Höskuldur segir ótækt að boða ekki til flokksþings fyrir kosningar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 20. ágúst 2016 18:47 Höskuldur Þórhallsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Daníel/Valli Mikil óánægja er meðal Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi eftir að tillaga um að flýta flokksþingi flokksins var felld með naumum meirihluta í dag. Þingmaður flokksins segir niðurstöðuna vonbrigði og það sé ótækt að ganga til kosninga án þess að boða til flokksþings. Flokksþing hefur æðsta vald í málefnum Framsóknarflokksins en á þinginu er æðsta stjórn flokksins kosin, það er formaður, varaformaður og ritari. Samkvæmt reglum flokksins eru tvær leiðir til að boða til þess. Annars vegar getur miðstjórn flokksins boðað til flokksþings og hins vegar er skylt að boða til flokksþings ef meirihluti kjördæmisþinga óskar þess en þau eru fimm talsins. Þrjú kjördæmisþing voru haldin í dag – á Suðurlandi, Norðvesturlandi og Norðausturlandi. Í Suðurkjördæmi, sem er kjördæmi Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra, var tillaga um að halda flokksþing fyrir kosningar og kjósa þannig um nýja forystu, samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Í Norðvesturkjördæmi var slík tillaga samþykkt samhljóða. Í Norðausturkjördæmi, sem er kjördæmi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins, var tillagan hins vegar felld með naumum meirihluta. „Ég er fyrst og fremst vonsvikinn að þetta hafi orðið niðurstaðan. Ég hélt að það væri augljóst og að það lægi fyrir að núverandi forysta og þá á ég við alla þá sem að eru í forystu flokksins, þar á meðal ég, þurfum að endurnýja umboð okkar á flokksþingi,” segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Þar sé einnig mörkuð stefna fyrir komandi kosningar. „Ég er þeirrar skoðunar að það sé algjörlega ótækt að það verði ekki flokksþing áður en við göngum til kosninga,” segir Höskuldur. Framsóknarflokkurinn á fjóra þingmenn í Norðausturkjördæmi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu greiddu tveir þingmenn atkvæði með því að boðað yrði til flokksþings, þau Líneik Anna Sævarsdóttir og Höskuldur Þórhallsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þórunn Egilsdóttir greiddu hins vegar atkvæði gegn tillögunni. Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Mikil óánægja er meðal Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi eftir að tillaga um að flýta flokksþingi flokksins var felld með naumum meirihluta í dag. Þingmaður flokksins segir niðurstöðuna vonbrigði og það sé ótækt að ganga til kosninga án þess að boða til flokksþings. Flokksþing hefur æðsta vald í málefnum Framsóknarflokksins en á þinginu er æðsta stjórn flokksins kosin, það er formaður, varaformaður og ritari. Samkvæmt reglum flokksins eru tvær leiðir til að boða til þess. Annars vegar getur miðstjórn flokksins boðað til flokksþings og hins vegar er skylt að boða til flokksþings ef meirihluti kjördæmisþinga óskar þess en þau eru fimm talsins. Þrjú kjördæmisþing voru haldin í dag – á Suðurlandi, Norðvesturlandi og Norðausturlandi. Í Suðurkjördæmi, sem er kjördæmi Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra, var tillaga um að halda flokksþing fyrir kosningar og kjósa þannig um nýja forystu, samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Í Norðvesturkjördæmi var slík tillaga samþykkt samhljóða. Í Norðausturkjördæmi, sem er kjördæmi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins, var tillagan hins vegar felld með naumum meirihluta. „Ég er fyrst og fremst vonsvikinn að þetta hafi orðið niðurstaðan. Ég hélt að það væri augljóst og að það lægi fyrir að núverandi forysta og þá á ég við alla þá sem að eru í forystu flokksins, þar á meðal ég, þurfum að endurnýja umboð okkar á flokksþingi,” segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Þar sé einnig mörkuð stefna fyrir komandi kosningar. „Ég er þeirrar skoðunar að það sé algjörlega ótækt að það verði ekki flokksþing áður en við göngum til kosninga,” segir Höskuldur. Framsóknarflokkurinn á fjóra þingmenn í Norðausturkjördæmi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu greiddu tveir þingmenn atkvæði með því að boðað yrði til flokksþings, þau Líneik Anna Sævarsdóttir og Höskuldur Þórhallsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þórunn Egilsdóttir greiddu hins vegar atkvæði gegn tillögunni.
Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira