Guðbjörg: Lofum að koma í rosalegu standi á EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. september 2016 21:25 Guðbjörg fagnar í leikslok. Vísir/anton Ísland hélt enn einu sinni hreinu í leik sínum í undankeppni EM 2017, í þetta sinn gegn Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland er með fullt hús stiga eftir sjö leiki og markatöluna 33-0. Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir segir að það gefi sér mikið þegar svona vel gengur. „Maður mætir með mikið sjálfstraust í leikina og stórt egó. Maður verður bara að passa sig á því að láta það ekki stíga sér til höfuðs,“ sagði hún við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Við vorum reyndar nálægt því að klúðra þessu í lokin,“ bætir hún við og hlær en Slóvenar fengu dauðafæri til að skora í uppbótartíma en hittu ekki á markið. „Almennt séð hefur liðunum gengið illa að skapa opin færi gegn okkur og þannig var það líka í kvöld. Það var reyndar smá kæruleysi í okkur á köflum og ef til vill var erfitt að halda fullri einbeitingu í 90 mínútur í kvöld.“ „Það var samt ekkert stress í okkur en við vitum að við getum spilað aðeins betur en við gerðum í dag,“ segir hún. Ísland tryggði sér í dag sæti í lokakeppni EM en það er þriðja sinn í röð sem Ísland fer á Evrópumeistaramótið. Rúmlega sex þúsund áhorfendur mættu á Laugardalsvöllinn í kvöld og létu þeir vel í sér heyra. „Það er frábært að spila fyrir framan þessa áhorfendur. Þeir gefa manni mikið, ekki bara í leiknum. Það eru svona stundir sem hjálpa manni mest í vetur, þegar maður er að drífa sig í ræktina og æfa í snjó og kulda. Við lofum að við komum í rosalegu standi á EM næsta sumar.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Margrét Lára: Sé ekki eftir að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni Margrét Lára VIðarsdóttir, fyrirliði Íslands, sér ekki eftir því að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni og snúið til baka í íslenska landsliðið í fótbolta. Hún er fyrirliði liðsins sem tryggði sér sæti á EM í Hollandi næsta sumar í dag. 16. september 2016 21:05 Stoltur Freyr: Gæði, reynsla og þroski Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, var afar ánægður með sitt lið eftir að EM-sætið var í höfn í kvöld. 16. september 2016 21:14 Stelpurnar komnar á EM í Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið á EM 2017 í Hollandi. Þetta var ljóst eftir 3-2 sigur Portúgals á Finnlandi í riðli 2 í undankeppninni í dag. 16. september 2016 16:41 Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 4-0 | Alvöru EM-veisla í Dalnum Ísland hélt upp á EM-sætið sitt með öruggum sigri á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. 16. september 2016 20:30 Hallbera: Búnar að vera með hausinn í Hollandi frá síðasta leik Halbera Guðný Gísladóttir, bakvörður Íslands, átti mjög góðan leik þegar Íslands vann enn sigurinn í undankeppni EM, en það var ljóst fyrr í dag að liðið væri búið að tryggja sig inn á Evrópumótið sem fer fram í Hollandi næsta sumar. 16. september 2016 21:08 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Sjá meira
Ísland hélt enn einu sinni hreinu í leik sínum í undankeppni EM 2017, í þetta sinn gegn Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland er með fullt hús stiga eftir sjö leiki og markatöluna 33-0. Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir segir að það gefi sér mikið þegar svona vel gengur. „Maður mætir með mikið sjálfstraust í leikina og stórt egó. Maður verður bara að passa sig á því að láta það ekki stíga sér til höfuðs,“ sagði hún við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Við vorum reyndar nálægt því að klúðra þessu í lokin,“ bætir hún við og hlær en Slóvenar fengu dauðafæri til að skora í uppbótartíma en hittu ekki á markið. „Almennt séð hefur liðunum gengið illa að skapa opin færi gegn okkur og þannig var það líka í kvöld. Það var reyndar smá kæruleysi í okkur á köflum og ef til vill var erfitt að halda fullri einbeitingu í 90 mínútur í kvöld.“ „Það var samt ekkert stress í okkur en við vitum að við getum spilað aðeins betur en við gerðum í dag,“ segir hún. Ísland tryggði sér í dag sæti í lokakeppni EM en það er þriðja sinn í röð sem Ísland fer á Evrópumeistaramótið. Rúmlega sex þúsund áhorfendur mættu á Laugardalsvöllinn í kvöld og létu þeir vel í sér heyra. „Það er frábært að spila fyrir framan þessa áhorfendur. Þeir gefa manni mikið, ekki bara í leiknum. Það eru svona stundir sem hjálpa manni mest í vetur, þegar maður er að drífa sig í ræktina og æfa í snjó og kulda. Við lofum að við komum í rosalegu standi á EM næsta sumar.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Margrét Lára: Sé ekki eftir að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni Margrét Lára VIðarsdóttir, fyrirliði Íslands, sér ekki eftir því að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni og snúið til baka í íslenska landsliðið í fótbolta. Hún er fyrirliði liðsins sem tryggði sér sæti á EM í Hollandi næsta sumar í dag. 16. september 2016 21:05 Stoltur Freyr: Gæði, reynsla og þroski Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, var afar ánægður með sitt lið eftir að EM-sætið var í höfn í kvöld. 16. september 2016 21:14 Stelpurnar komnar á EM í Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið á EM 2017 í Hollandi. Þetta var ljóst eftir 3-2 sigur Portúgals á Finnlandi í riðli 2 í undankeppninni í dag. 16. september 2016 16:41 Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 4-0 | Alvöru EM-veisla í Dalnum Ísland hélt upp á EM-sætið sitt með öruggum sigri á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. 16. september 2016 20:30 Hallbera: Búnar að vera með hausinn í Hollandi frá síðasta leik Halbera Guðný Gísladóttir, bakvörður Íslands, átti mjög góðan leik þegar Íslands vann enn sigurinn í undankeppni EM, en það var ljóst fyrr í dag að liðið væri búið að tryggja sig inn á Evrópumótið sem fer fram í Hollandi næsta sumar. 16. september 2016 21:08 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Sjá meira
Margrét Lára: Sé ekki eftir að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni Margrét Lára VIðarsdóttir, fyrirliði Íslands, sér ekki eftir því að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni og snúið til baka í íslenska landsliðið í fótbolta. Hún er fyrirliði liðsins sem tryggði sér sæti á EM í Hollandi næsta sumar í dag. 16. september 2016 21:05
Stoltur Freyr: Gæði, reynsla og þroski Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, var afar ánægður með sitt lið eftir að EM-sætið var í höfn í kvöld. 16. september 2016 21:14
Stelpurnar komnar á EM í Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið á EM 2017 í Hollandi. Þetta var ljóst eftir 3-2 sigur Portúgals á Finnlandi í riðli 2 í undankeppninni í dag. 16. september 2016 16:41
Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 4-0 | Alvöru EM-veisla í Dalnum Ísland hélt upp á EM-sætið sitt með öruggum sigri á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. 16. september 2016 20:30
Hallbera: Búnar að vera með hausinn í Hollandi frá síðasta leik Halbera Guðný Gísladóttir, bakvörður Íslands, átti mjög góðan leik þegar Íslands vann enn sigurinn í undankeppni EM, en það var ljóst fyrr í dag að liðið væri búið að tryggja sig inn á Evrópumótið sem fer fram í Hollandi næsta sumar. 16. september 2016 21:08