Sturgeon segist staðráðin í að láta Skota taka afstöðu til sjálfstæðis áður en Bretlands yfirgefur Evrópusambandið, sé slíkt nauðsynlegt til að vernda hagsmuni Skotlands.
Sturgeon greindi frá þessu á fundi Skoska þjóðarflokksins í morgun, en líta má á þetta sem fyrsta skref í átt að nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu.
Búist er við að bresk stjórnvöld muni virkja 50. grein Lissabon-sáttmála ESB fyrir lok marsmánaðar 2017, sem þýðir að Bretland yfirgefur sambandið á fyrri hluta árs 2019.
Skotar höfnuðu sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu í september 2014, þar sem 55 prósent kjósenda greiddu atkvæði gegn, en 45 prósent með.
BREAKING: @NicolaSturgeon says Independence Referendum Bill will be published for consultation next week #indyref2 https://t.co/rwGOwqUfGO
— BBC Scotland News (@BBCScotlandNews) October 13, 2016