Conor berst um léttvigtarbeltið í New York á trufluðu bardagakvöldi Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. september 2016 08:15 Gleðileg jól. mynd/skjáskot Conor McGregor mætir Eddie Alvarez á UFC 205-bardagakvöldinu í New York 12. nóvember og fær þar tækifæri til að hirða léttvigtarbeltið af Bandaríkjamanninum og vera fyrst handhafi tveggja heimsmeistaratitla í UFC. Bardaginn fer fram viku áður en Gunnar Nelson mætir aftur í búrið í Belfast. UFC staðfesti aðalbardaga kvöldsins í nótt en þetta verður í fyrsta skipti sem UFC-kvöld fer fram í New York eftir að banni á bardagakvöldum í ríkinu var aflétt fyrr á árinu. Conor, sem er handhafi heimsmeistaratitilsins í fjaðurvigt, átti að berjast gegn Rafael dos Anjos um léttvigtarbeltið í mars en Dos Anjos þurfti að hætta við nokkrum vikum fyrir bardagann vegna meiðsla. Þess í stað barðist Conor McGregor við Nate Diaz og tapaði en þegar þeir mættust aftur á UFC 202 hefndi írski vélbyssukjafturinn fyrir tapið og tók Diaz á meirihluta ákvörðun dómara. Eddie Alvarez er 32 ára gamall Bandaríkjamaður frá Phiadelphia sem varð heimsmeistari í léttvigt í júlí þegar hann vann Rafael dos Anjos í titilbardaga á tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu.IT'S GOING DOWN!! @TheNotoriousMMA challenges @EAlvarezFight for the lightweight title @TheGarden!! #UFC205 is OFFICIALLY pic.twitter.com/vRtyi34QEd — UFC (@ufc) September 27, 2016 Alvarez hefur unnið 28 bardaga og tapað fjórum á sínum ferli en hann tapaði í frumraun sinni í UFC gegn Donald „Cowboy“ Cerrone fyrir tveimur árum. Hann hefur síðan þá unnið Gilbert Melendez og Anthony Pettis á dómaraúrskurði og nú síðast Dos Anjos í bardaga um léttvigtarbeltið. Conor McGregor hefur ekki enn varið fjaðurvigtarbeltið sitt síðan hann rotaði Jose Aldo á tólf sekúndum í desember á síðasta ári. Bardagakvöldið verður stjörnum prýtt en auk Conors og Alvarez mun Tyron Woodley verja beltið sitt í veltivigt, þyngdarflokki Gunnars Nelson, á móti Stephen Thompson. Joanna Jedrzejcyk ver einnig heimsmeistaratitilinn sinn þegar hún leggur beltið í strávigt undir gegn samlöndu sinni frá Póllandi, Karolinu Kowalkiewicz. Fleiri magnaðir bardagar fara fram þetta kvöld en hér má sjá allt kortið. MMA Tengdar fréttir Mayweather gefst upp á Conor McGregor Svo virðist sem öll von sé úti um bardaga á milli Floyd Mayweather og Conor McGregor. 20. september 2016 22:15 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Conor McGregor mætir Eddie Alvarez á UFC 205-bardagakvöldinu í New York 12. nóvember og fær þar tækifæri til að hirða léttvigtarbeltið af Bandaríkjamanninum og vera fyrst handhafi tveggja heimsmeistaratitla í UFC. Bardaginn fer fram viku áður en Gunnar Nelson mætir aftur í búrið í Belfast. UFC staðfesti aðalbardaga kvöldsins í nótt en þetta verður í fyrsta skipti sem UFC-kvöld fer fram í New York eftir að banni á bardagakvöldum í ríkinu var aflétt fyrr á árinu. Conor, sem er handhafi heimsmeistaratitilsins í fjaðurvigt, átti að berjast gegn Rafael dos Anjos um léttvigtarbeltið í mars en Dos Anjos þurfti að hætta við nokkrum vikum fyrir bardagann vegna meiðsla. Þess í stað barðist Conor McGregor við Nate Diaz og tapaði en þegar þeir mættust aftur á UFC 202 hefndi írski vélbyssukjafturinn fyrir tapið og tók Diaz á meirihluta ákvörðun dómara. Eddie Alvarez er 32 ára gamall Bandaríkjamaður frá Phiadelphia sem varð heimsmeistari í léttvigt í júlí þegar hann vann Rafael dos Anjos í titilbardaga á tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu.IT'S GOING DOWN!! @TheNotoriousMMA challenges @EAlvarezFight for the lightweight title @TheGarden!! #UFC205 is OFFICIALLY pic.twitter.com/vRtyi34QEd — UFC (@ufc) September 27, 2016 Alvarez hefur unnið 28 bardaga og tapað fjórum á sínum ferli en hann tapaði í frumraun sinni í UFC gegn Donald „Cowboy“ Cerrone fyrir tveimur árum. Hann hefur síðan þá unnið Gilbert Melendez og Anthony Pettis á dómaraúrskurði og nú síðast Dos Anjos í bardaga um léttvigtarbeltið. Conor McGregor hefur ekki enn varið fjaðurvigtarbeltið sitt síðan hann rotaði Jose Aldo á tólf sekúndum í desember á síðasta ári. Bardagakvöldið verður stjörnum prýtt en auk Conors og Alvarez mun Tyron Woodley verja beltið sitt í veltivigt, þyngdarflokki Gunnars Nelson, á móti Stephen Thompson. Joanna Jedrzejcyk ver einnig heimsmeistaratitilinn sinn þegar hún leggur beltið í strávigt undir gegn samlöndu sinni frá Póllandi, Karolinu Kowalkiewicz. Fleiri magnaðir bardagar fara fram þetta kvöld en hér má sjá allt kortið.
MMA Tengdar fréttir Mayweather gefst upp á Conor McGregor Svo virðist sem öll von sé úti um bardaga á milli Floyd Mayweather og Conor McGregor. 20. september 2016 22:15 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Mayweather gefst upp á Conor McGregor Svo virðist sem öll von sé úti um bardaga á milli Floyd Mayweather og Conor McGregor. 20. september 2016 22:15