Boðar miklar breytingar á kjararáði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. september 2016 10:35 Bjarni Benediktsson. Vísir/Anton Brink Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem felur í sér miklar breytingar á kjararáði. Noregur er fyrirmyndin varðandi launaákvarðanir sem heyra ekki lengur undir ákvörðunarvald kjararáðs. Með frumvarpinu er lagt til að lögin um kjararáð verði endurskoðuð, auk breytinga á öðrum lögum, með það að markmiði að fækka verulega þeim sem falla undir ákvörðunarvald kjararáðs og koma á fót nýju fyrirkomulagi launaákvarðana vegna þeirra sem ekki falla undir kjararáð.Sjá einnig: Bjarni um kjararáð: „Þetta kerfi er handónýtt“ Lagt er til að þeim aðilum sem kjararáð ákvarðar laun og önnur starfskjör verði fækkað verulega og að það verði eingöngu verkefni kjararáðs að ákvarða laun og starfskjör þjóðkjörinna manna, dómara, saksóknara, allra ráðherra, seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra og ríkissáttasemjara. Kjararáð mun einnig ákvarða laun þeirra skrifstofustjóra sem heyra undir ráðherra og fara með fyrirsvar fyrir hönd ráðherra við gerð kjarasamninga. Einnig er lagt til að kjör skrifstofustjóra í stjórnarráði Íslands og sendiherra taki mið af kjarasamningum á hefðbundinn hátt og kjör aðstoðarmanna ráðherra eiga að taka mið af kjörum skrifstofustjóra. Kjör biskups, vígslubiskupa, prófasta og presta þjóðkirkjunnar á, samkvæmt frumvarpinu, að ráðast af samningum innan þjóðkirkjunnar en fari ekki eftir ákvörðun kjararáðs. Einnig er lagt til að ákvörðun launakjöra forstjóra félaga í meirihlutaeigu ríkisins fari aftur til félagsstjórna. Þetta eru meðal annars útvarpsstjóri, forstjóri Fjármálaeftirlitsins og Forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Sjá einnig: Kjararáð hækkar laun þjóðkjörinna og embættismanna Stendur til að fella úr gildi lög sem sett voru 2009 þar sem kveðið var á um að föst laun forstöðumanna félaga í eigu ríkisins yrðu ekki hærri en föst laun forsætisráðherra. Í frumvarpinu kemur fram að það ákvæði hafi átt að vera tímabundið á meðan verið væri að ná aftur jafnvægi í rekstri ríkissjóðs, endurreisa fjármálakerfið og ná þjóðarsátt um lykilmarkmið eftir bankahrunið. Kjaramál Tengdar fréttir Vandi kjararáðs heimatilbúinn að sögn fjármálaráðherra „Mér finnst þetta ekki lág laun,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. 17. júlí 2016 11:10 Veganesti kjararáðs í komandi kjarasamninga kennara Nýlegur úrskurður kjararáðs hefur vakið talsverða umræðu í samfélaginu og ekki að ósekju. 18. júlí 2016 07:00 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem felur í sér miklar breytingar á kjararáði. Noregur er fyrirmyndin varðandi launaákvarðanir sem heyra ekki lengur undir ákvörðunarvald kjararáðs. Með frumvarpinu er lagt til að lögin um kjararáð verði endurskoðuð, auk breytinga á öðrum lögum, með það að markmiði að fækka verulega þeim sem falla undir ákvörðunarvald kjararáðs og koma á fót nýju fyrirkomulagi launaákvarðana vegna þeirra sem ekki falla undir kjararáð.Sjá einnig: Bjarni um kjararáð: „Þetta kerfi er handónýtt“ Lagt er til að þeim aðilum sem kjararáð ákvarðar laun og önnur starfskjör verði fækkað verulega og að það verði eingöngu verkefni kjararáðs að ákvarða laun og starfskjör þjóðkjörinna manna, dómara, saksóknara, allra ráðherra, seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra og ríkissáttasemjara. Kjararáð mun einnig ákvarða laun þeirra skrifstofustjóra sem heyra undir ráðherra og fara með fyrirsvar fyrir hönd ráðherra við gerð kjarasamninga. Einnig er lagt til að kjör skrifstofustjóra í stjórnarráði Íslands og sendiherra taki mið af kjarasamningum á hefðbundinn hátt og kjör aðstoðarmanna ráðherra eiga að taka mið af kjörum skrifstofustjóra. Kjör biskups, vígslubiskupa, prófasta og presta þjóðkirkjunnar á, samkvæmt frumvarpinu, að ráðast af samningum innan þjóðkirkjunnar en fari ekki eftir ákvörðun kjararáðs. Einnig er lagt til að ákvörðun launakjöra forstjóra félaga í meirihlutaeigu ríkisins fari aftur til félagsstjórna. Þetta eru meðal annars útvarpsstjóri, forstjóri Fjármálaeftirlitsins og Forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Sjá einnig: Kjararáð hækkar laun þjóðkjörinna og embættismanna Stendur til að fella úr gildi lög sem sett voru 2009 þar sem kveðið var á um að föst laun forstöðumanna félaga í eigu ríkisins yrðu ekki hærri en föst laun forsætisráðherra. Í frumvarpinu kemur fram að það ákvæði hafi átt að vera tímabundið á meðan verið væri að ná aftur jafnvægi í rekstri ríkissjóðs, endurreisa fjármálakerfið og ná þjóðarsátt um lykilmarkmið eftir bankahrunið.
Kjaramál Tengdar fréttir Vandi kjararáðs heimatilbúinn að sögn fjármálaráðherra „Mér finnst þetta ekki lág laun,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. 17. júlí 2016 11:10 Veganesti kjararáðs í komandi kjarasamninga kennara Nýlegur úrskurður kjararáðs hefur vakið talsverða umræðu í samfélaginu og ekki að ósekju. 18. júlí 2016 07:00 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Vandi kjararáðs heimatilbúinn að sögn fjármálaráðherra „Mér finnst þetta ekki lág laun,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. 17. júlí 2016 11:10
Veganesti kjararáðs í komandi kjarasamninga kennara Nýlegur úrskurður kjararáðs hefur vakið talsverða umræðu í samfélaginu og ekki að ósekju. 18. júlí 2016 07:00