Fátt kemur í veg fyrir sigur Clinton Guðsteinn Bjarnason skrifar 22. október 2016 07:00 Dolan kardináli ásamt Hillary Clinton, Donald Trump og Melaniu, eiginkonu Trumps, á góðgerðarkvöldi kaþólsku kirkjunnar í New York, þar sem brandararnir fuku. Vísir/AFP Líkurnar á sigri Hillary Clinton í forsetakosningum mælast nú um eða yfir 90 prósent, samkvæmt þeim fjölmiðlum, fyrirtækjum og stofnunum sem grannt fylgjast með skoðanakönnunum. Bilið á milli hennar og Donalds Trump hefur breikkað jafnt og þétt síðustu vikurnar. Trump hefur ekki tekist að bæta stöðu sína í þrennum sjónvarpskappræðum sem nú er lokið. Þvert á móti hefur staða hans versnað. Samkvæmt samantekt kosningavefsins fivethirtyeight.com mældist Clinton með 1,5 prósenta forskot þegar fyrstu kappræðurnar voru haldnar þann 26. september síðastliðinn. Forskot hennar var komið upp í 5,6 prósent þegar kappræðum númer tvö var sjónvarpað þann 9. október. Og þegar þriðju og síðustu kappræðurnar voru haldnar nú á miðvikudagskvöldið var, þá var forskot hennar orðið 6,6 prósent. Kappræðurnar hafa allar verið hatrammar, þar sem forsetaefnin hafa skotið fast hvort á annað. Trump hefur þó jafnan verið orðljótari og nokkrum sinnum misst stjórn á sér, sem greinilega hefur ekki hjálpað honum. Á fimmtudagskvöldið, daginn eftir síðustu kappræðurnar, komu þau síðan saman á góðgerðarkvöldi kaþólsku kirkjunnar í New York og gerðu óspart grín að hvort öðru og sjálfu sér. Löng hefð er fyrir uppákomu af þessu tagi en brandararnir þóttu misvel heppnaðir að þessu sinni. Aðeins tvær og hálf vika er nú til kosninga, sem verða haldnar þriðjudaginn 8. nóvember. Afar sjaldgæft er að fylgi breytist mikið til kosninga þegar svona langt er komið. Til þess að svo yrði þá þyrfti eitthvað óvænt að koma til. Allt bendir því til þess að Trump nái ekki einu sinni 200 kjörmönnum af 538 á kjörmannasamkomunum í desember þegar forseti verður formlega valinn. Fyrirkomulag forsetakosninga í Bandaríkjunum er þannig að kjósendur í hverju hinna 50 ríkja Bandaríkjanna kjósa svonefnda kjörmenn, sem koma síðan saman og velja formlega forseta fyrir hönd kjósenda.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Baulað á Trump á góðgerðarkvöldverði Trump og Clinton mættu á góðgerðakvöldverð í New York sem átti að einkennast af léttu gríni. 21. október 2016 10:24 Obama segir ummæli Trump hættuleg Barack Obama Bandaríkjaforseti segir það hættulegt af Donald Trump forsetaframbjóðanda að neita að gefa það út fyrirfram að hann muni una niðurstöðum forsetakosninganna í nóvember. 21. október 2016 07:49 Trump segist munu viðurkenna niðurstöðuna ef hann sigrar Donald Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa neitað að greina frá því hvort hann muni viðurkenna niðurstöður kosninganna. 20. október 2016 17:28 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Líkurnar á sigri Hillary Clinton í forsetakosningum mælast nú um eða yfir 90 prósent, samkvæmt þeim fjölmiðlum, fyrirtækjum og stofnunum sem grannt fylgjast með skoðanakönnunum. Bilið á milli hennar og Donalds Trump hefur breikkað jafnt og þétt síðustu vikurnar. Trump hefur ekki tekist að bæta stöðu sína í þrennum sjónvarpskappræðum sem nú er lokið. Þvert á móti hefur staða hans versnað. Samkvæmt samantekt kosningavefsins fivethirtyeight.com mældist Clinton með 1,5 prósenta forskot þegar fyrstu kappræðurnar voru haldnar þann 26. september síðastliðinn. Forskot hennar var komið upp í 5,6 prósent þegar kappræðum númer tvö var sjónvarpað þann 9. október. Og þegar þriðju og síðustu kappræðurnar voru haldnar nú á miðvikudagskvöldið var, þá var forskot hennar orðið 6,6 prósent. Kappræðurnar hafa allar verið hatrammar, þar sem forsetaefnin hafa skotið fast hvort á annað. Trump hefur þó jafnan verið orðljótari og nokkrum sinnum misst stjórn á sér, sem greinilega hefur ekki hjálpað honum. Á fimmtudagskvöldið, daginn eftir síðustu kappræðurnar, komu þau síðan saman á góðgerðarkvöldi kaþólsku kirkjunnar í New York og gerðu óspart grín að hvort öðru og sjálfu sér. Löng hefð er fyrir uppákomu af þessu tagi en brandararnir þóttu misvel heppnaðir að þessu sinni. Aðeins tvær og hálf vika er nú til kosninga, sem verða haldnar þriðjudaginn 8. nóvember. Afar sjaldgæft er að fylgi breytist mikið til kosninga þegar svona langt er komið. Til þess að svo yrði þá þyrfti eitthvað óvænt að koma til. Allt bendir því til þess að Trump nái ekki einu sinni 200 kjörmönnum af 538 á kjörmannasamkomunum í desember þegar forseti verður formlega valinn. Fyrirkomulag forsetakosninga í Bandaríkjunum er þannig að kjósendur í hverju hinna 50 ríkja Bandaríkjanna kjósa svonefnda kjörmenn, sem koma síðan saman og velja formlega forseta fyrir hönd kjósenda.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Baulað á Trump á góðgerðarkvöldverði Trump og Clinton mættu á góðgerðakvöldverð í New York sem átti að einkennast af léttu gríni. 21. október 2016 10:24 Obama segir ummæli Trump hættuleg Barack Obama Bandaríkjaforseti segir það hættulegt af Donald Trump forsetaframbjóðanda að neita að gefa það út fyrirfram að hann muni una niðurstöðum forsetakosninganna í nóvember. 21. október 2016 07:49 Trump segist munu viðurkenna niðurstöðuna ef hann sigrar Donald Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa neitað að greina frá því hvort hann muni viðurkenna niðurstöður kosninganna. 20. október 2016 17:28 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Baulað á Trump á góðgerðarkvöldverði Trump og Clinton mættu á góðgerðakvöldverð í New York sem átti að einkennast af léttu gríni. 21. október 2016 10:24
Obama segir ummæli Trump hættuleg Barack Obama Bandaríkjaforseti segir það hættulegt af Donald Trump forsetaframbjóðanda að neita að gefa það út fyrirfram að hann muni una niðurstöðum forsetakosninganna í nóvember. 21. október 2016 07:49
Trump segist munu viðurkenna niðurstöðuna ef hann sigrar Donald Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa neitað að greina frá því hvort hann muni viðurkenna niðurstöður kosninganna. 20. október 2016 17:28