Arna Stefanía: Var alltaf að bíða eftir öðrum tíma Anton Ingi Leifsson skrifar 20. ágúst 2016 14:30 Arna Stefanía getur verið stolt af sínum árangri. vísir/hanna Arna Stefanía Guðmundsson, hlaupari úr FH, var glöð í bragði þegar Vísir heyrði í henni hljóðið eftir að hún varð Norðurlandameistari í 400 metra grindahlaupi í aldursflokki 20-22 ára stúlkna. Tíminn er sá næstbesti í sögunni í 400 metra grindahlaupi, en tíminn dugar til þess að komast inn á heimsmeistaramót og Ólympíumót eins og staðan er í dag. „Ég var í sjokki. Ég var alltaf að bíða eftir að það kæmi annar tími," sagði Arna Stefanía í samtali við Vísi stuttu eftir hlaup. „Þó svo að fílingurinn hafi verið góður kom mér á óvart hvað þetta var hratt, en svo áttaði ég mig á að þetta var alveg rétt. Ég gat ekki leynt gleðinni og fagnaði með Íslendingunum."Sjá einnig:Arna Stefanía Norðurlandameistari FH-ingurinn hefur verið í fantaformi að undanförnu og unnið hver gullverðlaunin á fætur öðrum. Hún segir að þetta hafi komið sér smá á óvart. „Að vissu leyti kom mér þetta á óvart. Ég vissi samt að ég væri í hörkuformi, en meira en einnar sekúndu bæting kom mér skemmtilega á óvart." Tíminn var HM lágmark fyrir næsta sumar í fullorðnisflokki, en einnig Ólympíulágmark og gat Arna ekki leynt gleði sinni. „Þetta er algjörlega geggjað! Að sjá það bara svart á hvítu að ég er komin í þann klassa var frábært, en við Heiða (þjálfari Örnu) vissum alltaf að ég gæti þetta og nú er komin staðfesting á því." „Ég er líka að keppa á morgun í 100 metra grindahlaupi og 200 metra hlaupi, en svo er aldursflokka meistaramótið á Íslandi næstu helgi." „Það er aldrei að vita að það komi svo eitthvað boð á sterkt hlaup áður en ég fer í árlegu hvíldina mína, en annars er bara komið að smá hvíld fyrir undirbúningstímabilið," sagði Arna að lokum. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Arna Stefanía Guðmundsson, hlaupari úr FH, var glöð í bragði þegar Vísir heyrði í henni hljóðið eftir að hún varð Norðurlandameistari í 400 metra grindahlaupi í aldursflokki 20-22 ára stúlkna. Tíminn er sá næstbesti í sögunni í 400 metra grindahlaupi, en tíminn dugar til þess að komast inn á heimsmeistaramót og Ólympíumót eins og staðan er í dag. „Ég var í sjokki. Ég var alltaf að bíða eftir að það kæmi annar tími," sagði Arna Stefanía í samtali við Vísi stuttu eftir hlaup. „Þó svo að fílingurinn hafi verið góður kom mér á óvart hvað þetta var hratt, en svo áttaði ég mig á að þetta var alveg rétt. Ég gat ekki leynt gleðinni og fagnaði með Íslendingunum."Sjá einnig:Arna Stefanía Norðurlandameistari FH-ingurinn hefur verið í fantaformi að undanförnu og unnið hver gullverðlaunin á fætur öðrum. Hún segir að þetta hafi komið sér smá á óvart. „Að vissu leyti kom mér þetta á óvart. Ég vissi samt að ég væri í hörkuformi, en meira en einnar sekúndu bæting kom mér skemmtilega á óvart." Tíminn var HM lágmark fyrir næsta sumar í fullorðnisflokki, en einnig Ólympíulágmark og gat Arna ekki leynt gleði sinni. „Þetta er algjörlega geggjað! Að sjá það bara svart á hvítu að ég er komin í þann klassa var frábært, en við Heiða (þjálfari Örnu) vissum alltaf að ég gæti þetta og nú er komin staðfesting á því." „Ég er líka að keppa á morgun í 100 metra grindahlaupi og 200 metra hlaupi, en svo er aldursflokka meistaramótið á Íslandi næstu helgi." „Það er aldrei að vita að það komi svo eitthvað boð á sterkt hlaup áður en ég fer í árlegu hvíldina mína, en annars er bara komið að smá hvíld fyrir undirbúningstímabilið," sagði Arna að lokum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira