Mamma mín vill valkost... eins og Björt framtíð Nichole Leigh Mosty skrifar 22. október 2016 07:00 Ég átti afmæli á miðvikudaginn og þið tókuð kannski eftir því að við fengum heimsókn af því tilefni með nafni mínu Nicole, leifar af fellibylnum sem skall á okkur. Ef ég gæti myndi ég biðjast afsökunar á honum því við höfum aldrei gaman af slíkum stormum. Ég get það bara því miður ekki. Eins og gengur gerist á afmælisdögum fékk ég einnig símtal frá móður minni. Mamma býr í Bandaríkjunum og er að fylgjast vel með storminum sem hér ríkir. Reyndar ekki Nicole, heldur Nichole sem er í miðjum pólitískum stormi. Mamma skilur ekki allt sem sagt og gert er en hefur þá tilfinningu að hér á landi sé skemmtilegri stormur en sá sem gengur yfir heima hjá henni. Hún sagði við mig: „Mér finnst það ósanngjarnt að vita að á Íslandi fái kjósendur að kjósa fyrir sig og fólk eins og þig… ég þarf ekkert að velja milli bara Trump og Hillary! Í rauninni er ég að fara að kjósa á móti einhverjum frekar en fyrir einhvern. Ég hef ekkert val í raun og veru“. Er þetta ekki rétt hjá elsku bestu mömmu minni? Við höfum val og margt að velja úr og vitið þið, fólk öfundar okkur Íslendinga fyrir að hafa þetta val. Hér er það ekki beinlínis svart eða hvítt, vinstri eða hægri, þó að það virðist vera ákveðinn vilji núna að stilla kosningabaráttunni upp með þeim hætti. Björt framtíð er grænn frjálslyndur miðju flokkur og fjólublár er okkar litur. Vissu þið að fjólublár táknar jafnvægi, innri ró, sköpun, hugrekki og veitir manni innblástur? Er það ekki málið að Björt framtíð biður fólk upp á jafnvægi og sanngjarnt val? Björt framtíð tekur afstöðu til málefna út frá almannahagsmunum og langtímaþróun í okkar samfélagi. Björt framtíð vill bæta og breyta kerfum, svo að hún vinnur bæði fyrir hag samfélagsins og jöfnuð í samfélaginu. Sem dæmi vil ég nefna að Björt framtíð hefur ekki fengið styrki frá fyrirtækjum. Ársreikningur flokksins sýnir að við höfum ekki fengið neina styrki frá fyrirtækjum og ekkert framlag frá einstaklingum sem var hærra en 200 þúsund krónur. Samanlagt námu slík framlög rúmar tvær milljónir. Flokkurinn fékk 7,3 milljónir frá sveitarfélögum vegna bæjar-og borgarfulltrúa og 31,3 milljónir úr ríkissjóði. Við lok ársins var hagnaður því tæpar 18 milljónir. Við stöndum við þau orð að gæta almannahagsmuna með því að hvorki skuldbinda okkur, né leyfa þeim sem hafa sérhagsmuna að gæta að hafa áhrif á okkar vinnu. Það má hins vegar beina athygli að því að Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin fengu samanlagt um þrjátíu milljónir í styrki frá fyrirtækjum. Flokkurinn með hæstu styrkina var Sjálfstæðisflokkur en hann hefur fengið 19 milljónir króna frá ýmsum fyrirtækjum og útgerðarfyrirtækjum, sem voru þar í áberandi hlutverki. Það er tæplega vika í kosningar og pólitískur stormur ríkir yfir okkur. Allar klær eru á lofti og fólk vilja skýra fyrir kjósendum hver sé hægri og hver vinstri, hverjir séu hvítir og hverjir svartir. Sumir vilja líkja Bjartri framtíð við hægri pólitík og aðrir ýta flokknum alla leið til vinstri. Við stöndum hins vegar fast á okkar gildum hér á miðjunni með fjólubláan skjöld, heiðarleika og einlægni að vopni. Við viljum tala um málefni sem skipta okkur máli. Við viljum hlusta á ykkur og gera okkar besta til að breyta þeim kerfum sem þjóna samfélaginu ekki nægjanlega vel. Ég get ekki beðið ykkur afsökunar á fellibylnum Nicole sem skall á okkur en ég get hins vegar beðið þjóðina afsökunar á því ástandi sem ríkir yfir okkur núna. Það virðist vera það eftirsóknarvert að vinna með okkur að sumir hafa reynt að búa til einhvers konar vesen við að reyna að skýra okkar stöðu. Ég segi aftur, við erum frjálslyndur miðju flokkur sem vill þjóna íslensku þjóðinni. Við erum flokkur sem mamma mín, og margir fleiri af mínum fyrrum heimamönnum, dreymir um að fá sem valkost þegar þau mæta í kjörklefann. Til hamingju með að hafa val á Bjartri framtíð hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Nichole Leigh Mosty Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Ég átti afmæli á miðvikudaginn og þið tókuð kannski eftir því að við fengum heimsókn af því tilefni með nafni mínu Nicole, leifar af fellibylnum sem skall á okkur. Ef ég gæti myndi ég biðjast afsökunar á honum því við höfum aldrei gaman af slíkum stormum. Ég get það bara því miður ekki. Eins og gengur gerist á afmælisdögum fékk ég einnig símtal frá móður minni. Mamma býr í Bandaríkjunum og er að fylgjast vel með storminum sem hér ríkir. Reyndar ekki Nicole, heldur Nichole sem er í miðjum pólitískum stormi. Mamma skilur ekki allt sem sagt og gert er en hefur þá tilfinningu að hér á landi sé skemmtilegri stormur en sá sem gengur yfir heima hjá henni. Hún sagði við mig: „Mér finnst það ósanngjarnt að vita að á Íslandi fái kjósendur að kjósa fyrir sig og fólk eins og þig… ég þarf ekkert að velja milli bara Trump og Hillary! Í rauninni er ég að fara að kjósa á móti einhverjum frekar en fyrir einhvern. Ég hef ekkert val í raun og veru“. Er þetta ekki rétt hjá elsku bestu mömmu minni? Við höfum val og margt að velja úr og vitið þið, fólk öfundar okkur Íslendinga fyrir að hafa þetta val. Hér er það ekki beinlínis svart eða hvítt, vinstri eða hægri, þó að það virðist vera ákveðinn vilji núna að stilla kosningabaráttunni upp með þeim hætti. Björt framtíð er grænn frjálslyndur miðju flokkur og fjólublár er okkar litur. Vissu þið að fjólublár táknar jafnvægi, innri ró, sköpun, hugrekki og veitir manni innblástur? Er það ekki málið að Björt framtíð biður fólk upp á jafnvægi og sanngjarnt val? Björt framtíð tekur afstöðu til málefna út frá almannahagsmunum og langtímaþróun í okkar samfélagi. Björt framtíð vill bæta og breyta kerfum, svo að hún vinnur bæði fyrir hag samfélagsins og jöfnuð í samfélaginu. Sem dæmi vil ég nefna að Björt framtíð hefur ekki fengið styrki frá fyrirtækjum. Ársreikningur flokksins sýnir að við höfum ekki fengið neina styrki frá fyrirtækjum og ekkert framlag frá einstaklingum sem var hærra en 200 þúsund krónur. Samanlagt námu slík framlög rúmar tvær milljónir. Flokkurinn fékk 7,3 milljónir frá sveitarfélögum vegna bæjar-og borgarfulltrúa og 31,3 milljónir úr ríkissjóði. Við lok ársins var hagnaður því tæpar 18 milljónir. Við stöndum við þau orð að gæta almannahagsmuna með því að hvorki skuldbinda okkur, né leyfa þeim sem hafa sérhagsmuna að gæta að hafa áhrif á okkar vinnu. Það má hins vegar beina athygli að því að Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin fengu samanlagt um þrjátíu milljónir í styrki frá fyrirtækjum. Flokkurinn með hæstu styrkina var Sjálfstæðisflokkur en hann hefur fengið 19 milljónir króna frá ýmsum fyrirtækjum og útgerðarfyrirtækjum, sem voru þar í áberandi hlutverki. Það er tæplega vika í kosningar og pólitískur stormur ríkir yfir okkur. Allar klær eru á lofti og fólk vilja skýra fyrir kjósendum hver sé hægri og hver vinstri, hverjir séu hvítir og hverjir svartir. Sumir vilja líkja Bjartri framtíð við hægri pólitík og aðrir ýta flokknum alla leið til vinstri. Við stöndum hins vegar fast á okkar gildum hér á miðjunni með fjólubláan skjöld, heiðarleika og einlægni að vopni. Við viljum tala um málefni sem skipta okkur máli. Við viljum hlusta á ykkur og gera okkar besta til að breyta þeim kerfum sem þjóna samfélaginu ekki nægjanlega vel. Ég get ekki beðið ykkur afsökunar á fellibylnum Nicole sem skall á okkur en ég get hins vegar beðið þjóðina afsökunar á því ástandi sem ríkir yfir okkur núna. Það virðist vera það eftirsóknarvert að vinna með okkur að sumir hafa reynt að búa til einhvers konar vesen við að reyna að skýra okkar stöðu. Ég segi aftur, við erum frjálslyndur miðju flokkur sem vill þjóna íslensku þjóðinni. Við erum flokkur sem mamma mín, og margir fleiri af mínum fyrrum heimamönnum, dreymir um að fá sem valkost þegar þau mæta í kjörklefann. Til hamingju með að hafa val á Bjartri framtíð hér á landi.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun