Manchester United fór ekki vel af stað í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld en liðið tapaði fyrir Feyenoord í Hollandi, 1-0.
Leikurinn var heldur tíðindalítill en rúmum tíu mínútum fyrir leikslok skoraði Tonny Vilhena eftir fyrirgjöf frá Nicolai Jörgensen. Sá síarnefndi virtist hins vegara hafa verið rangstæður í aðdraganda marksins.
Zlatan Ibrahimovic kom inn á sem varamaður í kvöld og var nálægt því að jafna metin fyrir United en allt kom fyrir ekki.
Önnur óvænt úrslit urðu í hinum leik riðilsins en þá hafði Zarya Luhansk frá Úkraínu betur gegn Fenerbahce, 1-0.
