Neymar da Silva Santos Júnior, eða bara Neymar, er líklega vinsælasti maðurinn í Brasilíu eftir að hafa tryggt brasilíska fótboltalandsliðinu sitt fyrsta Ólympíugull í gær.
Brassar báru þá sigurorð af Þýskalandi í vítaspyrnukeppni. Neymar skoraði glæsilegt mark með skoti beint úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik og skoraði svo úr síðustu spyrnu Brasilíu í vítakeppninni.
Sjá einnig: Sjáðu glæsimark Neymars og vítakeppnina í heild sinni | Myndbönd
Eftir leikinn í gær tilkynnti Neymar svo óvænt að hann væri hættur sem fyrirliði brasilíska landsliðsins.
Neymar tók við fyrirliðabandinu af Thiago Silva eftir HM 2014 en hefur nú afsalað sér því.
„Það var mér mikill heiður að vera fyrirliði en frá og með deginum í dag er ég hættur því. Ég mun koma skilaboðum til landsliðsþjálfarans [Tite] um að hann geti farið að leita að nýjum fyrirliða,“ sagði Neymar.
Sjá einnig: Neymar: Hundrað prósent Jesús að þakka | Myndir
Brasilíski snillingurinn skilaði ekki bara fyrirliðabandinu eftir leik heldur fékk hann sér einnig húðflúr með Ólympíuhringjunum fimm og orðunum „Rio 2016“ á handlegginn.
Neymar er því kominn með varanlegt minnismerki um Ólympíugullið sem Brassar unnu loksins í gær.
Neymar hættur sem fyrirliði en fékk sér nýtt húðflúr
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn


Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti


„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

