Sigmundur Davíð vill bráðabirgðalög fyrir kosningar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. október 2016 07:35 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill að vinnu við Þeistareyki verði framhaldið. Vísir/Stefán Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og oddviti Framsóknarflokksins á Norðurlandi eystra, vill að ríkisstjórnin setji bráðabirgðalög í þessari viku, eða fyrir kosningarnar á laugardag, svo hægt verði að halda áfram vinnu við að tengja Þeistareyki við Kröflu og uppbygginguna að Bakka. Þetta kemur fram í grein sem hann ritar í Morgunblaðið í dag, en þar segir hann meðal annars að stjórnmálamenn þurfi að hafa þor til að beita sér fyrir því að ríkisvaldið liðki fyrir uppbyggingu á sviði iðnaðar utan höfuðborgarsvæðisins, líkt og hann orðar það. Slíkan hvata skorti ekki aðeins hjá hinum frjálsa markaði heldur líka í stjórnmálakerfinu. „Þess vegna þurfa kjörnir fulltrúar almennings að vera óhræddir við að beita sér til að rétt þá skekkju af,“ skrifar Sigmundur. Sigmundur segir að nýleg dæmi sýni að kerfið hafi þá tilhneigingu til að þvælast fyrir því að ákveðin verkefni fari af stað. Þá geti það líka gripið inn í til að stöðva stór og mikilvæg verkefni sem þegar séu farin af stað. Því verði ríkisstjórnin að grípa inn í strax í þessari viku. „Ella geta getur því mikilvæga verkefni verið stefnt í óvissu mánuðum saman og það jafnvel sett í uppnám fyrir vikið.“ Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og oddviti Framsóknarflokksins á Norðurlandi eystra, vill að ríkisstjórnin setji bráðabirgðalög í þessari viku, eða fyrir kosningarnar á laugardag, svo hægt verði að halda áfram vinnu við að tengja Þeistareyki við Kröflu og uppbygginguna að Bakka. Þetta kemur fram í grein sem hann ritar í Morgunblaðið í dag, en þar segir hann meðal annars að stjórnmálamenn þurfi að hafa þor til að beita sér fyrir því að ríkisvaldið liðki fyrir uppbyggingu á sviði iðnaðar utan höfuðborgarsvæðisins, líkt og hann orðar það. Slíkan hvata skorti ekki aðeins hjá hinum frjálsa markaði heldur líka í stjórnmálakerfinu. „Þess vegna þurfa kjörnir fulltrúar almennings að vera óhræddir við að beita sér til að rétt þá skekkju af,“ skrifar Sigmundur. Sigmundur segir að nýleg dæmi sýni að kerfið hafi þá tilhneigingu til að þvælast fyrir því að ákveðin verkefni fari af stað. Þá geti það líka gripið inn í til að stöðva stór og mikilvæg verkefni sem þegar séu farin af stað. Því verði ríkisstjórnin að grípa inn í strax í þessari viku. „Ella geta getur því mikilvæga verkefni verið stefnt í óvissu mánuðum saman og það jafnvel sett í uppnám fyrir vikið.“
Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira