Stórkostleg ljósmynd tekin í Njarðvík: „Eins og sprengingar fyrir ofan hausinn á okkur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2016 11:12 TF-GAY vél Wow Air á leiðinni til Parísar í morgunsárið. Mynd/Halldór Guðmundsson „Þetta voru alveg svakaleg læti,“ segir Halldór Guðmundsson sem náði mögnuðu myndbandi í morgunsárið þegar þrumur og eldingar kíktu í heimsókn í Reykjanesbæ. Ekki nóg með það heldur náði hann að festa á filmu augnablikið þegar flugvél Wow Air fær eldingu í sig. Um er að ræða TF Gay, Airbus A330 hjá WOW Air, á leið sinni til Parísar. Flugvélin fór í loftið klukkan 8:47 og fjórum mínútum síðar flaug hún í gegnum eldinguna. „Þetta voru eins og sprengingar fyrir ofan hausinn á okkur,“ segir Halldór sem hlær þegar hann er spurður hvort hann sé lærður ljósmyndari eða tökumaður. „Mér finnst bara gaman að ná svona hlutum. Það er oft sem maður sér eftir því að hafa ekki tekið upp myndavélina.“ Hann ætlaði aðeins að ná myndbandi af þrumum og eldingum en auk þess fylgdi hræringunum heilmikið haglél. „Svo kom flugvélin bara í bónus.“ Haglélin voru í stærri kantinum að sögn Halldórs. Á stærð við Cocoa Puffs.Myndband Halldórs má sjá hér að neðan en þar má einnig heyra í rosalegum þrumum í kjölfar eldingarinnar.Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, hafði séð myndina þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun. „Þetta er mögnuð mynd en þetta er ekkert alvarlegt. Vélar eru gerðar til að taka við eldingum. Þær eru mestmegnis í loftinu og þar eru eldingar. Vélarnar eru með sérstakan búnað sem er gerður til að taka við eldingum. Í rauninni er þetta bara mögnuð mynd. Vélin hélt bara sína leið og allt í góðu.“ Fréttir af flugi Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Þetta voru alveg svakaleg læti,“ segir Halldór Guðmundsson sem náði mögnuðu myndbandi í morgunsárið þegar þrumur og eldingar kíktu í heimsókn í Reykjanesbæ. Ekki nóg með það heldur náði hann að festa á filmu augnablikið þegar flugvél Wow Air fær eldingu í sig. Um er að ræða TF Gay, Airbus A330 hjá WOW Air, á leið sinni til Parísar. Flugvélin fór í loftið klukkan 8:47 og fjórum mínútum síðar flaug hún í gegnum eldinguna. „Þetta voru eins og sprengingar fyrir ofan hausinn á okkur,“ segir Halldór sem hlær þegar hann er spurður hvort hann sé lærður ljósmyndari eða tökumaður. „Mér finnst bara gaman að ná svona hlutum. Það er oft sem maður sér eftir því að hafa ekki tekið upp myndavélina.“ Hann ætlaði aðeins að ná myndbandi af þrumum og eldingum en auk þess fylgdi hræringunum heilmikið haglél. „Svo kom flugvélin bara í bónus.“ Haglélin voru í stærri kantinum að sögn Halldórs. Á stærð við Cocoa Puffs.Myndband Halldórs má sjá hér að neðan en þar má einnig heyra í rosalegum þrumum í kjölfar eldingarinnar.Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, hafði séð myndina þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun. „Þetta er mögnuð mynd en þetta er ekkert alvarlegt. Vélar eru gerðar til að taka við eldingum. Þær eru mestmegnis í loftinu og þar eru eldingar. Vélarnar eru með sérstakan búnað sem er gerður til að taka við eldingum. Í rauninni er þetta bara mögnuð mynd. Vélin hélt bara sína leið og allt í góðu.“
Fréttir af flugi Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira