Áfram varað við miklu vatnsveðri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. október 2016 10:08 Svona var ástandið á tjaldsvæðinu á Selfossi í morgun. Vísir/Magnús Hlynur Veðurstofan varar við miklu vatnsveðri á öllu sunnan- og vestanverðu landinu í dag, miðvikudag og fyrrihluta morgundags, fimmtudags. Mest verður úrkomuákefðin í dag. Mikið hefur rignt síðustu daga og er sjaldgæft að spáð sé jafn mikilli úrkomu um land allt líkt og hefur verið síðustu daga. Myndin hér að ofan var tekin á Selfossi í morgun við tjaldsvæðið. Miklir pollar hafa myndast þar líkt og sjá má. Gert var ráð fyrir því að úrkoman myndi ná hámarki í nótt en samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu frá höfuðborgarsvæðinu fór slökkviliðið ekki í nein útköll vegna stíflaðra niðurfalla eða vatnsleka inn í hús. Fólki er áfram bent á að ganga frá niðurföllum og tryggja að vatn komist rétta leið að þeim svo lágmarka megi líkurnar á tjóni vegna úrkomunnar. Björgunarsveitarmenn Landsbjargar verða áfram í viðbragðsstöðu og bakvakt var í nótt hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra en gera má ráð fyrir að mikið muni vaxa í ám og lækjum eftir því sem líður á daginn. Á þetta sérstaklega við um vatnasvæði Hvítár í Árnessýslum, við Ölfusá, og við Norðurá og Hvítá í Borgarfirði en einnig er aukin hætta á skriðuföllum á þessum slóðum. Einnig hefur verið ákveðið að loka Þórsmerkurvegi í dag vegna vatnavaxta en búist er við miklum vatnavöxtum á Þórsmerkursvæðinu í dag vegna úrkomunnar.Veðurhorfur á landinuSunnan og suðaustan 13-20 m/s og rigning og jafnvel mikil rigning allvíða en hægari og þurrt að kalla norðaustantil. Lægir vestast um tíma um hádegi. Fer að draga úr vindi og úrkomu um landið vestanvert í nótt, en áfram rigning SA-til. Suðaustan 8-15 og lengst af þurrt fyrir norðan á morgun, en annars rigning. Hiti 5 til 12 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Suðaustlæg átt 5-10 m/s, bjartviðri norðanlands, en dálítil væta sunnan- og vestanlands. Lægir og styttir að mestu upp þegar líður á daginn. Hiti 6 til 13 stig að deginum.Á laugardag: Fremur hæg austlæg eða breytileg átt og bjart með köflum. Hiti 4 til 9 stig.Á sunnudag:Austlæg átt 5-13, hvassast syðst. Þykknar upp og fer að rigna sunnantil á landinu þegar líður á daginn, en lengst af bjart norðantil. Heldur svalara í veðri.Á mánudag:Austlæg átt og rigning með köflum eða skúrir, en þurrt að mestu norðanlands. Hiti 3 til 7 stig.Á þriðjudag:Útlit fyrir norðaustlæga átt. Rigning eða skúrir, en þurrt suðvestantil. Hiti breytist lítið. Veður Tengdar fréttir Engin útköll hjá slökkviliði í nótt Björgunarsveitarmenn Landsbjargar verða áfram í viðbragðsstöðu vegna rigningar. 12. október 2016 07:27 Mesta úrhelli í mörg ár: Svona mikil rigning svo víða á landinu afskaplega sjaldgæf „Við spáum ekki mikilli úrkomu nema það sé yfir 100 millimetrum á sólarhring og við gerum það svona öðru hverju á suðaustanverðu landinu en það er afskaplega sjaldgæft að það gerist á fjórum spásvæðum og hvað þá yfir svona langan tíma ,“ segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands aðspurð um úrkomuna framundan sem er sú mesta hér á landi í mörg ár. 11. október 2016 16:55 Búast við miklu vatnsveðri næstu daga en léttir til á föstudag Er viðbúið að flóðahætta myndist. 10. október 2016 23:32 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Veðurstofan varar við miklu vatnsveðri á öllu sunnan- og vestanverðu landinu í dag, miðvikudag og fyrrihluta morgundags, fimmtudags. Mest verður úrkomuákefðin í dag. Mikið hefur rignt síðustu daga og er sjaldgæft að spáð sé jafn mikilli úrkomu um land allt líkt og hefur verið síðustu daga. Myndin hér að ofan var tekin á Selfossi í morgun við tjaldsvæðið. Miklir pollar hafa myndast þar líkt og sjá má. Gert var ráð fyrir því að úrkoman myndi ná hámarki í nótt en samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu frá höfuðborgarsvæðinu fór slökkviliðið ekki í nein útköll vegna stíflaðra niðurfalla eða vatnsleka inn í hús. Fólki er áfram bent á að ganga frá niðurföllum og tryggja að vatn komist rétta leið að þeim svo lágmarka megi líkurnar á tjóni vegna úrkomunnar. Björgunarsveitarmenn Landsbjargar verða áfram í viðbragðsstöðu og bakvakt var í nótt hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra en gera má ráð fyrir að mikið muni vaxa í ám og lækjum eftir því sem líður á daginn. Á þetta sérstaklega við um vatnasvæði Hvítár í Árnessýslum, við Ölfusá, og við Norðurá og Hvítá í Borgarfirði en einnig er aukin hætta á skriðuföllum á þessum slóðum. Einnig hefur verið ákveðið að loka Þórsmerkurvegi í dag vegna vatnavaxta en búist er við miklum vatnavöxtum á Þórsmerkursvæðinu í dag vegna úrkomunnar.Veðurhorfur á landinuSunnan og suðaustan 13-20 m/s og rigning og jafnvel mikil rigning allvíða en hægari og þurrt að kalla norðaustantil. Lægir vestast um tíma um hádegi. Fer að draga úr vindi og úrkomu um landið vestanvert í nótt, en áfram rigning SA-til. Suðaustan 8-15 og lengst af þurrt fyrir norðan á morgun, en annars rigning. Hiti 5 til 12 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Suðaustlæg átt 5-10 m/s, bjartviðri norðanlands, en dálítil væta sunnan- og vestanlands. Lægir og styttir að mestu upp þegar líður á daginn. Hiti 6 til 13 stig að deginum.Á laugardag: Fremur hæg austlæg eða breytileg átt og bjart með köflum. Hiti 4 til 9 stig.Á sunnudag:Austlæg átt 5-13, hvassast syðst. Þykknar upp og fer að rigna sunnantil á landinu þegar líður á daginn, en lengst af bjart norðantil. Heldur svalara í veðri.Á mánudag:Austlæg átt og rigning með köflum eða skúrir, en þurrt að mestu norðanlands. Hiti 3 til 7 stig.Á þriðjudag:Útlit fyrir norðaustlæga átt. Rigning eða skúrir, en þurrt suðvestantil. Hiti breytist lítið.
Veður Tengdar fréttir Engin útköll hjá slökkviliði í nótt Björgunarsveitarmenn Landsbjargar verða áfram í viðbragðsstöðu vegna rigningar. 12. október 2016 07:27 Mesta úrhelli í mörg ár: Svona mikil rigning svo víða á landinu afskaplega sjaldgæf „Við spáum ekki mikilli úrkomu nema það sé yfir 100 millimetrum á sólarhring og við gerum það svona öðru hverju á suðaustanverðu landinu en það er afskaplega sjaldgæft að það gerist á fjórum spásvæðum og hvað þá yfir svona langan tíma ,“ segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands aðspurð um úrkomuna framundan sem er sú mesta hér á landi í mörg ár. 11. október 2016 16:55 Búast við miklu vatnsveðri næstu daga en léttir til á föstudag Er viðbúið að flóðahætta myndist. 10. október 2016 23:32 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Engin útköll hjá slökkviliði í nótt Björgunarsveitarmenn Landsbjargar verða áfram í viðbragðsstöðu vegna rigningar. 12. október 2016 07:27
Mesta úrhelli í mörg ár: Svona mikil rigning svo víða á landinu afskaplega sjaldgæf „Við spáum ekki mikilli úrkomu nema það sé yfir 100 millimetrum á sólarhring og við gerum það svona öðru hverju á suðaustanverðu landinu en það er afskaplega sjaldgæft að það gerist á fjórum spásvæðum og hvað þá yfir svona langan tíma ,“ segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands aðspurð um úrkomuna framundan sem er sú mesta hér á landi í mörg ár. 11. október 2016 16:55
Búast við miklu vatnsveðri næstu daga en léttir til á föstudag Er viðbúið að flóðahætta myndist. 10. október 2016 23:32