Báðar súperstjörnurnar með nýjan samning hjá Real Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2016 10:45 Cristiano Ronaldo og Gareth Bale. Vísir/EPA Enskir og spænskir fjölmiðlar eru mjög duglegir að velta sér upp úr framtíðinni hjá súperstjörnum Real Madrid liðsins en nú lítur út fyrir að tveir af bestu leikmönnum heims ætli að spila áfram á Santiago Bernabéu. Cristiano Ronaldo og Gareth Bale hafa báðir gengið frá nýjum samningum við Real Madrid ef marka má fréttir frá Spáni en þeir hafa báðir sem dæmi verið ítrekað orðaðir við lið Manchester United. Real Madrid hefur ekki gert nýju samningana opinbera en útvarpsstöðin Cope á Spáni hefur heimildir fyrir því að báðir leikmennirnir séu búnir að skrifa undir. Real Madrid hefur samkvæmt fréttum frá Spáni boðið Gareth Bale 91 milljón punda samning til að koma í veg fyrir að hann vilji fara til Manchester United næsta sumar. Cristiano Ronaldo hefur aftur á móti gert samning til ársins 2021 en hann verður þá orðinn 36 ára gamall og líklega kominn nálægt endastöð á ferlinum. Svona samningur ætti jafnframt að loka á þann möguleika á að Ronaldo fari til Kína eða í bandarísku deildina sem hefur hingað til þótt vera líklegt næsta skref fyrir Portúgalann. Cristiano Ronaldo hefur verið orðaður við sitt gamla félag Manchester United alveg eins og Bale en hann og Jose Mourinho þekkjast vel síðan Portúgalarnir unnu saman hjá Real Madrid. Miðjumennirnir frábæru, Toni Kroos og Luka Modric, eru einnig að bíða eftir því að ganga frá nýjum samning við Real Madrid og gangi þetta allt í gegn er ljóst að kjarni Real Madrid liðsins mun haldast óbreyttur næstu árin. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Enskir og spænskir fjölmiðlar eru mjög duglegir að velta sér upp úr framtíðinni hjá súperstjörnum Real Madrid liðsins en nú lítur út fyrir að tveir af bestu leikmönnum heims ætli að spila áfram á Santiago Bernabéu. Cristiano Ronaldo og Gareth Bale hafa báðir gengið frá nýjum samningum við Real Madrid ef marka má fréttir frá Spáni en þeir hafa báðir sem dæmi verið ítrekað orðaðir við lið Manchester United. Real Madrid hefur ekki gert nýju samningana opinbera en útvarpsstöðin Cope á Spáni hefur heimildir fyrir því að báðir leikmennirnir séu búnir að skrifa undir. Real Madrid hefur samkvæmt fréttum frá Spáni boðið Gareth Bale 91 milljón punda samning til að koma í veg fyrir að hann vilji fara til Manchester United næsta sumar. Cristiano Ronaldo hefur aftur á móti gert samning til ársins 2021 en hann verður þá orðinn 36 ára gamall og líklega kominn nálægt endastöð á ferlinum. Svona samningur ætti jafnframt að loka á þann möguleika á að Ronaldo fari til Kína eða í bandarísku deildina sem hefur hingað til þótt vera líklegt næsta skref fyrir Portúgalann. Cristiano Ronaldo hefur verið orðaður við sitt gamla félag Manchester United alveg eins og Bale en hann og Jose Mourinho þekkjast vel síðan Portúgalarnir unnu saman hjá Real Madrid. Miðjumennirnir frábæru, Toni Kroos og Luka Modric, eru einnig að bíða eftir því að ganga frá nýjum samning við Real Madrid og gangi þetta allt í gegn er ljóst að kjarni Real Madrid liðsins mun haldast óbreyttur næstu árin.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira