Jón Margeir með tárin í augunum: „Ég vildi vinna gullið fyrir ástina mína“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2016 09:30 Jón Margeir Sverrisson beygði af í viðtali við RÚV eftir sundið. mynd/skjáskot Jón Margeir Sverrisson náði ekki að verja gullið sitt í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í gærkvöldi en hann hafnaði í fjórða sæti. Jón Margeir, sem varð Ólympíumeistari í þessari grein í Lundúnum fyrir fjórum árum, kom í mark á tímanum 1:57,50 og var rúmlega sekúndu á eftir sigurvegaranum Wai Lok Tang. „Ég reyndi að fara fyrstu 100 sæmilega hratt og gefa svo í eins og í London en Kínverjinn sem var við hliðina á mér var of hraður. Það er allt í lagi að leyfa öðrum að fá gull. Kínverjinn átti það skilið,“ sagði Jón Margeir í einlægu viðtali við RÚV eftir sundið. „Ég er sáttur við tímann, hann var betri en ég bjóst við. Þetta var svolítið erfitt í lokin. Svona er þetta bara.“ Aðspurður hvort hann væri sáttur við árangurinn beygði þessi frábæri íþróttamaður af en hann langaði mikið að vinna gullið fyrir kærustuna sína, Stefaníu Daney Guðmundsdóttur, sem er afrekskona í frjálsíþróttum fatlaðra. „Fjórða sætið er allt í lagi. Auðvitað vildi ég fara á pall, en ég er sáttur. Ég er smá sorgmæddur því ég vildi vinna gull fyrir ástina mína, Stefaníu. En svona er þetta bara,“ sagði Jón Margeir. „Ég gerði það besta sem ég gat fyrir Stefaníu, ástina mína. Það er ekki hægt að gera neitt við því. Ég er sáttur og ég held að þjóðin okkar sé mjög sátt.“ Jón Margeir stefnir nú á að fara að æfa þríþraut og ætlar að komast í Iron Man, stærstu þríþrautarkeppni heims, áður en hann verður þrítugur. „Þríþrautin er eina greinin sem ég sé mig ná meiri árangri. Ég ætla að æfa þríþraut þangað til ég gefst upp á henni. Markmið mitt er að komast á Iron Man fyrir þrítugt. Það eru sex ár í það en ég er að verða 24 ára,“ sagði Jón Margeir sem þakkaði svo öllum fyrir stuðninginn og þar minntist hann aftur á ástina í lífi sínu. „Ég vil þakka öllum styrktaraðilum, fjölskyldu, ættingjum og öllum pakkanum. Svo er ástin mín styrktaraðili líka. Hún hjálpaði mér með að hætta að drekka gos eftir að ég fór til Miami þannig þetta er allt henni að þakka. Þannig, já, takk fyrir mig,“ sagði Jón Margeir Sverrisson.Allt viðtalið má sjá hér. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Jón Margeir hafnaði í fjórða sæti í úrslitasundinu Jón Margeir Sverrisson hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Paralympics í Ríó en hann kom í mark á 1:57,50, rúmlega sekúndu á eftir sigurvegaranum Wai Lok Tang frá Hong Kong. 11. september 2016 21:40 Jón Margeir með fimmta besta tímann í undanrásunum og keppir til úrslita Jón Margeir Sverrisson var annar í sínum riðli og alls í fimmta sæti í undanrásunum í 200 metra skriðsundi á Paralympics er hann kom í mark á 2:00,01. 11. september 2016 13:47 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Sjá meira
Jón Margeir Sverrisson náði ekki að verja gullið sitt í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í gærkvöldi en hann hafnaði í fjórða sæti. Jón Margeir, sem varð Ólympíumeistari í þessari grein í Lundúnum fyrir fjórum árum, kom í mark á tímanum 1:57,50 og var rúmlega sekúndu á eftir sigurvegaranum Wai Lok Tang. „Ég reyndi að fara fyrstu 100 sæmilega hratt og gefa svo í eins og í London en Kínverjinn sem var við hliðina á mér var of hraður. Það er allt í lagi að leyfa öðrum að fá gull. Kínverjinn átti það skilið,“ sagði Jón Margeir í einlægu viðtali við RÚV eftir sundið. „Ég er sáttur við tímann, hann var betri en ég bjóst við. Þetta var svolítið erfitt í lokin. Svona er þetta bara.“ Aðspurður hvort hann væri sáttur við árangurinn beygði þessi frábæri íþróttamaður af en hann langaði mikið að vinna gullið fyrir kærustuna sína, Stefaníu Daney Guðmundsdóttur, sem er afrekskona í frjálsíþróttum fatlaðra. „Fjórða sætið er allt í lagi. Auðvitað vildi ég fara á pall, en ég er sáttur. Ég er smá sorgmæddur því ég vildi vinna gull fyrir ástina mína, Stefaníu. En svona er þetta bara,“ sagði Jón Margeir. „Ég gerði það besta sem ég gat fyrir Stefaníu, ástina mína. Það er ekki hægt að gera neitt við því. Ég er sáttur og ég held að þjóðin okkar sé mjög sátt.“ Jón Margeir stefnir nú á að fara að æfa þríþraut og ætlar að komast í Iron Man, stærstu þríþrautarkeppni heims, áður en hann verður þrítugur. „Þríþrautin er eina greinin sem ég sé mig ná meiri árangri. Ég ætla að æfa þríþraut þangað til ég gefst upp á henni. Markmið mitt er að komast á Iron Man fyrir þrítugt. Það eru sex ár í það en ég er að verða 24 ára,“ sagði Jón Margeir sem þakkaði svo öllum fyrir stuðninginn og þar minntist hann aftur á ástina í lífi sínu. „Ég vil þakka öllum styrktaraðilum, fjölskyldu, ættingjum og öllum pakkanum. Svo er ástin mín styrktaraðili líka. Hún hjálpaði mér með að hætta að drekka gos eftir að ég fór til Miami þannig þetta er allt henni að þakka. Þannig, já, takk fyrir mig,“ sagði Jón Margeir Sverrisson.Allt viðtalið má sjá hér.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Jón Margeir hafnaði í fjórða sæti í úrslitasundinu Jón Margeir Sverrisson hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Paralympics í Ríó en hann kom í mark á 1:57,50, rúmlega sekúndu á eftir sigurvegaranum Wai Lok Tang frá Hong Kong. 11. september 2016 21:40 Jón Margeir með fimmta besta tímann í undanrásunum og keppir til úrslita Jón Margeir Sverrisson var annar í sínum riðli og alls í fimmta sæti í undanrásunum í 200 metra skriðsundi á Paralympics er hann kom í mark á 2:00,01. 11. september 2016 13:47 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Sjá meira
Jón Margeir hafnaði í fjórða sæti í úrslitasundinu Jón Margeir Sverrisson hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Paralympics í Ríó en hann kom í mark á 1:57,50, rúmlega sekúndu á eftir sigurvegaranum Wai Lok Tang frá Hong Kong. 11. september 2016 21:40
Jón Margeir með fimmta besta tímann í undanrásunum og keppir til úrslita Jón Margeir Sverrisson var annar í sínum riðli og alls í fimmta sæti í undanrásunum í 200 metra skriðsundi á Paralympics er hann kom í mark á 2:00,01. 11. september 2016 13:47