Jordan Klepper fékk það hlutverk og spurði hann út í veikindi Hillary Clinton, starfshætti Barack Obama og fékk nokkuð sérstök svör frá stuðningsmönnum Trump.
Einn þeirra gat ekki útilokað að Hillary væri jafnvel með alnæmi og Obama hefði sjálfur staðið á bakvið hryðjuverkin í New York 11. september árið 2001.
Nokkrir voru alveg vissir um að tvífari Hillary Clinton væri að koma fram í hennar stað vegna veikindanna.
Hér að neðan má sjá afraksturinn sem er í meira lagi furðulegur.