Nýta sér athyglina og vilja eiga vörumerkið Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. september 2016 07:00 „Málið sem er til skoðunar núna á sér talsverðan aðdraganda og hefur þegar mikil vinna farið fram af hálfu Samtaka atvinnulífsins og hóps aðildarfyrirtækja þess í samstarfi við Íslandsstofu og utanríkisráðuneytið,“ segir Bergþóra Halldórsdóttir, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins. Fréttablaðið greindi frá því í gær að til greina kæmi að höfða mál til þess að krefjast ógildingar á skráningu bresku matvöruverslanakeðjunnar Iceland á vörumerkinu Iceland í ríkjum innan Evrópusambandsins. Í fréttinni var greint frá því að Íslandsstofa hefði skráð vörumerkið Inspired by Iceland víða erlendis. Breska matvörukeðjan Iceland hefði andmælt þegar vörumerkið hefði verið skráð fyrir vöruflokka sem skarast á við þá flokka sem vörumerki verslanakeðjunnar er skráð fyrir. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið fékk eftir að fréttin birtist í gær á þetta við um fleiri íslenska framleiðendur en þá sem markaðssetja vörur sínar undir Inspired by Iceland. Það mun ekki síst hafa farið fyrir brjóstið á íslenskum framleiðendum að á sama tíma og matvöruverslunin nýtir sér þá jákvæðu athygli sem Ísland hefur fengið, til dæmis í kringum Evrópumótið í knattspyrnu í sumar, sé fyrirtækið á sama tíma að freista þess að útiloka íslenska framleiðendur frá notkun vörumerkisins. Bergþóra segir að upprunalega hafi deilan verið vegna vörumerkjaskráningar fyrirtækisins í Bretlandi en það sem sé nú til skoðunar varði Evrópuskráningu á vörumerkinu. „Það er ekki verið að finna að því að breska matvöruverslanakeðjan Iceland Foods hafi nefnt verslanir sínar í höfuðið á ensku landheiti okkar en það sem við höfum talið óheppilegt er að Iceland Foods hefur ekki einungis skráð myndmerki sitt heldur sjálft orðmerkið Iceland,“ segir Bergþóra. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af því að slík skráning geti falið í sér takmörkun á rétti annarra til að nota orðið Iceland í vörumerkjum sínum. „Höfum við fyrst og fremst haft hag íslenskra fyrirtækja í huga í þeim efnum, þeirra sem eru að flytja út íslenskar afurðir eða hugvit og vilja tengja sig við uppruna sinn,“ segir Bergþóra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Iceland heldur með Íslandi á EM í Frakklandi Breski stórmarkaðurinn með skemmtilega nafnið ætlar að styðja íslenska fótboltalandsliðið á Evrópumótinu í Frakklandi sem hefst eftir aðeins átta daga. 2. júní 2016 13:38 Vilja ógilda rétt á vörumerkinu Iceland Breska matvöruverslunin Iceland hefur gert athugasemdir við að Íslandsstofa noti vörumerkið Inspired by Iceland í markaðssetningu. Til skoðunar er að leggja fram kröfu til þess að ógilda rétt matvöruverslunarkeðjunnar til þess að nota v 21. september 2016 07:00 Iceland bætir Englendingum upp tapið með fríum bjór Breska verslunarkeðjan Iceland ætlar að bæta Englendingum upp tapið fyrir Íslandi á EM 2016 með því að bjóða upp á frían bjór í dag. 28. júní 2016 14:36 Mest lesið Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
„Málið sem er til skoðunar núna á sér talsverðan aðdraganda og hefur þegar mikil vinna farið fram af hálfu Samtaka atvinnulífsins og hóps aðildarfyrirtækja þess í samstarfi við Íslandsstofu og utanríkisráðuneytið,“ segir Bergþóra Halldórsdóttir, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins. Fréttablaðið greindi frá því í gær að til greina kæmi að höfða mál til þess að krefjast ógildingar á skráningu bresku matvöruverslanakeðjunnar Iceland á vörumerkinu Iceland í ríkjum innan Evrópusambandsins. Í fréttinni var greint frá því að Íslandsstofa hefði skráð vörumerkið Inspired by Iceland víða erlendis. Breska matvörukeðjan Iceland hefði andmælt þegar vörumerkið hefði verið skráð fyrir vöruflokka sem skarast á við þá flokka sem vörumerki verslanakeðjunnar er skráð fyrir. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið fékk eftir að fréttin birtist í gær á þetta við um fleiri íslenska framleiðendur en þá sem markaðssetja vörur sínar undir Inspired by Iceland. Það mun ekki síst hafa farið fyrir brjóstið á íslenskum framleiðendum að á sama tíma og matvöruverslunin nýtir sér þá jákvæðu athygli sem Ísland hefur fengið, til dæmis í kringum Evrópumótið í knattspyrnu í sumar, sé fyrirtækið á sama tíma að freista þess að útiloka íslenska framleiðendur frá notkun vörumerkisins. Bergþóra segir að upprunalega hafi deilan verið vegna vörumerkjaskráningar fyrirtækisins í Bretlandi en það sem sé nú til skoðunar varði Evrópuskráningu á vörumerkinu. „Það er ekki verið að finna að því að breska matvöruverslanakeðjan Iceland Foods hafi nefnt verslanir sínar í höfuðið á ensku landheiti okkar en það sem við höfum talið óheppilegt er að Iceland Foods hefur ekki einungis skráð myndmerki sitt heldur sjálft orðmerkið Iceland,“ segir Bergþóra. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af því að slík skráning geti falið í sér takmörkun á rétti annarra til að nota orðið Iceland í vörumerkjum sínum. „Höfum við fyrst og fremst haft hag íslenskra fyrirtækja í huga í þeim efnum, þeirra sem eru að flytja út íslenskar afurðir eða hugvit og vilja tengja sig við uppruna sinn,“ segir Bergþóra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tengdar fréttir Iceland heldur með Íslandi á EM í Frakklandi Breski stórmarkaðurinn með skemmtilega nafnið ætlar að styðja íslenska fótboltalandsliðið á Evrópumótinu í Frakklandi sem hefst eftir aðeins átta daga. 2. júní 2016 13:38 Vilja ógilda rétt á vörumerkinu Iceland Breska matvöruverslunin Iceland hefur gert athugasemdir við að Íslandsstofa noti vörumerkið Inspired by Iceland í markaðssetningu. Til skoðunar er að leggja fram kröfu til þess að ógilda rétt matvöruverslunarkeðjunnar til þess að nota v 21. september 2016 07:00 Iceland bætir Englendingum upp tapið með fríum bjór Breska verslunarkeðjan Iceland ætlar að bæta Englendingum upp tapið fyrir Íslandi á EM 2016 með því að bjóða upp á frían bjór í dag. 28. júní 2016 14:36 Mest lesið Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Iceland heldur með Íslandi á EM í Frakklandi Breski stórmarkaðurinn með skemmtilega nafnið ætlar að styðja íslenska fótboltalandsliðið á Evrópumótinu í Frakklandi sem hefst eftir aðeins átta daga. 2. júní 2016 13:38
Vilja ógilda rétt á vörumerkinu Iceland Breska matvöruverslunin Iceland hefur gert athugasemdir við að Íslandsstofa noti vörumerkið Inspired by Iceland í markaðssetningu. Til skoðunar er að leggja fram kröfu til þess að ógilda rétt matvöruverslunarkeðjunnar til þess að nota v 21. september 2016 07:00
Iceland bætir Englendingum upp tapið með fríum bjór Breska verslunarkeðjan Iceland ætlar að bæta Englendingum upp tapið fyrir Íslandi á EM 2016 með því að bjóða upp á frían bjór í dag. 28. júní 2016 14:36