Og þar fór það?… Skjóðan skrifar 31. ágúst 2016 10:00 Vaxtaákvarðanir seðlabanka eiga að vera fyrirsjáanlegar. Seðlabankar eru í eðli sínu íhaldssamar stofnanir, sem hreyfa sig hægt og lítið í einu, nema þegar skyndilegar og ófyrirsjáanlegar krísur kalla á snarpari viðbrögð. Í aðdraganda hruns var Seðlabanki Íslands undarleg skepna í heimi seðlabanka. Í stað þess að safna gjaldeyrisforða með kaupum á gjaldeyri á markaði stuðlaði bankinn að ofrisi íslensku krónunnar með svimandi háum stýrivöxtum, sem leiddu til vaxtamunarviðskipta spákaupmanna. Trúverðugleiki bankans var lítill sem enginn og erlendir seðlabankar báru hvorki traust til hans né íslenskra stjórnvalda. Í hruninu sjálfu gekk Seðlabankinn af göflunum eins og frægt er orðið. Hann reyndi að festa gengi krónunnar án þess að geta stutt við hana, tilkynnti um risalán frá Moskvu sem ekki reyndist fótur fyrir og snarlækkaði vexti til þess eins að þurfa að hækka þá til baka og gott betur. Seðlabanki Íslands var í hruninu eins og geðsjúkrahús þar sem læknarnir hafa misst stjórnina í hendur veikustu sjúklinganna. Eftir hrun var skipt um stjórnendur Seðlabankans og meiri ró komst á. Engu að síður rak Seðlabankinn áfram sömu peningastefnu og fyrir hrun. Vöxtum var haldið himinháum með tilheyrandi kostnaði og búsifjum fyrir fyrirtæki og almenning í landinu. Hávaxtastefnan gagnaðist helst eigendum bankanna, sem juku vaxtamun og græddu á tá og fingri. Þessir eigendur voru kröfuhafar gömlu bankanna. Allt frá hruni hafa vextir Seðlabanka Íslands verið margfaldir á við vexti í öðrum löndum. Þessir háu vextir hafa skert samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og rýrt lífskjör almennings. Verðbólga hefur haldist lág undanfarin misseri, en það er ekki nema að litlu leyti vegna peningastefnu Seðlabankans því hinir háu vextir hafa ýtt undir kostnaðarverðbólgu rétt eins og launahækkanir og skattahækkanir. Helstu ástæður lágrar verðbólgu eru sterk haftakróna og þó sérstaklega sögulega lágt verð á hrávörumörkuðum heimsins. En íslenski seðlabankinn hefur ávallt séð vá úti við sjóndeildarhring. Mikill vöxtur í hagkerfinu að viðbættum launahækkunum myndaði slíkan verðbólguþrýsting, að mati peningastefnunefndar Seðlabankans, að vöxtum þurfti að halda háum og einatt varað við því að næstu skref yrðu til hækkunar fremur en lækkunar. Nú hefur það gerst að laun hafa hækkað meira á einu ári en dæmi eru um í nýlegri sögu og hagvöxtur stefnir í sögulegar hæðir. Þá lækkar bankinn vexti um hálft prósentustig – risalækkun á mælikvarða seðlabanka. Og rökin, jú – hagvöxtur er svo mikill – sömu rök og hingað til hafa þótt kalla á vaxtahækkun. Nú er meira að segja fyrirsjáanleikinn horfinn, sem mörgum fannst þó eini kosturinn við peningastefnu bankans frá hruni. Skjóðan Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Sjá meira
Vaxtaákvarðanir seðlabanka eiga að vera fyrirsjáanlegar. Seðlabankar eru í eðli sínu íhaldssamar stofnanir, sem hreyfa sig hægt og lítið í einu, nema þegar skyndilegar og ófyrirsjáanlegar krísur kalla á snarpari viðbrögð. Í aðdraganda hruns var Seðlabanki Íslands undarleg skepna í heimi seðlabanka. Í stað þess að safna gjaldeyrisforða með kaupum á gjaldeyri á markaði stuðlaði bankinn að ofrisi íslensku krónunnar með svimandi háum stýrivöxtum, sem leiddu til vaxtamunarviðskipta spákaupmanna. Trúverðugleiki bankans var lítill sem enginn og erlendir seðlabankar báru hvorki traust til hans né íslenskra stjórnvalda. Í hruninu sjálfu gekk Seðlabankinn af göflunum eins og frægt er orðið. Hann reyndi að festa gengi krónunnar án þess að geta stutt við hana, tilkynnti um risalán frá Moskvu sem ekki reyndist fótur fyrir og snarlækkaði vexti til þess eins að þurfa að hækka þá til baka og gott betur. Seðlabanki Íslands var í hruninu eins og geðsjúkrahús þar sem læknarnir hafa misst stjórnina í hendur veikustu sjúklinganna. Eftir hrun var skipt um stjórnendur Seðlabankans og meiri ró komst á. Engu að síður rak Seðlabankinn áfram sömu peningastefnu og fyrir hrun. Vöxtum var haldið himinháum með tilheyrandi kostnaði og búsifjum fyrir fyrirtæki og almenning í landinu. Hávaxtastefnan gagnaðist helst eigendum bankanna, sem juku vaxtamun og græddu á tá og fingri. Þessir eigendur voru kröfuhafar gömlu bankanna. Allt frá hruni hafa vextir Seðlabanka Íslands verið margfaldir á við vexti í öðrum löndum. Þessir háu vextir hafa skert samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og rýrt lífskjör almennings. Verðbólga hefur haldist lág undanfarin misseri, en það er ekki nema að litlu leyti vegna peningastefnu Seðlabankans því hinir háu vextir hafa ýtt undir kostnaðarverðbólgu rétt eins og launahækkanir og skattahækkanir. Helstu ástæður lágrar verðbólgu eru sterk haftakróna og þó sérstaklega sögulega lágt verð á hrávörumörkuðum heimsins. En íslenski seðlabankinn hefur ávallt séð vá úti við sjóndeildarhring. Mikill vöxtur í hagkerfinu að viðbættum launahækkunum myndaði slíkan verðbólguþrýsting, að mati peningastefnunefndar Seðlabankans, að vöxtum þurfti að halda háum og einatt varað við því að næstu skref yrðu til hækkunar fremur en lækkunar. Nú hefur það gerst að laun hafa hækkað meira á einu ári en dæmi eru um í nýlegri sögu og hagvöxtur stefnir í sögulegar hæðir. Þá lækkar bankinn vexti um hálft prósentustig – risalækkun á mælikvarða seðlabanka. Og rökin, jú – hagvöxtur er svo mikill – sömu rök og hingað til hafa þótt kalla á vaxtahækkun. Nú er meira að segja fyrirsjáanleikinn horfinn, sem mörgum fannst þó eini kosturinn við peningastefnu bankans frá hruni.
Skjóðan Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Sjá meira