Fimm kíló af garni sem segja sögu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 26. ágúst 2016 10:00 Ýr kláraði nám í textílhönnun við Myndlistaskólann í Reykjavík og hefur unnið að ýmiss konar textílverkefnum undir nafninu Ýrúrarí frá árinu 2012. Vísir/Ernir Í byrjun sumars ákvað ég að byrja að reyna að prjóna úr öllu garninu sem ég á. Ég er að flytja til Glasgow og vil ekki skilja eftir ótrúlega mikið af dóti hjá mömmu og pabba,“ segir textíl- og fatahönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir sem unnið hefur að ýmsum textílverkefnum undanfarin ár undir nafninu Ýrúrarí. Næstkomandi fimmtudag opnar hún sína fyrstu einkasýningu, Sweater story. Á sýningunni má sjá ellefu peysur sem saman segja sögu um bakgrunn peysanna og eru þær líkt og áður sagði unnar úr garni sem orðið hafði afgangs úr öðrum verkefnum eða Ýr hafði ekki komist í að nota. „Ég fór að vinna út frá gömlum hugmyndum af því ég vissi ekki alveg nákvæmlega hvað ég ætlaði að gera. Ég þurfti einhvern veginn að tengja þær allar saman og það varð bara til einhver saga,“ segir Ýr og bætir við að þegar peysunum sé raðað upp í rétta röð myndi þær heildstæða sögu um bakgrunn tveggja peysa. Ýr segir hugsanlegt að næturvaktir hafi að einhverju leyti orðið til þess að hugmyndin kviknaði. Að vaka á nóttunni valdi oft óvenjulegum hugdettum. „Ég vann líka alla litavinnuna út frá þessu garni sem ég átti og þegar fór að líða á peysurnar fóru ákveðnir litir að klárast og sumar þeirra skipta um lit á skrítnum stöðum,“ segir Ýr. Þegar hún er spurð að því hvort ekki hafi gengið töluvert á garnbirgðirnar í þessu verkefni hlær hún: „Ég vigtaði einmitt peysurnar um daginn og þær vega fimm kíló. Þannig að það er vissulega einhver munur en sést nú eiginlega ekki á garnsafninu samt,“ segir hún en garninu hefur hún sankað að sér víðsvegar að og er margt af því „second-hand“. Peysurnar eru prjónaðar á prjónavél, handsaumaðar saman og skreyttar með útsaumi og handprjónuðum stykkjum og tekur töluverðan tíma að setja hverja peysu saman. Nafn sýningarinnar segir Ýr að tengist mögulega hinni ástsælu teiknimynd Toy Story. „Nafnið bara festist í hausnum á mér og ég veit ekki alveg af hverju það er á ensku. Ég tengi þetta smá við Toy Story, þetta eru peysur sem fá líf eins og dótið í myndinni,“ segir hún og bætir við að tilgangur sýningarinnar sé ekki einungis að losa um pláss áður en hún flytur út heldur vilji hún líka vekja fólk til umhugsunar um fataframleiðslu og hversu mikil vinna og vinnuafl fer í hverja flík. Sýningin verður opnuð í Galleríi Ekkisens, Bergstaðastræti 25B, þann 1. september klukkan 18.30. Við opnun sýningarinnar verður opnunarathöfn þar sem sagan er útskýrð í orðum, hljóði og dansi. Einnig verður útgáfa á Sweater story vasabók sem gefur góða yfirsýn yfir verkið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. ágúst. Menning Tíska og hönnun Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Í byrjun sumars ákvað ég að byrja að reyna að prjóna úr öllu garninu sem ég á. Ég er að flytja til Glasgow og vil ekki skilja eftir ótrúlega mikið af dóti hjá mömmu og pabba,“ segir textíl- og fatahönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir sem unnið hefur að ýmsum textílverkefnum undanfarin ár undir nafninu Ýrúrarí. Næstkomandi fimmtudag opnar hún sína fyrstu einkasýningu, Sweater story. Á sýningunni má sjá ellefu peysur sem saman segja sögu um bakgrunn peysanna og eru þær líkt og áður sagði unnar úr garni sem orðið hafði afgangs úr öðrum verkefnum eða Ýr hafði ekki komist í að nota. „Ég fór að vinna út frá gömlum hugmyndum af því ég vissi ekki alveg nákvæmlega hvað ég ætlaði að gera. Ég þurfti einhvern veginn að tengja þær allar saman og það varð bara til einhver saga,“ segir Ýr og bætir við að þegar peysunum sé raðað upp í rétta röð myndi þær heildstæða sögu um bakgrunn tveggja peysa. Ýr segir hugsanlegt að næturvaktir hafi að einhverju leyti orðið til þess að hugmyndin kviknaði. Að vaka á nóttunni valdi oft óvenjulegum hugdettum. „Ég vann líka alla litavinnuna út frá þessu garni sem ég átti og þegar fór að líða á peysurnar fóru ákveðnir litir að klárast og sumar þeirra skipta um lit á skrítnum stöðum,“ segir Ýr. Þegar hún er spurð að því hvort ekki hafi gengið töluvert á garnbirgðirnar í þessu verkefni hlær hún: „Ég vigtaði einmitt peysurnar um daginn og þær vega fimm kíló. Þannig að það er vissulega einhver munur en sést nú eiginlega ekki á garnsafninu samt,“ segir hún en garninu hefur hún sankað að sér víðsvegar að og er margt af því „second-hand“. Peysurnar eru prjónaðar á prjónavél, handsaumaðar saman og skreyttar með útsaumi og handprjónuðum stykkjum og tekur töluverðan tíma að setja hverja peysu saman. Nafn sýningarinnar segir Ýr að tengist mögulega hinni ástsælu teiknimynd Toy Story. „Nafnið bara festist í hausnum á mér og ég veit ekki alveg af hverju það er á ensku. Ég tengi þetta smá við Toy Story, þetta eru peysur sem fá líf eins og dótið í myndinni,“ segir hún og bætir við að tilgangur sýningarinnar sé ekki einungis að losa um pláss áður en hún flytur út heldur vilji hún líka vekja fólk til umhugsunar um fataframleiðslu og hversu mikil vinna og vinnuafl fer í hverja flík. Sýningin verður opnuð í Galleríi Ekkisens, Bergstaðastræti 25B, þann 1. september klukkan 18.30. Við opnun sýningarinnar verður opnunarathöfn þar sem sagan er útskýrð í orðum, hljóði og dansi. Einnig verður útgáfa á Sweater story vasabók sem gefur góða yfirsýn yfir verkið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. ágúst.
Menning Tíska og hönnun Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira