Rússar segja vopnaða uppreisnarmenn hafa ferðast með bílalestinni Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2016 11:15 Sjá má skemmdir eftir sprengjubrot á myndum af vettvangi. Vísir/AFP Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir vopnaðir uppreisnarmenn hafi verið á ferðinni með bílalest Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi. Talið er að loftárás hafi verið gerð á bílalestina, svo um 20 hjálparstarfsmenn féllu. Gífurlegt magn af hjálpargögnum var í bílunum og eyðilögðust 18 af 31 bíl í lestinni. Bandaríkin saka Rússa um að hafa gert loftárásina, en Rússar þvertaka fyrir það. Í gær sagði talsmaður ráðuneytisins að eftir að hafa skoðað myndbönd sem tekin voru eftir árásina væri útlit fyrir að kveikt hefði verið í bílunum. Engin loftárás hefði verið gerð.Igor Konashenkov sagði að ekki mætti sjá skemmdir eftir höggbylgjur og sprengjubrot á bílunum né gíga. Myndir af vettvangi sína hins vegar gíga og skemmdir eftir sprengjubrot.Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir þar að auki að stjórnarher Sýrlands hefði ekki getað gert árásina þar sem hún var gerð að nóttu til. Stjórnarherinn geri ekki loftárásir að nóttu til þar sem þeir hafi ekki tök á því. Nú segir Igor Konashenkov að frekari skoðun hafi leitt í ljós að „hryðjuverkamenn hafi komið sprengjuvörpu fyrir á svæðinu og reynt að skýla sér á bak við bílalestina.“ Meðfylgjandi myndband, sem Rússar segja að þeir hafi tekið upp með dróna, sýnir bílalestina nokkrum klukkustundum áður en ráðist var á hana. Sjá má pallbíl keyra framhjá bílalestinni, sem Rússar segja að hafi dregið sprengjuvörpu. Drónanum var flogið af svæðinu áður en árásin var gerð. Verið var að afferma bílalestina við vöruskemmu Rauða hálfmánans í Urum al-Kubra, skammt frá Aleppo.Eins og áður segir hafa Bandaríkin sakað Rússa um að bera ábyrgð á árásinni, en Reuters fréttaveitan hafði eftir tveimur Bandarískum embættismönnum að tvær rússneskar orrustuþotur hefðu verið á flugi yfir svæðinu á tímanum sem árásin var gerð. „Það eru þrjár fylkingar sem fljúga yfir Sýrlandi. Bandalag okkar, Rússar og Stjórnarherinn. Þetta var ekki bandalag okkar. Við fljúgum ekki yfir Aleppo þar sem við höfum enga ástæðu til þess. Við gerum einungis loftárásir gegn Íslamska ríkinu og þeir eru ekki þarna,“ segir talsmaður Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Ben Rhodes, úr Hvíta húsinu, segir að sama hvort sem Rússar hafi gert loftárásina eða stjórnarherinn, lýti Bandaríkin á það að Rússar beri ábyrgðina. Þeir hafi ábyrgst að koma í veg fyrir loftárásir á svæðinu vegna vopnahlésins. Málið verður líklega rætt á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. Mið-Austurlönd Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir vopnaðir uppreisnarmenn hafi verið á ferðinni með bílalest Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi. Talið er að loftárás hafi verið gerð á bílalestina, svo um 20 hjálparstarfsmenn féllu. Gífurlegt magn af hjálpargögnum var í bílunum og eyðilögðust 18 af 31 bíl í lestinni. Bandaríkin saka Rússa um að hafa gert loftárásina, en Rússar þvertaka fyrir það. Í gær sagði talsmaður ráðuneytisins að eftir að hafa skoðað myndbönd sem tekin voru eftir árásina væri útlit fyrir að kveikt hefði verið í bílunum. Engin loftárás hefði verið gerð.Igor Konashenkov sagði að ekki mætti sjá skemmdir eftir höggbylgjur og sprengjubrot á bílunum né gíga. Myndir af vettvangi sína hins vegar gíga og skemmdir eftir sprengjubrot.Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir þar að auki að stjórnarher Sýrlands hefði ekki getað gert árásina þar sem hún var gerð að nóttu til. Stjórnarherinn geri ekki loftárásir að nóttu til þar sem þeir hafi ekki tök á því. Nú segir Igor Konashenkov að frekari skoðun hafi leitt í ljós að „hryðjuverkamenn hafi komið sprengjuvörpu fyrir á svæðinu og reynt að skýla sér á bak við bílalestina.“ Meðfylgjandi myndband, sem Rússar segja að þeir hafi tekið upp með dróna, sýnir bílalestina nokkrum klukkustundum áður en ráðist var á hana. Sjá má pallbíl keyra framhjá bílalestinni, sem Rússar segja að hafi dregið sprengjuvörpu. Drónanum var flogið af svæðinu áður en árásin var gerð. Verið var að afferma bílalestina við vöruskemmu Rauða hálfmánans í Urum al-Kubra, skammt frá Aleppo.Eins og áður segir hafa Bandaríkin sakað Rússa um að bera ábyrgð á árásinni, en Reuters fréttaveitan hafði eftir tveimur Bandarískum embættismönnum að tvær rússneskar orrustuþotur hefðu verið á flugi yfir svæðinu á tímanum sem árásin var gerð. „Það eru þrjár fylkingar sem fljúga yfir Sýrlandi. Bandalag okkar, Rússar og Stjórnarherinn. Þetta var ekki bandalag okkar. Við fljúgum ekki yfir Aleppo þar sem við höfum enga ástæðu til þess. Við gerum einungis loftárásir gegn Íslamska ríkinu og þeir eru ekki þarna,“ segir talsmaður Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Ben Rhodes, úr Hvíta húsinu, segir að sama hvort sem Rússar hafi gert loftárásina eða stjórnarherinn, lýti Bandaríkin á það að Rússar beri ábyrgðina. Þeir hafi ábyrgst að koma í veg fyrir loftárásir á svæðinu vegna vopnahlésins. Málið verður líklega rætt á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag.
Mið-Austurlönd Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira