Stuðningsmaður Rostov kastaði banana inn á völlinn | UEFA rannsakar málið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. september 2016 14:00 Rasismi er stórt vandamál á fótboltaleikjum í Rússlandi. vísir/getty Heðgun stuðningsmanna rússneska liðsins FK Rostov verður líklega tekin til skoðunar hjá aganefnd UEFA. Rostov mætti PSV Eindhoven á heimavelli sínum, Olimp-2, í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær en þetta var fyrsti heimaleikur félagsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar frá upphafi. Leikar fóru 2-2. Þegar um átta mínútur voru liðnar af leiknum var banana kastað inn á völlinn og hann lá þar í a.m.k. 15 mínútur að sögn FARE Network, sem rannsakar rasisma fyrir UEFA. Rasismi er þekkt vandamál í rússneskum fótbolta en leikmenn sem eru dökkir á hörund hafa lengi þurft að þola kynþáttaníð í leikjum í Rússlandi. Rostov hefur þegar lent í vandræðum vegna rasisma stuðningsmanna liðsins á þessu tímabili. Hluti stúkunnar á Olimp-2 var t.a.m. lokaður í gær vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna Rostov í leik gegn Ajax í forkeppni Meistaradeildarinnar í síðasta mánuði. Vyacheslav Koloskov, heiðursforseti rússneska knattspyrnusambandsins, segir að atvik eins og það sem átti sér stað í gær hafi slæm áhrif á ímynd Rússlands sem heldur HM 2018. „Þessi banani gæti reynst okkur dýr. Við getum ekki liðið svona hegðun, sérstaklega á þessum tímapunkti. Rostov gæti þurft að spila leik fyrir luktum dyrum,“ sagði Koloskov. Alexei Sorokin, yfirmaður skipulagsnefndar HM 2018, tók annan pól í hæðina og virtist ekki hafa miklar áhyggjur af þessu atviki. „Atvikið í Rostov var einstakt og mun ekki endurtaka sig í framtíðinni,“ sagði Sorokin. „Við munum skoða málið með rússneska knattspyrnusambandinu en það gefur auga leið að það er ekki hægt að fylgjast með hverjum einasta áhorfanda á vellinum.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Haukar voru betri í dag Körfubolti Fleiri fréttir Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Sjá meira
Heðgun stuðningsmanna rússneska liðsins FK Rostov verður líklega tekin til skoðunar hjá aganefnd UEFA. Rostov mætti PSV Eindhoven á heimavelli sínum, Olimp-2, í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær en þetta var fyrsti heimaleikur félagsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar frá upphafi. Leikar fóru 2-2. Þegar um átta mínútur voru liðnar af leiknum var banana kastað inn á völlinn og hann lá þar í a.m.k. 15 mínútur að sögn FARE Network, sem rannsakar rasisma fyrir UEFA. Rasismi er þekkt vandamál í rússneskum fótbolta en leikmenn sem eru dökkir á hörund hafa lengi þurft að þola kynþáttaníð í leikjum í Rússlandi. Rostov hefur þegar lent í vandræðum vegna rasisma stuðningsmanna liðsins á þessu tímabili. Hluti stúkunnar á Olimp-2 var t.a.m. lokaður í gær vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna Rostov í leik gegn Ajax í forkeppni Meistaradeildarinnar í síðasta mánuði. Vyacheslav Koloskov, heiðursforseti rússneska knattspyrnusambandsins, segir að atvik eins og það sem átti sér stað í gær hafi slæm áhrif á ímynd Rússlands sem heldur HM 2018. „Þessi banani gæti reynst okkur dýr. Við getum ekki liðið svona hegðun, sérstaklega á þessum tímapunkti. Rostov gæti þurft að spila leik fyrir luktum dyrum,“ sagði Koloskov. Alexei Sorokin, yfirmaður skipulagsnefndar HM 2018, tók annan pól í hæðina og virtist ekki hafa miklar áhyggjur af þessu atviki. „Atvikið í Rostov var einstakt og mun ekki endurtaka sig í framtíðinni,“ sagði Sorokin. „Við munum skoða málið með rússneska knattspyrnusambandinu en það gefur auga leið að það er ekki hægt að fylgjast með hverjum einasta áhorfanda á vellinum.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Haukar voru betri í dag Körfubolti Fleiri fréttir Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Sjá meira