Á meðan Man. City komst auðveldlega áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þá lentu lið eins og Ajax í vandræðum.
Fabian Delph skoraði eina mark City í kvöld er það afgreiddi Steaua í seinni leik liðanna sem var formsatriði eftir 5-0 sigur City í fyrri leiknum.
Ajax steinlá í Rússlandi gegn Rostov og þarf að sætta sig við Evrópudeildina á meðan Rostov fer í Meistaradeildina.
Mark á 86. mínútu skaut síðan FCK í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Rándýrt mark hjá Federico Santander þar.
Úrslit:
APOEL-FCK 1-1
FCK fór áfram, 1-2, samanlagt.
Salzburg-Dinamo Zagreb
Framlenging í gangi.
Man. City-Steaua 1-0
Man City fór áfram, 6-0, samanlagt.
Rostov-Ajax 4-1
Rostov fór áfram, 5-2, samanlagt.
Mönchengladbach-Young Boys 6-1
Mönchengladbach fór áfram, 9-2, samanlagt.
Man. City flaug inn í Meistaradeildina | Úrslit kvöldsins
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn


Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn


Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn



Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti