Argentína er úr leik á Ólympíuleikunum í Ríó þetta sumarið, en Hondurás er meðal þeirra liða sem er komið áfram.
Riðlakeppninni er að ljúka í knattspyrnunni, en síðustu leikirnir í fótboltanum fara fram eftir miðnætti.
Argentína er dottið úr leik eftir 1-1 jafntefli gegn Hondúras, en Hondúras er með betri markatölu. Argentína jafnaði í uppbótartíma með marki Mauricio Martinez.
Portúgal er komið áfram upp úr D-riðli ásamt Hondúras eftir 1-1 jafntefli við Alsír. Portúgal er því með sjö stig, en Alsír er á botninum með eitt stig.
Þýskaland burstaði Fídjí, 10-0, en með stórsigrinum kom Þýskaland sér áfram úr riðlinum. Þær fara áfram á markatölu, en þeir lenda í öðru sæti með fmm stig.
Fídjí er á botninum með núll stig og -22 stig í markatölu, en Suður-Kórea vann 1-0 sigur á Mexíkó. Þeir fara með Þýskalandi áfram í næstu umferð.
Þýskaland skoraði tíu | Argentína úr leik
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti

Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn


Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti



