Bliki spurði bestu fótboltakonu sögunnar: „Hvað í andskotanum er að þér?“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2016 08:00 Marta átti erfitt uppdráttar gegn sterkri vörn Breiðabliks. vísir/getty Kvennalið Breiðabliks stóð sig frábærlega í Meistaradeild Evrópu í ár og gaf sænska stórliðinu Rosengård tvo alvöru leiki í 32 liða úrslitum keppninnar. Sænska liðið vann 1-0 í Kópavoginum en í gær skildu liðin jöfn, markalaus, á heimavelli Rosengård í Malmö í Svíþjóð en eitt mark frá Blikunum hefði komið leiknum í framlengingu. Rosengård er búið að vinna sænska meistaratitilin undanfarin fjögur ár en með liðinu spilar hin brasilíska Marta sem er talin besta fótboltakona allra tíma. Hún er sú sem oftast hefur verið valin besta fótboltakona heims, en sú brasilíska hirti þann titil fimm ár í röð frá 2006-2010. Birgit Prinz frá Þýskalandi kemur þar næst en hún var valin best þrisvar sinnum frá 2003-2005. Blikarnir spiluðu flottan varnarleik í gær og létu greinilega vita af sér í leiknum. Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður Breiðabliks, hellti sér yfir Mörtu í leiknum en frá því greinir hún á Twitter-síðu sinni. „Sagði „hvað í andskotanum er að þér“ við bestu fótboltakonu allra tíma áðan,“ skrifar Ingibjörg á Twitter en þó hún nefni engin nöfn má auðveldlega leiða að því líkum að hún sé að tala um Mörtu. Guðrún Arnardóttir, miðvörður Breiðabliks sem gat ekki verið með í leiknum í gær, var ánægð með samherja sinn og sagði hana drottningu á vellinum og undir það tók landsliðsframherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Mörtu tókst ekki að skora á móti Blikunum en markið sem á endanum kom Rosengård áfram skoraði sænski landsliðsframherjinn Lotta Schelin í Kópavoginum í fyrri leik liðanna.@ingibjorg25 enda ert þu the queen on field! Það er bara þannig— Guðrún Arnardóttir (@gudrunarnar) October 12, 2016 @ingibjorg25 queen Inga— Berglind Thorvaldsd. (@berglindbjorg10) October 12, 2016 Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Blikastúlkur náðu jafntefli í Svíþjóð en það var ekki nóg Breiðablik er úr leik í Meistaradeildar kvenna í fótbolta þrátt fyrir að hafa náð marklausu jafntefli í seinni leiknum á móti sænsku meisturunum í Rosengård í kvöld. 12. október 2016 18:55 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Sjá meira
Kvennalið Breiðabliks stóð sig frábærlega í Meistaradeild Evrópu í ár og gaf sænska stórliðinu Rosengård tvo alvöru leiki í 32 liða úrslitum keppninnar. Sænska liðið vann 1-0 í Kópavoginum en í gær skildu liðin jöfn, markalaus, á heimavelli Rosengård í Malmö í Svíþjóð en eitt mark frá Blikunum hefði komið leiknum í framlengingu. Rosengård er búið að vinna sænska meistaratitilin undanfarin fjögur ár en með liðinu spilar hin brasilíska Marta sem er talin besta fótboltakona allra tíma. Hún er sú sem oftast hefur verið valin besta fótboltakona heims, en sú brasilíska hirti þann titil fimm ár í röð frá 2006-2010. Birgit Prinz frá Þýskalandi kemur þar næst en hún var valin best þrisvar sinnum frá 2003-2005. Blikarnir spiluðu flottan varnarleik í gær og létu greinilega vita af sér í leiknum. Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður Breiðabliks, hellti sér yfir Mörtu í leiknum en frá því greinir hún á Twitter-síðu sinni. „Sagði „hvað í andskotanum er að þér“ við bestu fótboltakonu allra tíma áðan,“ skrifar Ingibjörg á Twitter en þó hún nefni engin nöfn má auðveldlega leiða að því líkum að hún sé að tala um Mörtu. Guðrún Arnardóttir, miðvörður Breiðabliks sem gat ekki verið með í leiknum í gær, var ánægð með samherja sinn og sagði hana drottningu á vellinum og undir það tók landsliðsframherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Mörtu tókst ekki að skora á móti Blikunum en markið sem á endanum kom Rosengård áfram skoraði sænski landsliðsframherjinn Lotta Schelin í Kópavoginum í fyrri leik liðanna.@ingibjorg25 enda ert þu the queen on field! Það er bara þannig— Guðrún Arnardóttir (@gudrunarnar) October 12, 2016 @ingibjorg25 queen Inga— Berglind Thorvaldsd. (@berglindbjorg10) October 12, 2016
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Blikastúlkur náðu jafntefli í Svíþjóð en það var ekki nóg Breiðablik er úr leik í Meistaradeildar kvenna í fótbolta þrátt fyrir að hafa náð marklausu jafntefli í seinni leiknum á móti sænsku meisturunum í Rosengård í kvöld. 12. október 2016 18:55 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Sjá meira
Blikastúlkur náðu jafntefli í Svíþjóð en það var ekki nóg Breiðablik er úr leik í Meistaradeildar kvenna í fótbolta þrátt fyrir að hafa náð marklausu jafntefli í seinni leiknum á móti sænsku meisturunum í Rosengård í kvöld. 12. október 2016 18:55