Fundurinn í Finnlandi: Eina vandamálið er að fótboltinn og karfan spila sama dag Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. september 2016 12:30 Hannes S. Jónsson er bjartsýnn á að fótboltinn og karfan geti verið í stuði saman í Helsinki. vísir/vilhelm/valli „Fundurinn var mjög góður og mjög gagnlegur. Þetta lítur vel út. Það lítur margt jákvæðara út núna en það gerði fyrir nokkrum dögum síðan.“ Þetta segir Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, í samtali við Vísi um fund KKÍ með finnska körfuboltasambandinu um mögulegt samstarf á Evrópumótinu á næsta ári. Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku kemur Ísland til greina sem félagi Finnlands á EM en það myndi tryggja strákunum okkar leikstað í Helsinki auk þess sem KKÍ getur haft áhrif á keppnina og komið með sínar kröfur verði það samstarfsaðili Finnanna. „Við eigum eftir að landa þessu endanlega en ég er jákvæður fyrir þessu. Það eru ýmsir lausir endar eftir enn þá og við vitum að Finnarnir eru að skoða aðra möguleika. Ég tel okkur samt mjög líklega og held að við séum kostur númer eitt hjá Finnunum,“ segir Hannes, en ákvörðun þarf að liggja fyrir 21. október.Jón Arnór Stefánsson og strákarnir okkar komust á EM annað skiptið í röð.vísir/valliÁhuginn mikilvægur Gulrótin fyrir finnska sambandið að fá Ísland sem samstarfsaðila er leikur Íslands og Finnlands í undankeppni HM 2018 í fótbolta sem fram fer þegar EM á sér stað í byrjun september á næsta ári. Hannes og starfslið KKÍ, sem fundaði með finnska sambandinu í gær, er búið að reyna telja kollegum sínum trú um að það geti komið með 2.000-3.000 Íslendinga til Helsinki á næsta ári. „Við hvetjum bara alla til að senda okkur tölvupóst á kki@kki.is og lýsa yfir áhuga á að fara. Allur stuðningur og yfirlýsingar um að fólk ætli að skella sér út á næsta ári hjálpar okkur í viðræðunum,“ segir Hannes. Eina vandamálið er, að sögn Hannesar, er að nú er orðið ljóst að íslenska körfuboltalandsliðið spilar 2. september. Óvíst er á móti hverjum en eina sem KKÍ veit er að leikið verður í öllum riðlum þann daginn.Fótboltalandsliðið spilar væntanlega á Ratina-vellinum í Tampere sem er tveimur tímum frá Helsinki.mynd/wikipediaLestin bíður Það er ekki gott því fótboltalandsleikurinn fer einnig fram 2. september og það í Tampere en ekki í Helsinki vegna endurbóta á Ólympíuvellinum í höfuðborginni. Tampere er í tveggja tíma fjarlægð með lest frá Helsinki. „Ef það má tala um bakslag er það þetta. Við erum að bíða eftir því að samþykkt verði að við getum spilað okkar leik fyrr um daginn þannig allir Íslendingar sem vilja geta farið á fótboltaleikinn,“ segir Hannes. Leiktímarnir á EM í körfubolta verða þrír. Fyrst verður spilað klukkan 14.00, svo 16.45 og síðasti leiktíminn er klukkan 20.00. Finnarnir munu væntanlega alltaf spila klukkan 20.00 og mun íslenska liðið því forðast það að mæta þeim 2. september þar sem fótboltaleikurinn á að hefjast klukkan 16.00 en mögulega væri hægt að seinka honum. „Við, Finnarnir og Fiba Europe myndum vinna í því að vera með lest klára á lestarstöðinni við keppnishöllina í körfunni sem er í 3-4 mínútna göngufæri. Hún myndi bíða eftir þeim sem vilja fara á fótboltann og frá lestarstöðinni í Tampere eru bara nokkrar mínútur á völlinn. Auðvitað hefðum við bara viljað eiga frí á laugardeginum þannig allir gætu kíkt á fótboltann en þetta verður leyst,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ísland í neðsta styrkleikaflokki Ísland verður í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2017 í körfubolta 22. nóvember næstkomandi. 22. september 2016 14:06 Ísland kemur til greina sem félagi Finnlands á EM og spilar þá í Helsinki KKÍ fundar með finnska körfuboltasambandinu í næstu viku en mikilvægt er fyrir íslenska sambandið að ná samningum. 20. september 2016 14:02 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Sjá meira
„Fundurinn var mjög góður og mjög gagnlegur. Þetta lítur vel út. Það lítur margt jákvæðara út núna en það gerði fyrir nokkrum dögum síðan.“ Þetta segir Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, í samtali við Vísi um fund KKÍ með finnska körfuboltasambandinu um mögulegt samstarf á Evrópumótinu á næsta ári. Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku kemur Ísland til greina sem félagi Finnlands á EM en það myndi tryggja strákunum okkar leikstað í Helsinki auk þess sem KKÍ getur haft áhrif á keppnina og komið með sínar kröfur verði það samstarfsaðili Finnanna. „Við eigum eftir að landa þessu endanlega en ég er jákvæður fyrir þessu. Það eru ýmsir lausir endar eftir enn þá og við vitum að Finnarnir eru að skoða aðra möguleika. Ég tel okkur samt mjög líklega og held að við séum kostur númer eitt hjá Finnunum,“ segir Hannes, en ákvörðun þarf að liggja fyrir 21. október.Jón Arnór Stefánsson og strákarnir okkar komust á EM annað skiptið í röð.vísir/valliÁhuginn mikilvægur Gulrótin fyrir finnska sambandið að fá Ísland sem samstarfsaðila er leikur Íslands og Finnlands í undankeppni HM 2018 í fótbolta sem fram fer þegar EM á sér stað í byrjun september á næsta ári. Hannes og starfslið KKÍ, sem fundaði með finnska sambandinu í gær, er búið að reyna telja kollegum sínum trú um að það geti komið með 2.000-3.000 Íslendinga til Helsinki á næsta ári. „Við hvetjum bara alla til að senda okkur tölvupóst á kki@kki.is og lýsa yfir áhuga á að fara. Allur stuðningur og yfirlýsingar um að fólk ætli að skella sér út á næsta ári hjálpar okkur í viðræðunum,“ segir Hannes. Eina vandamálið er, að sögn Hannesar, er að nú er orðið ljóst að íslenska körfuboltalandsliðið spilar 2. september. Óvíst er á móti hverjum en eina sem KKÍ veit er að leikið verður í öllum riðlum þann daginn.Fótboltalandsliðið spilar væntanlega á Ratina-vellinum í Tampere sem er tveimur tímum frá Helsinki.mynd/wikipediaLestin bíður Það er ekki gott því fótboltalandsleikurinn fer einnig fram 2. september og það í Tampere en ekki í Helsinki vegna endurbóta á Ólympíuvellinum í höfuðborginni. Tampere er í tveggja tíma fjarlægð með lest frá Helsinki. „Ef það má tala um bakslag er það þetta. Við erum að bíða eftir því að samþykkt verði að við getum spilað okkar leik fyrr um daginn þannig allir Íslendingar sem vilja geta farið á fótboltaleikinn,“ segir Hannes. Leiktímarnir á EM í körfubolta verða þrír. Fyrst verður spilað klukkan 14.00, svo 16.45 og síðasti leiktíminn er klukkan 20.00. Finnarnir munu væntanlega alltaf spila klukkan 20.00 og mun íslenska liðið því forðast það að mæta þeim 2. september þar sem fótboltaleikurinn á að hefjast klukkan 16.00 en mögulega væri hægt að seinka honum. „Við, Finnarnir og Fiba Europe myndum vinna í því að vera með lest klára á lestarstöðinni við keppnishöllina í körfunni sem er í 3-4 mínútna göngufæri. Hún myndi bíða eftir þeim sem vilja fara á fótboltann og frá lestarstöðinni í Tampere eru bara nokkrar mínútur á völlinn. Auðvitað hefðum við bara viljað eiga frí á laugardeginum þannig allir gætu kíkt á fótboltann en þetta verður leyst,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ísland í neðsta styrkleikaflokki Ísland verður í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2017 í körfubolta 22. nóvember næstkomandi. 22. september 2016 14:06 Ísland kemur til greina sem félagi Finnlands á EM og spilar þá í Helsinki KKÍ fundar með finnska körfuboltasambandinu í næstu viku en mikilvægt er fyrir íslenska sambandið að ná samningum. 20. september 2016 14:02 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Sjá meira
Ísland í neðsta styrkleikaflokki Ísland verður í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2017 í körfubolta 22. nóvember næstkomandi. 22. september 2016 14:06
Ísland kemur til greina sem félagi Finnlands á EM og spilar þá í Helsinki KKÍ fundar með finnska körfuboltasambandinu í næstu viku en mikilvægt er fyrir íslenska sambandið að ná samningum. 20. september 2016 14:02
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum