Lilja íhugar alvarlega varaformannsframboð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. september 2016 18:45 Lilja Alfreðsdóttir segir stöðu forsætisráðherra innan Framsóknarflokksins sterka eins og formannsins. Hún viðurkennir að ólga sé innan flokksins þótt formaðurinn hafi gert hreint fyrir sínum dyrum vegna Panamaskjalanna. Hún útilokar ekki framboð í embætti varaformanns. Forsætisráðherra lýsti því yfir á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um síðustu helgi að hann gæti ekki boðið sig fram til embættis varaformanns að nýju að óbreyttri stjórn flokksins. En á fundinum skiptust menn í fylkingar milli hans og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins. Nú hafa tveir ráðherrar, sem báðir lýsa stuðningi við Sigmund Davíð til áframhaldandi formennsku, sagt að til greina komi að þeir bjóði sig fram í varaformanninn. Gunnar Bragi Sveinsson í Fréttablaðinu í dag og utanríkisráðherra útilokar heldur ekki framboð. „Það eru mjög margir sem hafa hvatt mig til þess að gefa kost á mér í það og ég er að íhuga það þessa stundina,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra. Lilja segir þá sem skorað hafa á hana koma alls staðar að af landinu en þó aðallega úr Reykjavík og úr stuðningshópum bæði Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga. „Ég hef áhuga á því að vera í forystu flokksins. Ég veit ekki alveg hvort að sá tími sé kominn en eins og ég segi mér þykir mjög vænt um þessa hvatningu sem ég er að fá þessa dagana,“ segir Lilja Tvöfalt kjördæmaþing Framsóknarmanna fer fram í Norðausturkjördæmi um helgina. Þar verður kosið um fimm efstu sæti listans en þrír þingmenn í kjördæminu sækjast eftir fyrsta sætinu ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni flokksins. Sigurður Ingi, hefur ekki útilokað að bjóða sig fram til formanns en líklegt þykir að hann bíði með þá ákvörðun fram yfir kjördæmisþingið fyrir norðan. „Ég met stöðu hans mjög góða. Hann hefur verið mjög öflugur sem forsætisráðherra og ég held að flestir hafi fundið fyrir því, þannig að staða hans er sterk og staða formannsins er líka sterk. Forystan er ansi breið og öflug en auðvitað erum við að fara inn í flokksþing vegna þess að það er ólga í flokknum,“ segir Lilja. Hún segist ekki óttast að Wintris-mál Sigmundar Davíðs komi til með að skaða flokkinn í komandi kosningum. „Sigmundur Davíð hefur farið yfir þessi mál nokkuð gaumgæfilega, bæði opna heimasíðu og birt allt er tengist því,“ segir LiljaTveir fyrrverandi formenn flokksins hafa stigið fram núna bara á síðasta sólarhring og sagt að hann sé ekki búinn að gera hreint fyrir sínum dyrum. Hvernig meturðu það? „Ég met það þannig að það er gott að fólk lýsi yfir sínum skoðunum og það á bara eftir að koma í ljós á flokksþingi hver umræðan verður,“ segir Lilja Sigurður Ingi kom heim úr opinberri heimsókn forsætisráðherra til Danmerkur í gær og vildi lítið tjá sig við fréttastofu þegar hann var inntur eftir því hvort hann ætlaði í formannsframboð. „Ég hef ekki bara getað fylgst með því sem hefur gengið hérna á, á Íslandi og ég held að það hafi nú ekkert gerst sem ekki þoli að bíða einhverja klukkutíma, annað hvort seinnipartinn í dag eða á morgun,“ sagði Sigurður Ingi við komuna til landsins í gær. Fréttastofa reyndi ítrekað í dag að ná í Sigurð Inga í dag en án árangurs. Kosningar 2016 X16 Norðaustur Tengdar fréttir Stirt milli formanns og forsætisráðherra Menn eru sammála um að samræður á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um helgina hafi verið hreinskiptar og hreinsað andrúmsloftið. 12. september 2016 06:30 Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Þórólfur sagður styðja Sigurð Inga Fágæt innsýn í herbúðir Sigmundar Davíðs í nafnlausum pistlaskrifum Pressunnar. 14. september 2016 10:04 Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag,“ segir eiginkona forsætisráðherra. 13. september 2016 09:55 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir segir stöðu forsætisráðherra innan Framsóknarflokksins sterka eins og formannsins. Hún viðurkennir að ólga sé innan flokksins þótt formaðurinn hafi gert hreint fyrir sínum dyrum vegna Panamaskjalanna. Hún útilokar ekki framboð í embætti varaformanns. Forsætisráðherra lýsti því yfir á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um síðustu helgi að hann gæti ekki boðið sig fram til embættis varaformanns að nýju að óbreyttri stjórn flokksins. En á fundinum skiptust menn í fylkingar milli hans og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins. Nú hafa tveir ráðherrar, sem báðir lýsa stuðningi við Sigmund Davíð til áframhaldandi formennsku, sagt að til greina komi að þeir bjóði sig fram í varaformanninn. Gunnar Bragi Sveinsson í Fréttablaðinu í dag og utanríkisráðherra útilokar heldur ekki framboð. „Það eru mjög margir sem hafa hvatt mig til þess að gefa kost á mér í það og ég er að íhuga það þessa stundina,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra. Lilja segir þá sem skorað hafa á hana koma alls staðar að af landinu en þó aðallega úr Reykjavík og úr stuðningshópum bæði Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga. „Ég hef áhuga á því að vera í forystu flokksins. Ég veit ekki alveg hvort að sá tími sé kominn en eins og ég segi mér þykir mjög vænt um þessa hvatningu sem ég er að fá þessa dagana,“ segir Lilja Tvöfalt kjördæmaþing Framsóknarmanna fer fram í Norðausturkjördæmi um helgina. Þar verður kosið um fimm efstu sæti listans en þrír þingmenn í kjördæminu sækjast eftir fyrsta sætinu ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni flokksins. Sigurður Ingi, hefur ekki útilokað að bjóða sig fram til formanns en líklegt þykir að hann bíði með þá ákvörðun fram yfir kjördæmisþingið fyrir norðan. „Ég met stöðu hans mjög góða. Hann hefur verið mjög öflugur sem forsætisráðherra og ég held að flestir hafi fundið fyrir því, þannig að staða hans er sterk og staða formannsins er líka sterk. Forystan er ansi breið og öflug en auðvitað erum við að fara inn í flokksþing vegna þess að það er ólga í flokknum,“ segir Lilja. Hún segist ekki óttast að Wintris-mál Sigmundar Davíðs komi til með að skaða flokkinn í komandi kosningum. „Sigmundur Davíð hefur farið yfir þessi mál nokkuð gaumgæfilega, bæði opna heimasíðu og birt allt er tengist því,“ segir LiljaTveir fyrrverandi formenn flokksins hafa stigið fram núna bara á síðasta sólarhring og sagt að hann sé ekki búinn að gera hreint fyrir sínum dyrum. Hvernig meturðu það? „Ég met það þannig að það er gott að fólk lýsi yfir sínum skoðunum og það á bara eftir að koma í ljós á flokksþingi hver umræðan verður,“ segir Lilja Sigurður Ingi kom heim úr opinberri heimsókn forsætisráðherra til Danmerkur í gær og vildi lítið tjá sig við fréttastofu þegar hann var inntur eftir því hvort hann ætlaði í formannsframboð. „Ég hef ekki bara getað fylgst með því sem hefur gengið hérna á, á Íslandi og ég held að það hafi nú ekkert gerst sem ekki þoli að bíða einhverja klukkutíma, annað hvort seinnipartinn í dag eða á morgun,“ sagði Sigurður Ingi við komuna til landsins í gær. Fréttastofa reyndi ítrekað í dag að ná í Sigurð Inga í dag en án árangurs.
Kosningar 2016 X16 Norðaustur Tengdar fréttir Stirt milli formanns og forsætisráðherra Menn eru sammála um að samræður á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um helgina hafi verið hreinskiptar og hreinsað andrúmsloftið. 12. september 2016 06:30 Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Þórólfur sagður styðja Sigurð Inga Fágæt innsýn í herbúðir Sigmundar Davíðs í nafnlausum pistlaskrifum Pressunnar. 14. september 2016 10:04 Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag,“ segir eiginkona forsætisráðherra. 13. september 2016 09:55 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Stirt milli formanns og forsætisráðherra Menn eru sammála um að samræður á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um helgina hafi verið hreinskiptar og hreinsað andrúmsloftið. 12. september 2016 06:30
Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00
Þórólfur sagður styðja Sigurð Inga Fágæt innsýn í herbúðir Sigmundar Davíðs í nafnlausum pistlaskrifum Pressunnar. 14. september 2016 10:04
Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag,“ segir eiginkona forsætisráðherra. 13. september 2016 09:55