Stuðningsmenn þýska liðsins voru heldur betur ósáttir en reyndu samt að gera það besta úr ferð sinni á Etihad-völlinn og voru því ekkert að drífa sig heim.
Leikmenn liðsins röltu út á völlinn eftir að ljóst var að leikurinn færi ekki fram og þökkuðu stuðningsmönnunum fyrir komuna. Þeir tóku síðan íslenska víkingaklappið með sínu fólki en myndband af því má sjá hér að neðan.
Um 1.500 stuðningsmenn Gladbach voru mættir á leikinn í gær en reiknað er með að 400-500 hafi orðið eftir í Manchester og mæti á leikinn í kvöld.
Borussia Monchengladbach's players & fans did the Icelandic thunderclap at Man City (via @pav90) pic.twitter.com/YN5y8QpJzz
— 101 Great Goals (@101greatgoals) September 14, 2016