Hlynur Bærings: Aðeins spurning hvort ég nái 200 landsleikjum eða ekki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. september 2016 22:28 Hlynur í baráttunni í Höllinni í kvöld. Hann átti frábæran leik. Vísir/Anton Brink Hlynur Bæringsson spilaði sinn 102. landsleik í 84-62 sigri á Kýpverjum fyrir framan 1600 manns í Laugardalshöll í kvöld. Hann var besti maður vallarins með 18 stig og níu fráköst Leikur liðsins gekk ekki vel framan af en okkar menn leiddu þó í hálleik 42-36. „Við spiluðum mjög vel í þriðja leikhluta og fram í lok fjórða. Við erum svo óvanir því, margir hverjir á ferlinum, að vera fyrir fram líklegri. En það reddaðist í seinni hálfleiknum,“ sagði Hlynur. Leikmenn skiptu mínútunum nokkuð vel á milli sín í leiknum í kvöld.Frábær hittni í kvöld „Við fengum mikið af bekknum í dag,“ sagði Hlynur. „Við náðum að keyra upp leikinn sem var ástæðan fyrir því að þeir urðu bara þreyttir í seinni hálfleik. Mér fannst þeir ekkert í rosalega góðu formi.“ Hlynur hefur verið að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna í undankeppninni en vítanýtingin verið verri, reyndar þangað til í kvöld. Sumir hafa haft á orði að Hlynur væri orðinn hittnari fyrir utan þriggja stiga. „Það er bara alveg rétt, þessa dagana. Það er yfirleitt ekki þannig en í þessari keppni hefur það verið þannig. Eigum við ekki heldur að reyna að halda hinu við og bæta vítin,“ sagði Hlynur sem setti sjö af níu vítum, fimm af sex í málningunni og tvö af þremur þriggja stiga skotum sínum. Nýtingin verður ekki mikið betri.Stefnir á 200 landsleiki Guðmundur Bragason afhenti Hlynur gullúr frá KKÍ fyrir leik í tilefni þess að Hlynur rauf 100 landsleikja múrinn. Guðmundur spilaði 169 landsleik þannig að nú munar 67 landsleikjum en Hlynur er á 34. aldursári. Getur hann náð Guðmundi? „Eiginlega eina spurningin er hvort ég nái 200 eða ekki. Ég held ég eigi eftir að eiga alveg stórleik í 200. landsleiknum. Mig grunar það.“ Hlynur þakkaði áhorfendum frábæran stuðning í kvöld og sagði það virkilega gaman að stemning á leikjum liðsins virðist vera orðin að reglu. Okkar menn mæta Belgum í Höllinni klukkan 16 á laugardaginn. EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kýpur 84-62 | Sannfærandi í seinni hálfleik í Höllinni Okkar menn mæta Belgum í úrslitaleik riðilsins á laugardaginn. 14. september 2016 21:45 Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Sjá meira
Hlynur Bæringsson spilaði sinn 102. landsleik í 84-62 sigri á Kýpverjum fyrir framan 1600 manns í Laugardalshöll í kvöld. Hann var besti maður vallarins með 18 stig og níu fráköst Leikur liðsins gekk ekki vel framan af en okkar menn leiddu þó í hálleik 42-36. „Við spiluðum mjög vel í þriðja leikhluta og fram í lok fjórða. Við erum svo óvanir því, margir hverjir á ferlinum, að vera fyrir fram líklegri. En það reddaðist í seinni hálfleiknum,“ sagði Hlynur. Leikmenn skiptu mínútunum nokkuð vel á milli sín í leiknum í kvöld.Frábær hittni í kvöld „Við fengum mikið af bekknum í dag,“ sagði Hlynur. „Við náðum að keyra upp leikinn sem var ástæðan fyrir því að þeir urðu bara þreyttir í seinni hálfleik. Mér fannst þeir ekkert í rosalega góðu formi.“ Hlynur hefur verið að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna í undankeppninni en vítanýtingin verið verri, reyndar þangað til í kvöld. Sumir hafa haft á orði að Hlynur væri orðinn hittnari fyrir utan þriggja stiga. „Það er bara alveg rétt, þessa dagana. Það er yfirleitt ekki þannig en í þessari keppni hefur það verið þannig. Eigum við ekki heldur að reyna að halda hinu við og bæta vítin,“ sagði Hlynur sem setti sjö af níu vítum, fimm af sex í málningunni og tvö af þremur þriggja stiga skotum sínum. Nýtingin verður ekki mikið betri.Stefnir á 200 landsleiki Guðmundur Bragason afhenti Hlynur gullúr frá KKÍ fyrir leik í tilefni þess að Hlynur rauf 100 landsleikja múrinn. Guðmundur spilaði 169 landsleik þannig að nú munar 67 landsleikjum en Hlynur er á 34. aldursári. Getur hann náð Guðmundi? „Eiginlega eina spurningin er hvort ég nái 200 eða ekki. Ég held ég eigi eftir að eiga alveg stórleik í 200. landsleiknum. Mig grunar það.“ Hlynur þakkaði áhorfendum frábæran stuðning í kvöld og sagði það virkilega gaman að stemning á leikjum liðsins virðist vera orðin að reglu. Okkar menn mæta Belgum í Höllinni klukkan 16 á laugardaginn.
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kýpur 84-62 | Sannfærandi í seinni hálfleik í Höllinni Okkar menn mæta Belgum í úrslitaleik riðilsins á laugardaginn. 14. september 2016 21:45 Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kýpur 84-62 | Sannfærandi í seinni hálfleik í Höllinni Okkar menn mæta Belgum í úrslitaleik riðilsins á laugardaginn. 14. september 2016 21:45