Dagný: Ætlum að spila enn betur gegn Skotum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. september 2016 21:41 Dagný skorar fyrra mark sitt. vísir/anton Dagný Brynjarsdóttir skoraði tvö mörk þegar Ísland vann 4-0 sigur á Slóveníu í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM 2017 í kvöld. „Þetta er rosalega ljúft og draumurinn er að rætast aftur. Við vissum að við værum komnar áfram fyrir leik en það var mikilvægt að fá þrjú stig í dag því við ætlum að vinna riðilinn,“ sagði Dagný í samtali við Vísi eftir leik. Nokkrum klukkutímum fyrir leikinn bárust þær fréttir að Ísland væri komið áfram vegna hagstæðra úrslita í öðrum riðli. En breytti það á einhvern hátt hugarfarinu eða undirbúningi liðsins fyrir leikinn í kvöld? „Nei, ég held ekki. Við vissum að við þyrftum alltaf þessi þrjú stig til að vinna riðilinn,“ sagði Dagný sem kvaðst að mestu ánægð með spilamennsku íslenska liðsins í kvöld. „Þetta var svolítið kaflaskipt. Við vorum góðar fyrstu 30 mínúturnar en duttum niður rétt fyrir hálfleik. Þetta var upp og niður í seinni hálfleik en við skoruðum góð mörk og tókum þrjú stig,“ sagði Dagný. Hún segir að íslenska liðið vilji spila enn betur gegn Skotlandi á þriðjudaginn. „Það sást kannski að það var langt síðan við vorum seinast saman. Nú fáum við nokkra daga í viðbót til æfa og við stefnum að því að spila ennþá betur gegn Skotum,“ sagði Dagný sem segir mikilvægt að klára undankeppnina með fullu húsi stiga og án þess að fá á sig mark. „Það væri frábært og hefur aldrei skeð áður hjá íslenska kvennalandsliðinu.“ Dagný skoraði tvö mörk í kvöld en auk þess var eitt mark dæmt af henni vegna rangstöðu. „Ég er alltaf ánægð með að skora mörk þótt það skipti ekki öllu máli hver gerir það. En það var sárt að koma út af og heyra að þetta hafi ekki verið rangstaða,“ sagði Dagný sem er alls komin með sjö mörk í undankeppninni. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir skoraði tvö mörk þegar Ísland vann 4-0 sigur á Slóveníu í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM 2017 í kvöld. „Þetta er rosalega ljúft og draumurinn er að rætast aftur. Við vissum að við værum komnar áfram fyrir leik en það var mikilvægt að fá þrjú stig í dag því við ætlum að vinna riðilinn,“ sagði Dagný í samtali við Vísi eftir leik. Nokkrum klukkutímum fyrir leikinn bárust þær fréttir að Ísland væri komið áfram vegna hagstæðra úrslita í öðrum riðli. En breytti það á einhvern hátt hugarfarinu eða undirbúningi liðsins fyrir leikinn í kvöld? „Nei, ég held ekki. Við vissum að við þyrftum alltaf þessi þrjú stig til að vinna riðilinn,“ sagði Dagný sem kvaðst að mestu ánægð með spilamennsku íslenska liðsins í kvöld. „Þetta var svolítið kaflaskipt. Við vorum góðar fyrstu 30 mínúturnar en duttum niður rétt fyrir hálfleik. Þetta var upp og niður í seinni hálfleik en við skoruðum góð mörk og tókum þrjú stig,“ sagði Dagný. Hún segir að íslenska liðið vilji spila enn betur gegn Skotlandi á þriðjudaginn. „Það sást kannski að það var langt síðan við vorum seinast saman. Nú fáum við nokkra daga í viðbót til æfa og við stefnum að því að spila ennþá betur gegn Skotum,“ sagði Dagný sem segir mikilvægt að klára undankeppnina með fullu húsi stiga og án þess að fá á sig mark. „Það væri frábært og hefur aldrei skeð áður hjá íslenska kvennalandsliðinu.“ Dagný skoraði tvö mörk í kvöld en auk þess var eitt mark dæmt af henni vegna rangstöðu. „Ég er alltaf ánægð með að skora mörk þótt það skipti ekki öllu máli hver gerir það. En það var sárt að koma út af og heyra að þetta hafi ekki verið rangstaða,“ sagði Dagný sem er alls komin með sjö mörk í undankeppninni.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira