Það vakti mikla athygli í gær þegar Óskar sagði Agli að fokka sér á samfélagsmiðlinum Twitter í kjölfar þess að Egill gagnrýndi tíst Óskars þar sem hann vakti athygli á þeirri umræðu sem átti sér stað á Alþingi á meðan Unnur Brá Konráðsdóttir gaf barni sínu brjóst.
Kæri Samfylkinga-Óskar. Gætirðu mögulega gefið út topic-lista fyrir konur þar sem þær geta séð hvað þær mega ræða þegar þær gefa brjóst? https://t.co/ZfvMIRIJgC
— Egill Einarsson (@EgillGillz) October 13, 2016
Frumvarpið sem Unnur Brá talaði fyrir í dag (með barnið á brjósti) snýst um að vísa útlendingum hraðar úr landi. En ógeðslega krúttlegt.
— Óskar Steinn (@oskasteinn) October 12, 2016
@EgillGillz myndi líka kalla þig nauðgara en þá gætirðu kært mig svo ég læt þetta nægja.
— Óskar Steinn (@oskasteinn) October 13, 2016
Oddný var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag og var spurð út í þetta mál.
„Nú verð ég að viðurkenna það að ég hef ekki lesið þetta en ég heyrði það samt að hann hefði notað ljót orð og ég get aldrei afsakað neitt slíkt, en mér skildist líka að hann hefði verið að bregðast við einhverju sem fékk þessar tilfinningar til að ólga í honum og hann lét þessi orð falla en ég get aldrei afsakað slík orð,“ sagði Oddný.
Aðspurð hvort hún muni ræða málið við Óskar sagði hún að þau myndu ræða saman.