Látum ekki endurreisn fjölskyldunnar verða kosningamál í framtíðinni Eva Pandora og Andri Þór Sturluson skrifar 25. október 2016 07:00 Markmið hverrar þjóðar hlýtur að vera það að landsmenn séu það bjartsýnir á framtíð sína, að þeir hlakki til að stuðla að áframhaldandi fjölgun hennar. Við þurfum fólk, hamingjusamt fólk sem treystir því að ákvörðunin um að eignast barn verði gæfurík. Til þess að ná þessu markmiði hafa þjóðir heimsins farið mjög mismunandi leiðir. Allt frá því að gera næstum ekki neitt eins og víða í Bandaríkjunum og til þess að senda öllum nýbökuðum foreldrum byrjunarpakka með helstu nauðsynjum til að styðja við bakið á þeim eins og í Finnlandi. Sumar hafa engan virðisaukaskatt á bleyjum og barnamat og margar hafa komist að þeirri niðurstöðu að fæðingarorlof sé mikilvægur réttur og stuðningur sem skilar sér til baka á fleiri vegu en einn. Í raun og veru stuðningur við hagsæld þjóðarinnar sjálfrar. Nú er svo komið fyrir okkur Íslendingum, sem þó stöndum mörgum framar í þessum efnum, að fæðingartíðni er að lækka og feður eru ekki að taka fæðingarorlof til jafns við mæður. Þar tapa allir. Feður verða af hugsanlega mestu gæðastundum sem lífið getur gefið okkur, ungbörn njóta ekki nálægðar föður síns og mæður skerða möguleika sína á vinnumarkaði. Og í þokkabót skerðast möguleikar allra kvenna á vinnumarkaðnum. Þetta viljum við laga. Fyrir marga er það svo mikið fjárhagslegt högg að eignast barn að því er frestað eða sleppt. Höggið slær svo samfélagið, sem bregst ekki við vandanum, til baka með lækkaðri fæðingartíðni, færri einstaklingum til að halda uppi samfélaginu og erfiðleikum, sem við þekkjum nú vel sem fámenn þjóð. Þetta þarf að laga. Lykilorðið er mannsæmandi Píratar stefna að því að lögfesta lágmarksframfærsluviðmið þar sem allir eiga rétt á mannsæmandi tekjum. Lykilorð eru allir og mannsæmandi. Píratar stefna einnig að því að lágmarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði og vegna fæðingarstyrks verði aldrei lægri heldur en grunnneysluviðmið sem velferðarráðuneytið gefur út. Nú árið 2016 er þetta grunnviðmið 224.155 kr. fyrir par í sambúð á höfuðborgarsvæðinu með ungbarn fyrir utan húsnæðiskostnað. Þegar hann bætist við er ljóst að upphæðin dugar alls ekki fyrir framfærslu og er því ekki mannsæmandi. Í stjórnarskrárfrumvarpi Stjórnlagaráðs er ákvæði um að konur og karlar skuli njóta jafns réttar í hvívetna. Nýja stjórnarskráin er eitt megináhersluatriði Pírata. Foreldrum eiga að fá úthlutaða jafn marga mánuði til fæðingarorlofs ásamt því að geta skipt hluta tímans sín á milli eftir geðþótta. Ísland hefur langstystan fæðingarorlofstíma allra Norðurlandanna með 9 mánuði á meðan hin löndin hafa 12-16 mánuði. Þar sem erfitt er að fá pláss í daggæslu fyrir ungbörn undir 12 mánaða aldri hafa margir íslenskir foreldrar þurft að dreifa fæðingarorlofsgreiðslum sínum til lengri tíma til þess að geta brúað bilið milli fæðingarorlofstíma og daggæslu. Það leiðir til frekari tekjuskerðingar fjölskyldunnar. Með lengingu fæðingarorlofstímans í 12 mánuði þar sem móðir fengi 3 mánuði, faðir 3 mánuði og 6 mánuðir væru sameiginlegir væri auðveldara fyrir foreldra að brúa þetta bil ásamt því að aukinn tími sem fjölskyldan fær saman stuðlar að vellíðan og velferð barns og foreldra. Að því markmiði stefnum við. Fæðingartíðni Íslendinga er nú sú lægsta síðan að mælingar hófust. Það þarf fólk til að halda úti þjóð. Látum ekki endurreisn fjölskyldunnar verða kosningamál í framtíðinni. Förum í þetta núna. Fyrir hönd Pírata í fæðingarorlofi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Eva Pandora Baldursdóttir Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Markmið hverrar þjóðar hlýtur að vera það að landsmenn séu það bjartsýnir á framtíð sína, að þeir hlakki til að stuðla að áframhaldandi fjölgun hennar. Við þurfum fólk, hamingjusamt fólk sem treystir því að ákvörðunin um að eignast barn verði gæfurík. Til þess að ná þessu markmiði hafa þjóðir heimsins farið mjög mismunandi leiðir. Allt frá því að gera næstum ekki neitt eins og víða í Bandaríkjunum og til þess að senda öllum nýbökuðum foreldrum byrjunarpakka með helstu nauðsynjum til að styðja við bakið á þeim eins og í Finnlandi. Sumar hafa engan virðisaukaskatt á bleyjum og barnamat og margar hafa komist að þeirri niðurstöðu að fæðingarorlof sé mikilvægur réttur og stuðningur sem skilar sér til baka á fleiri vegu en einn. Í raun og veru stuðningur við hagsæld þjóðarinnar sjálfrar. Nú er svo komið fyrir okkur Íslendingum, sem þó stöndum mörgum framar í þessum efnum, að fæðingartíðni er að lækka og feður eru ekki að taka fæðingarorlof til jafns við mæður. Þar tapa allir. Feður verða af hugsanlega mestu gæðastundum sem lífið getur gefið okkur, ungbörn njóta ekki nálægðar föður síns og mæður skerða möguleika sína á vinnumarkaði. Og í þokkabót skerðast möguleikar allra kvenna á vinnumarkaðnum. Þetta viljum við laga. Fyrir marga er það svo mikið fjárhagslegt högg að eignast barn að því er frestað eða sleppt. Höggið slær svo samfélagið, sem bregst ekki við vandanum, til baka með lækkaðri fæðingartíðni, færri einstaklingum til að halda uppi samfélaginu og erfiðleikum, sem við þekkjum nú vel sem fámenn þjóð. Þetta þarf að laga. Lykilorðið er mannsæmandi Píratar stefna að því að lögfesta lágmarksframfærsluviðmið þar sem allir eiga rétt á mannsæmandi tekjum. Lykilorð eru allir og mannsæmandi. Píratar stefna einnig að því að lágmarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði og vegna fæðingarstyrks verði aldrei lægri heldur en grunnneysluviðmið sem velferðarráðuneytið gefur út. Nú árið 2016 er þetta grunnviðmið 224.155 kr. fyrir par í sambúð á höfuðborgarsvæðinu með ungbarn fyrir utan húsnæðiskostnað. Þegar hann bætist við er ljóst að upphæðin dugar alls ekki fyrir framfærslu og er því ekki mannsæmandi. Í stjórnarskrárfrumvarpi Stjórnlagaráðs er ákvæði um að konur og karlar skuli njóta jafns réttar í hvívetna. Nýja stjórnarskráin er eitt megináhersluatriði Pírata. Foreldrum eiga að fá úthlutaða jafn marga mánuði til fæðingarorlofs ásamt því að geta skipt hluta tímans sín á milli eftir geðþótta. Ísland hefur langstystan fæðingarorlofstíma allra Norðurlandanna með 9 mánuði á meðan hin löndin hafa 12-16 mánuði. Þar sem erfitt er að fá pláss í daggæslu fyrir ungbörn undir 12 mánaða aldri hafa margir íslenskir foreldrar þurft að dreifa fæðingarorlofsgreiðslum sínum til lengri tíma til þess að geta brúað bilið milli fæðingarorlofstíma og daggæslu. Það leiðir til frekari tekjuskerðingar fjölskyldunnar. Með lengingu fæðingarorlofstímans í 12 mánuði þar sem móðir fengi 3 mánuði, faðir 3 mánuði og 6 mánuðir væru sameiginlegir væri auðveldara fyrir foreldra að brúa þetta bil ásamt því að aukinn tími sem fjölskyldan fær saman stuðlar að vellíðan og velferð barns og foreldra. Að því markmiði stefnum við. Fæðingartíðni Íslendinga er nú sú lægsta síðan að mælingar hófust. Það þarf fólk til að halda úti þjóð. Látum ekki endurreisn fjölskyldunnar verða kosningamál í framtíðinni. Förum í þetta núna. Fyrir hönd Pírata í fæðingarorlofi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun