Rodgers: Suárez er besti framherji heims Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. september 2016 09:30 Brendan Rodgers og Luis Suárez voru góðir saman hjá Liverpool. vísir/getty Skoska meistaraliðið Celtic mætir á Nývang í kvöld þegar Meistaradeild Evrópu fer af stað og spreytir sig gegn Spánarmeisturum Barcelona en þar mætir Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Celtic, sínum gamla lærisveini, Luis Suárez. Suárez var algjörlega magnaður tímabilið 2013-2014 í ensku úrvalsdeildinni þegar Liverpool var hársbreidd frá því að vinna titilinn en hann kvaddi um sumarið og gekk í raðir Barcelona fyrir 75 milljónir punda.Sjá einnig:Lið Íslands í Meistaradeild Evrópu verður fullskipað „Suárez er besti framherji heims í dag,“ sagði Brendan Rodgers á blaðamannafundi fyrir leikinn, en Suárez hefur komið að 131 marki í fyrstu 100 leikjunum fyrir Barcelona sem er meira en Cristiano Ronaldo og Lionel Messi afrekuðu. „Fyrst og fremst, þegar talað er um Suárez, þarf að tala um manninn. Suárez er einn fallegasti maður sem þú hittir. Hann er auðmjúkur maður sem leggur gríðarlega hart að sér.“ „Mesta hrós sem er hægt að gefa honum er að benda á að hann gekk í raðir heimsklassa liðs en gerði það betra. Barcelona væri ekki jafngott án hans. Er hægt að stöðva hann? Það er mjög erfitt. Heimsklassa leikmenn eins og hann finna sér alltaf pláss,“ sagði Rodgers. Norður-Írinn sagði framherjatríó Börsunga; Neymar, Messi og Suárez, vera líklega það besta í sögunni. Skosku meistararnir eru þó ekki mættir á Nývang til að njóta stundarinnar heldur ætla þeir að reyna að ná góðum úrslitum. „Við erum ekki komnir hingað til að vera farþegar,“ sagði Brendan Rodgers. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir PSG reyndi að fá Wenger í þrígang en ást hans á Arsenal heldur honum í Lundúnum Skytturnar heimsækja Frakklandsmeistara síðustu fjögurra ára í stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni. 13. september 2016 08:30 Lið Íslands í Meistaradeild Evrópu verður fullskipað Birkir Bjarnason verður að öllum líkindum ellefti Íslendingurinn sem spilar í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 13. september 2016 06:00 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Sjá meira
Skoska meistaraliðið Celtic mætir á Nývang í kvöld þegar Meistaradeild Evrópu fer af stað og spreytir sig gegn Spánarmeisturum Barcelona en þar mætir Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Celtic, sínum gamla lærisveini, Luis Suárez. Suárez var algjörlega magnaður tímabilið 2013-2014 í ensku úrvalsdeildinni þegar Liverpool var hársbreidd frá því að vinna titilinn en hann kvaddi um sumarið og gekk í raðir Barcelona fyrir 75 milljónir punda.Sjá einnig:Lið Íslands í Meistaradeild Evrópu verður fullskipað „Suárez er besti framherji heims í dag,“ sagði Brendan Rodgers á blaðamannafundi fyrir leikinn, en Suárez hefur komið að 131 marki í fyrstu 100 leikjunum fyrir Barcelona sem er meira en Cristiano Ronaldo og Lionel Messi afrekuðu. „Fyrst og fremst, þegar talað er um Suárez, þarf að tala um manninn. Suárez er einn fallegasti maður sem þú hittir. Hann er auðmjúkur maður sem leggur gríðarlega hart að sér.“ „Mesta hrós sem er hægt að gefa honum er að benda á að hann gekk í raðir heimsklassa liðs en gerði það betra. Barcelona væri ekki jafngott án hans. Er hægt að stöðva hann? Það er mjög erfitt. Heimsklassa leikmenn eins og hann finna sér alltaf pláss,“ sagði Rodgers. Norður-Írinn sagði framherjatríó Börsunga; Neymar, Messi og Suárez, vera líklega það besta í sögunni. Skosku meistararnir eru þó ekki mættir á Nývang til að njóta stundarinnar heldur ætla þeir að reyna að ná góðum úrslitum. „Við erum ekki komnir hingað til að vera farþegar,“ sagði Brendan Rodgers.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir PSG reyndi að fá Wenger í þrígang en ást hans á Arsenal heldur honum í Lundúnum Skytturnar heimsækja Frakklandsmeistara síðustu fjögurra ára í stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni. 13. september 2016 08:30 Lið Íslands í Meistaradeild Evrópu verður fullskipað Birkir Bjarnason verður að öllum líkindum ellefti Íslendingurinn sem spilar í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 13. september 2016 06:00 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Sjá meira
PSG reyndi að fá Wenger í þrígang en ást hans á Arsenal heldur honum í Lundúnum Skytturnar heimsækja Frakklandsmeistara síðustu fjögurra ára í stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni. 13. september 2016 08:30
Lið Íslands í Meistaradeild Evrópu verður fullskipað Birkir Bjarnason verður að öllum líkindum ellefti Íslendingurinn sem spilar í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 13. september 2016 06:00