Þúsundum bjargað úr sjávarháska í vikunni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. ágúst 2016 06:00 Flóttamönnum bjargað úr sjávarháska á Miðjarðarhafi. Nordicphotos/AFP Tæplega átta þúsund flóttamönnum hefur verið bjargað úr sjávarháska við strendur Líbýu frá því á sunnudag. Þar af um 6.500 á mánudaginn. Frá þessu greindi ítalska landhelgisgæslan í gær en hún hefur ráðist í sitt stærsta verkefni til að bjarga flóttamönnum til þessa. Fjöldi flóttamanna hafði lagt af stað út á Miðjarðarhaf á yfirfullum, hriplekum bátum. Um fjörutíu skipum var bjargað tuttugu kílómetrum út af líbýsku borginni Sabratha og sýna myndbönd gæslunnar flóttamennina, sem flestir eru frá Erítreu og Sómalíu, fagna og synda að björgunarskipunum. Ítalska landhelgisgæslan vann ásamt Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins, og Læknum án landamæra að björgunaraðgerðunum. Flóttamönnum sem reyna að ferðast yfir Miðjarðarhafið til Ítalíu hefur fjölgað mikið frá því í mars. Þá gerði Evrópusambandið samning við Tyrki sem innihélt ákvæði um að Tyrkir myndu koma í veg fyrir að flóttamenn færu þaðan og til Grikklands. Ríkin á Balkanskaga lokuðu landamærum sínum á sama tíma og því lokaðist leiðin yfir austurhluta Miðjarðarhafs. Áður en þeirri leið var lokað höfðu um 160 þúsund siglt þá leið til Grikklands.Flóttamenn komnir í land á Ítalíu eftir að hafa verið bjargað. Nordicphotos/AFPAlls hafa rúmlega hundrað þúsund flóttamenn komið sjóleiðina til Ítalíu á árinu. 2.726 hafa látið lífið á leiðinni. Þetta kemur fram í tölum Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar (IOM). Þar segir einnig að um 275.000 flóttamenn séu í Líbýu að bíða tækifærisins að sigla yfir. Þeir sem leggja leið sína yfir Miðjarðarhafið frá Líbýu til Ítalíu eru flestir frá Erítreu og Sómalíu en einnig kemur góður hluti frá Nígeríu, Gambíu og Sýrlandi. Hins vegar eru Sýrlendingar um þriðjungur þeirra sem hafa komið sjóleiðina til Evrópu á árinu, hvort sem það er til Grikklands eða Ítalíu. Þeim flóttamönnum sem hafa komið sjóleiðina til Evrópu síðustu mánuði hefur fækkað talsvert samanborið við sömu mánuði í fyrra. Um 130.000 flóttamenn komu til Evrópu í ágúst 2015 en tæp 15.000 núna. Munurinn var þó minni á júlímánuð í ár og í fyrra, 78.000 á móti 25.000. Birtist í Fréttablaðinu Gambía Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Tæplega átta þúsund flóttamönnum hefur verið bjargað úr sjávarháska við strendur Líbýu frá því á sunnudag. Þar af um 6.500 á mánudaginn. Frá þessu greindi ítalska landhelgisgæslan í gær en hún hefur ráðist í sitt stærsta verkefni til að bjarga flóttamönnum til þessa. Fjöldi flóttamanna hafði lagt af stað út á Miðjarðarhaf á yfirfullum, hriplekum bátum. Um fjörutíu skipum var bjargað tuttugu kílómetrum út af líbýsku borginni Sabratha og sýna myndbönd gæslunnar flóttamennina, sem flestir eru frá Erítreu og Sómalíu, fagna og synda að björgunarskipunum. Ítalska landhelgisgæslan vann ásamt Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins, og Læknum án landamæra að björgunaraðgerðunum. Flóttamönnum sem reyna að ferðast yfir Miðjarðarhafið til Ítalíu hefur fjölgað mikið frá því í mars. Þá gerði Evrópusambandið samning við Tyrki sem innihélt ákvæði um að Tyrkir myndu koma í veg fyrir að flóttamenn færu þaðan og til Grikklands. Ríkin á Balkanskaga lokuðu landamærum sínum á sama tíma og því lokaðist leiðin yfir austurhluta Miðjarðarhafs. Áður en þeirri leið var lokað höfðu um 160 þúsund siglt þá leið til Grikklands.Flóttamenn komnir í land á Ítalíu eftir að hafa verið bjargað. Nordicphotos/AFPAlls hafa rúmlega hundrað þúsund flóttamenn komið sjóleiðina til Ítalíu á árinu. 2.726 hafa látið lífið á leiðinni. Þetta kemur fram í tölum Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar (IOM). Þar segir einnig að um 275.000 flóttamenn séu í Líbýu að bíða tækifærisins að sigla yfir. Þeir sem leggja leið sína yfir Miðjarðarhafið frá Líbýu til Ítalíu eru flestir frá Erítreu og Sómalíu en einnig kemur góður hluti frá Nígeríu, Gambíu og Sýrlandi. Hins vegar eru Sýrlendingar um þriðjungur þeirra sem hafa komið sjóleiðina til Evrópu á árinu, hvort sem það er til Grikklands eða Ítalíu. Þeim flóttamönnum sem hafa komið sjóleiðina til Evrópu síðustu mánuði hefur fækkað talsvert samanborið við sömu mánuði í fyrra. Um 130.000 flóttamenn komu til Evrópu í ágúst 2015 en tæp 15.000 núna. Munurinn var þó minni á júlímánuð í ár og í fyrra, 78.000 á móti 25.000.
Birtist í Fréttablaðinu Gambía Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira