Keppnin Miss Universe Iceland fór fram í Gamla Bíó í gærkvöldi og var það Hildur María Leifsdóttir sem stóð uppi sem sigurvegari.
Hildur mun því keppa fyrir Íslands hönd í Miss Universe 30. janúar 2017 á Filippseyjum. Ekki hefur íslensk stúlka tekið þátt í keppninni síðan 2009 og verður Hildur því sú fyrsta í átta ár.
Í öðru sæti var Sigrún Eva Ármannsdóttir og í þriðja sæti var Andrea Sigurðardóttir. Hildur María er 23 ára kona úr Kópavoginum sem starfar sem flugfreyja hjá Icelandair.
Ljósmyndarinn Sigurjón Arnarson, betur þekktur sem Sissi, var á svæðinu og tók þessar frábæru myndir sem fylgja fréttinni. Þar má sjá þegar Hildur var krýnd Miss Universe Iceland og margt margt fleira.
Myndaveisla frá Miss Universe Iceland: Hildur María kom, sá og sigraði
Stefán Árni Pálsson skrifar
