skipti í 12 ár sem ÍBV kemst í úrslitaleik bikarkeppninnar. „Mér fannst við tapa leiknum í fyrri hálfleik. Við byrjuðum ekki nógu vel og fengum tvö mörk á okkur. Þetta var svolítið erfitt,“ sagði Jeffs í samtali við Vísi að leik loknum. „Við vorum alltaf að elta leikinn en ég er mjög ánægður með seinni hálfleikinn. Við fórum vel yfir allt í hálfleik og það gekk vel í seinni hálfleik. Það kom kafli eftir að við skorðum þegar mér fannst við líkleg til að skora annað en það gerðist ekki. Breiðablik klárar leikinn vel og eru með mjög gott lið. Það eru mikil gæði í sóknarlínunni þeirra og þær nýta sín færi vel,“ bætti Jeffs við. Markið sem Breiðablik skoraði strax á 2.mínútu virtist slá ÍBV liðið alveg út af laginu en Jeffs sagði að hans stelpur hefðu verið vel stemmdar í klefanum fyrir leikinn. „Mér fannst stelpurnar ekki stressaðar, tilfinningin var mjög góð fyrir leikinn. Mér fannst allir vera rólegir og ég bjóst ekki við svona byrjun. Það er mjög erfitt að fá svona mark á sig strax þegar búið er að tala um að byrja fyrstu tíu mínútur leiksins á að spila þétt og vinna okkur rólega inn í leikinn. Það var högg í andlitið að fá á sig mark svona snemma,“ sagði Jeffs. Eins og áður segir eru 12 ár síðan ÍBV var síðast í bikarúrslitum og Ian Jeffs sagði að þetta væri stórt skref fyrir félagið. „Ég er mjög stoltur af mínu liði. Þær gáfust aldrei upp, héldu áfram og kláruðu leikinn og það eina sem ég er óánægður með að mér fannst þær ekki alveg fara eftir leikskipulaginu í byrjun. Það er það sem ég er óánægður með, en ég er mjög stoltur af þeim,“ sagði Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Rakel: Farin heim að sofa Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, var kampakát eftir að Blikar tryggðu sér sigur í Borgunarbikarnum með 3-1 sigri á ÍBV í úrslitaleik í kvöld. 12. ágúst 2016 21:48 Þorsteinn: Vorum yfirburðalið á vellinum í fyrri hálfleik Þorsteinn Halldórsson, þjálfari nýkrýndra bikarmeistara Breiðabliks, var ánægður með sínar stelpur þegar Vísir náði tali af honum á Laugardalsvelli eftir sigurinn á ÍBV í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 12. ágúst 2016 21:55 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, sagðist vera stoltur af sínum stelpum eftir tapið fyrir Breiðabliki í úrslitum Borgunarbikarsins. Þetta er í fyrsta skipti í 12 ár sem ÍBV kemst í úrslitaleik bikarkeppninnar. „Mér fannst við tapa leiknum í fyrri hálfleik. Við byrjuðum ekki nógu vel og fengum tvö mörk á okkur. Þetta var svolítið erfitt,“ sagði Jeffs í samtali við Vísi að leik loknum. „Við vorum alltaf að elta leikinn en ég er mjög ánægður með seinni hálfleikinn. Við fórum vel yfir allt í hálfleik og það gekk vel í seinni hálfleik. Það kom kafli eftir að við skorðum þegar mér fannst við líkleg til að skora annað en það gerðist ekki. Breiðablik klárar leikinn vel og eru með mjög gott lið. Það eru mikil gæði í sóknarlínunni þeirra og þær nýta sín færi vel,“ bætti Jeffs við. Markið sem Breiðablik skoraði strax á 2.mínútu virtist slá ÍBV liðið alveg út af laginu en Jeffs sagði að hans stelpur hefðu verið vel stemmdar í klefanum fyrir leikinn. „Mér fannst stelpurnar ekki stressaðar, tilfinningin var mjög góð fyrir leikinn. Mér fannst allir vera rólegir og ég bjóst ekki við svona byrjun. Það er mjög erfitt að fá svona mark á sig strax þegar búið er að tala um að byrja fyrstu tíu mínútur leiksins á að spila þétt og vinna okkur rólega inn í leikinn. Það var högg í andlitið að fá á sig mark svona snemma,“ sagði Jeffs. Eins og áður segir eru 12 ár síðan ÍBV var síðast í bikarúrslitum og Ian Jeffs sagði að þetta væri stórt skref fyrir félagið. „Ég er mjög stoltur af mínu liði. Þær gáfust aldrei upp, héldu áfram og kláruðu leikinn og það eina sem ég er óánægður með að mér fannst þær ekki alveg fara eftir leikskipulaginu í byrjun. Það er það sem ég er óánægður með, en ég er mjög stoltur af þeim,“ sagði Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Rakel: Farin heim að sofa Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, var kampakát eftir að Blikar tryggðu sér sigur í Borgunarbikarnum með 3-1 sigri á ÍBV í úrslitaleik í kvöld. 12. ágúst 2016 21:48 Þorsteinn: Vorum yfirburðalið á vellinum í fyrri hálfleik Þorsteinn Halldórsson, þjálfari nýkrýndra bikarmeistara Breiðabliks, var ánægður með sínar stelpur þegar Vísir náði tali af honum á Laugardalsvelli eftir sigurinn á ÍBV í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 12. ágúst 2016 21:55 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Rakel: Farin heim að sofa Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, var kampakát eftir að Blikar tryggðu sér sigur í Borgunarbikarnum með 3-1 sigri á ÍBV í úrslitaleik í kvöld. 12. ágúst 2016 21:48
Þorsteinn: Vorum yfirburðalið á vellinum í fyrri hálfleik Þorsteinn Halldórsson, þjálfari nýkrýndra bikarmeistara Breiðabliks, var ánægður með sínar stelpur þegar Vísir náði tali af honum á Laugardalsvelli eftir sigurinn á ÍBV í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 12. ágúst 2016 21:55