Veikindi starfsmanna Icelandair: „Mörg mismundandi tilvik sem gerast í mörgum vélum við mismunandi aðstæður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. ágúst 2016 21:28 Axel F. Sigurðsson hjartalæknir og trúnaðarlæknir Icelandair segir að veikindi flugliða séu þekkt vandamál og hafi verið þekkt í áratugi. Það sé hins vegar verið að skoða það núna hvers vegna veikindi flugliða Icelandair hafi aukist seinustu mánuði. Greint hefur verið frá því að félagið hafi gripið til umfangsmikilla aðgerða vegna þess hve tilkynningum um veikindi starfsfólks um borð í flugvélum flugfélagsins hefur fjölgað mikið að undanförnu. Hefur fyrirtækið meðal annars óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa. Axel ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og benti á að vinnuumhverfið í fluginu væri sérstakt þar sem loftið í vélunum sé öðruvísi en loftið á jörðu niðri. Þannig megi líkja súrefnisþrýstingi í flugvélum við að maður sé í 8000 feta hæð. „Þannig að súrefnismettun verður lægri hjá okkur og þess vegna geta til dæmis hjarta-og lungnasjúklingar orðið alvarlega veikir og átt erfitt með að fara í flug. Svo er til flugveiki sem er ekki ósvipað sjóveiki maður verður veikur vegna hreyfinganna sem tilheyra fluginu,“ segir Axel. Þau sjúkdómseinkenni sem komið hafa upp hjá flugliðum Icelandair undanfarið eru meðal annars svimi, máttleysi, almenn vanlíðan og ógleði. Axel segir ekki vitað hvað valdi þessu en fyrirtækið taki þessu mjög alvarlega. „Það þarf auðvitað að reyna að ganga úr skugga um að þetta sé ekki á einhvern hátt tengt vinnuaðstæðum og vinnuumhverfi. Ég hef svolítið komið að þessu sem trúnaðarlæknir félagsins til að reyna að átta okkur á því hvað er að gerast. Okkur sýnist að það sé í raun og veru enginn samnefnari; þetta eru mörg mismundandi tilvik sem gerast í mörgum vélum við mismunandi aðstæður þannig að það er voðalega erfitt að setja þetta undir einn hatt.“ Axel segir að margt geti spilað inn í veikindin. Þannig hafi margir nýliðar hafið störf hjá Icelandair í sumar en hann vill ekki fullyrða að það hafi verið meira um veikindi hjá þeim heldur en þeim sem reyndari eru þó að svo hafi virst þegar tölfræði hafi verið tekin saman um tilvikin að þeir yngri hefðu frekar verið að veikjast en þeir eldri.Viðtalið við Axel í Reykjavík síðdegis má hlusta á í heild sinni hér að ofan. Tengdar fréttir Gripið til aðgerða vegna veikinda starfsfólks um borð í vélum Icelandair Icelandair hefur gripið til umfangsmikilla aðgerða eftir aukningu í tilkynningum á veikindum starfsfólks um borð í vélum flugfélagsins. 23. ágúst 2016 11:15 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira
Axel F. Sigurðsson hjartalæknir og trúnaðarlæknir Icelandair segir að veikindi flugliða séu þekkt vandamál og hafi verið þekkt í áratugi. Það sé hins vegar verið að skoða það núna hvers vegna veikindi flugliða Icelandair hafi aukist seinustu mánuði. Greint hefur verið frá því að félagið hafi gripið til umfangsmikilla aðgerða vegna þess hve tilkynningum um veikindi starfsfólks um borð í flugvélum flugfélagsins hefur fjölgað mikið að undanförnu. Hefur fyrirtækið meðal annars óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa. Axel ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og benti á að vinnuumhverfið í fluginu væri sérstakt þar sem loftið í vélunum sé öðruvísi en loftið á jörðu niðri. Þannig megi líkja súrefnisþrýstingi í flugvélum við að maður sé í 8000 feta hæð. „Þannig að súrefnismettun verður lægri hjá okkur og þess vegna geta til dæmis hjarta-og lungnasjúklingar orðið alvarlega veikir og átt erfitt með að fara í flug. Svo er til flugveiki sem er ekki ósvipað sjóveiki maður verður veikur vegna hreyfinganna sem tilheyra fluginu,“ segir Axel. Þau sjúkdómseinkenni sem komið hafa upp hjá flugliðum Icelandair undanfarið eru meðal annars svimi, máttleysi, almenn vanlíðan og ógleði. Axel segir ekki vitað hvað valdi þessu en fyrirtækið taki þessu mjög alvarlega. „Það þarf auðvitað að reyna að ganga úr skugga um að þetta sé ekki á einhvern hátt tengt vinnuaðstæðum og vinnuumhverfi. Ég hef svolítið komið að þessu sem trúnaðarlæknir félagsins til að reyna að átta okkur á því hvað er að gerast. Okkur sýnist að það sé í raun og veru enginn samnefnari; þetta eru mörg mismundandi tilvik sem gerast í mörgum vélum við mismunandi aðstæður þannig að það er voðalega erfitt að setja þetta undir einn hatt.“ Axel segir að margt geti spilað inn í veikindin. Þannig hafi margir nýliðar hafið störf hjá Icelandair í sumar en hann vill ekki fullyrða að það hafi verið meira um veikindi hjá þeim heldur en þeim sem reyndari eru þó að svo hafi virst þegar tölfræði hafi verið tekin saman um tilvikin að þeir yngri hefðu frekar verið að veikjast en þeir eldri.Viðtalið við Axel í Reykjavík síðdegis má hlusta á í heild sinni hér að ofan.
Tengdar fréttir Gripið til aðgerða vegna veikinda starfsfólks um borð í vélum Icelandair Icelandair hefur gripið til umfangsmikilla aðgerða eftir aukningu í tilkynningum á veikindum starfsfólks um borð í vélum flugfélagsins. 23. ágúst 2016 11:15 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira
Gripið til aðgerða vegna veikinda starfsfólks um borð í vélum Icelandair Icelandair hefur gripið til umfangsmikilla aðgerða eftir aukningu í tilkynningum á veikindum starfsfólks um borð í vélum flugfélagsins. 23. ágúst 2016 11:15